Gagnrýni eða bölbænir? amk. 12 kröfur hér!

Úr fréttinni:

>Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni

Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.

„Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.

Þessi orð finnst mér standa upp úr í grein hans.

Ögmundur er hérna að upplýsa vanþekkingu sína á því hvað hefur gengið á út í þjóðfélaginu! Um mótmæli má segja þveröfugt við það sem hann skrifar. Því sjaldan hafa þær verið málefnalegri og skýrari. 

Kröfur okkar sem viljum alvöru breytingar eiga almenningi að vera alveg ljósar. 

1. Losa burt verðtrygginuna

2. Finna alvöru leiðir fyrir fólk sem á í fjárhagsvanda.

3. Tryggja að fólk séu undir viðmiðunarmörkum, þar að segja að ekki verði eftir í mínus af launum á mánuði, þannig passa upp á að skuldirnar aukist ekki í hverjum mánuði.

4. Að boðið sé upp á samfélagslega bankaþjónustu með samfélagslegum bankalánum, svipað og IAK banki í Svíþjóð. ÞETTA ERU MANNRÉTTINDI!

5.  Setja skýrari reglur á bankaumsýslu.

6. Skilja viðskipti með hlutabréf og aðra spákaupmennsku undan vísitölum og setja sér ef ekki er hægt að taka af. Slíkt getur haft afgerandi áhrif á tekjur fólks. Tildæmis eins og viðskipti lífeyrissjóða á hlutabréfamörkuðum osfrv.

7. Lífeyrissjóðir þurfi að fá leyfi hjá sjóðsfélaga til að (og áður en að) fjárfesta í hlutabréfum.

8. Þeir sem borga í lífeyrissjóði geti líka farið fram á að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir sig ef aðstæður þykja til (að pínu litlum hluta þeirra peninga sem þeir borga í lífeyrissjóð).

9. Setja sérstakt bann (búa til kjarna í kringum hvar mætti taka peninga) við því að almenningur í landinu þurfi að greiða fyrir fjárglæframenn (með sköttum og öðrum gjöldum).

10. Setja þarf tryggingu fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki spilað með lífeyrir sjóðsfélaga.

11. Festa tekjur öyrkja og eldriborgara þannig að ekki verði hægt að skerða af þeim eins og vanalega er gert!

12. Og að sjálfsögðu vill ég að við hættum þessu aðlögunarferli inn í ESB og það strax!

Þetta er nú svona sem fljótlega er tekið til og mjög margir sem hafa gagnrýnt ríkistjórnina


mbl.is Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf fyrst þá að laga

Því þeir laga ekki neitt! Í hvaða heimi lifa þessir gaurar eiginlega?

Verðlagið og framfærslan löngu farin langt upp fyrir síðustu kjarasamninga. Bensín ný hækkað og annað vöruverð fylgir á eftir eins og vanalega.

Afhverju snúa þessir gaurar sér ekki frekar að því að sporna við síauknum fjölda fátækra og aðstoða fólk sem á í fjárhagserfiðleikum? Gera eitthvað að viti?

 

 

 

 


mbl.is Ríkið ekki staðið við sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar þarf að gera annað!

Það er augljóst mál eftir því sem á undan hefur gengið hjá alþingi og gagnvart þjóðinni að engin smáframboð geti gert neitt til að brjóta niður það ofurvald sem fjórflokkurinn hefur yfir Íslandi.

Nú er verið að undirbúa önnur atriði sem munu miklu frekar virka. 


mbl.is Frjálslyndir í viðræðum við aðrar stjórnmálahreyfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega ósammála Eiði

Forseti Ísland hr. Ólafur Ragnar þarf ekki að segja af eða á strax um hvort hann ætlar að bjóða sig fram.

Nóg væri að gefa yfirlýsinguna rétt fyrir eiginlega kosningabaráttu.

Ólafur hefur sýnt þjóðinni mikla virðingu og sannað að hann er verðugur fulltrúi hennar. Í gangi er áskorun (á facebook) til forsetans að bjóða sig aftur fram. 

Það er rétt hjá honum að bíða aðeins og sjá hverjir aðrir ætla sér í framboð. Meðal annars þeir sem er/væru algjör andstaða við hann. Eða þeir sem hugsanlega bjóða sig fram með stuðnings einhverra stjórnmálaafla á bakvið sig. Eins og tildæmis Samfylkingin sem hefur sýnt forsetanum óvirðingu og staðið gegn honum.

Styðjum við forsetann og skorum á hann að verja embættið!


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hans áttaviti er skakkur

Menn eiga að vera dæmdir af verkum sínum.

Hinsvegar velti ég því fyrir mér hvort ekki eigi þarna að vera fleiri úr fyrrverandi ríkistjórn. Jafnt Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Það virðist dálítið hanga á því hverjir ráða í þjóðfélaginu sem eru kærðir. Ég velti því fyrir mér hver staðan væri ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ráðandi í ríkstjórn í stað þeirra sem nú er?

„Við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika og upphrópana,“ sagði biskup. Hann gerði skrif fólks á netinu og blogg að umfjöllunarefni og sagði að sumir teldu að það að hrópa og blogga væri það sama og að hugsa.

Margir fengju mikla athygli út á ýmiskonar gífuryrði. Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist.

Hefur Biskup einhverjan rétt til þess að alhæfa svona? 

Í það fyrsta þarf að hugsa áður en bloggað er. Það eru mjög fáir sem henda einhverjum fullyrðingum og gífuryrðum fram á bloggi. Langflestir bloggarar skrifa vandaðar og góðar greinar sem vekja mikla athygli og fær fólk til umhugsunar. Á blogginu fara fram skoðanaskipti sem geta haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Bloggari er þannig nokkurskonar heimavinnandi frétta og skoðunarmiðill. Alveg sama þó sé verið að skrifa um mannfólk, hvort það sem er starfandi eða hefur starfað í opinberu embætti.

Stjórnmálamenn hvaðan sem þeir koma eiga geta tekið ábyrgð á gerðum sínum! Þetta segir allt um stjórnkerfið á Íslandi að ekki megi kæra þá. Á ég þá alveg við úr hvaða flokki þeir koma. Tek ekki neitt einn mann þar út úr!

Biskup á ekki að tjá sig svona um einstök atriði eins og þetta. Og óneitanlega velltir maður sér fyrir því hver sé hvatinn að baki orðum hans.

 

 

 


Áramótaræða mín

Eftirfarandi er texti úr ræðu sem ég samdi og tók upp heima hjá mér í tilefni nýs árs:

sett hér inn sem texti vegna þess að vinnsla ræðunnar er ekki tilbúin.

Gott fólk.

Ég veit að á komandi tímum munum við íslendingar gera miklar breytingar. Það er ófrávíkjanleg staðreynd. Spurningin er bara sú, hvernig þátttakendur við viljum vera í þeim breytingum.

Ég er sjálfur í hópi fólks sem vill vinna saman með heildindum að þeim breytingum. Við viljum stækka þann hóp ört og fá almenning til liðs við okkur.

Það er augljóst að þau stjórnmála- og peningakerfi sem við búum við eru stórgölluð. End hefur það svo greinilega komið í ljós að undanförnu. Þar sem ráðvilltir stjórmála- og peningamenn vita engin ráð gegn því að fjármálaveldi heimsins hrynja.

Það hefur svo berlega komið í ljós að þegar mikið gengur á tapa stjórnmálamenn samúð með almenningi heldur standa frekar með fjármálaveldinu. Þeir missa þannig tengsl við það sem er að gerast úti í þjóðfélaginu. Endurspeglast það í því að almenningur missir trúna á að stjórnmálamenn hafi getu til að breyta einhverju. Enda hefur komið í ljós að alltaf færra fólk treystir alþingismönnum.

Nú er komið að almenningi að standa saman að miklum breytingum. Við þurfum alls ekki að beina sjónum okkar að því með frekari mótmælum á því kerfi sem við búum við, því það er augljóslega vitað mál og þau að mestu komin fram. Heldur miklu frekar að sameina krafta okkar. Þátttakan þarf ekki að vera svo sérstaklega mikil til að byrja með. Heldur getum við unnið að því með sérstökum aðgerðum.

Fyrsta þátttaka væri að mynda tengsl við almenning með því að tengja okkur við skoðanir þess og fá til að skrifa þær niður. Nokkuð sem virkar alltaf í báðar áttir.

Ég veit að ef við stöndum saman getum við knúið fram vilja okkar. Nú er kominn tími til að við sameinumst í því að búa til nýja framtíð fyrir okkur sem er byggð á mannlegri getu og manngildum frekar en ónýtu peningavaldi. Við þurfum að vera óhrædd við að framkvæma þær breytingar, því þær geta ekki verið verri en það kerfi sem við búum við. Eða, er það ekki satt að ef þú verður fyrir áfalli þá viltu ekki halda í þær aðstæður sem voru þess áfalls valdandi?

Við þurfum að treysta á kraftinn í okkur sjálfum á getuna til að búa í haginn fyrir framtíðina. Við þurfum að byggja upp frá sköpun verðmæta. En það er best gert með því að hvetja fólk til dáða og fá það til þátttöku í þeim samleiðum sem búa framtíðina til. Samleiðir sem settar væru í gang í hverju landshorni fyrir sig. Við þurfum að endurvekja Ísland með nýjum leiðum sem hafa hverskonar sjálfbærni að leiðarljósi. En hugtakið sjálfbærni er mjög víðtækt eins og tildæmis það að hægt væri að setja í gang félagslega sjálfbærni með þátttöku almennings í þeim verkefnum sem sett væru í gang.

Að sjálfsögðu eigum við að byggja á heiðarleika og virðingu fyrir náunganum og lífskrafti til að framkvæma þau atriði sem búa til afkomu okkar í því landi sem við búum í.

En til þess þurfum við að gera það að mestu án aðkomu utanaðkomandi afla. Heldur frekar treysta á eigin getu til að byggja upp þá framtíð sem við viljum eiga. Við eigum að vera í friði með það sem við viljum gera.

Besta uppskeran kemur jú úr þeim jarðvegi sem við sjálf ræktum.

Tökum okkur saman til að byrja á því stórkostlega ævintýri sem við getum orðið þáttakendur í.

 


Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Hér eru nokkrar Jólamyndir sem ég tók, en eru ekki nýjar. Hafa þó alltaf sama tilgang, sem er Jólaandinn Smile

 

jol1_1126636.jpg

jol3_1126634.jpg

 jol2_1126635.jpg

 

 

jol4_1126633.jpg

jol5_1126632.jpg


Tröllasokkar?

Tröllasokkar hafa hangið á snúru á Gemlufallsheiði í næstum eitt og hálft ár.

Ef þetta er rétta myndin af sokkunum þá er alveg augljóst að sokkarnir eru af einhverjum Risa. Því eitthvað sýnist þetta ullarhrak vera í yfir, yfirstærðinni og benda til þess að eigandanum hafi mistekist að þvo. Ómuglegt er að sjá að allt saman séu einhverjir sokkar.

Mjög sérkennilegt og leyndardómsfullt mál allt saman. BlushShocking

Spurningin er sú hvort að íbúinn hefði ekki bara átt að taka sig til og henda hrakinu öllu saman.

Þetta þarna í miðjunni virðist frekar vera einhverskonar ullar bikini.

 

 


mbl.is Sokkar á snúru í hálft annað ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

>Guð hjálpi Íslandi

Við erum löngu orðin þreytt á ruglinu.

Það er alveg augljóst mál að ef við kjósum yfir okkur flokka innan sama kerfis þá mun litlu sem engu verða breytt fyrir framtíðina. 

Eftir því sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum þá er komið að því að nú fái almenningur að velja sér sína framtíð sjálfur. Miklu frekar en að velja sér einhvern fulltrúa sem segir þér frá loforðum sem lítið gera og marg oft eru brotin.

Nú er komið að okkur að segja hvað við viljum! Við eigum ekki að leita til stjórnmálamanna eða flokka. Heldur eiga þeir að fara eftir kröfum okkar.

Við þurfum að velja okkur þá sem þora að fara eftir sanngjörnum kröfum okkar og setja þær í framkvæmd.

Eitt af því að sem viturlegt væri að gera er að snúa stjórnmálunum alveg við, þannig að almenningur verði miklu, miklu meiri þátttakendur í ákvörðunatöku. Því slíkt er raunverulegt lýðræði, fremur en það sem við búum við núna. Þar sem veljum okkur fulltrúa sem síðan búa til og framkvæma eftir eigin geðþótta fremur en að fara eftir vilja fólksins.

Það er mín von að við íslendingar höfum vit til að velja okkur framtíð þar sem allir þegnar þjóðfélagsins geti búið við fullkomin skilyrði til geta byggt okkur upp sanngjarna framtíð.

Það er mín von að við höfum vit á því að nota okkar eigið hugvit og kraft til að byggja upp nýtt Ísland. Uppbyggingu með dugnaði, umburðarlyndi, manngæsku og hverskonar manngildi að leiðarljósi.

Það er mín von að við íslendingar getum sjálf nýtt okkur gæði landsins okkar sem þætti í því að búa okkur til þessa framtíð. Fá lönd eins og Ísland hafa þannig eins mikil tækifæri til að nýta sér gæði landsins síns. Fá lönd hafa eins miklar auðlindir til þess.

Að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að nýta þessar auðlindir sjálf og byggja upp frá því. Eins og með að selja afurðir verkefnanna. Því sú leið er sú sanngjarnasta vegna þess að þá erum við öll sjálf þátttakendur í þeim framkvæmdum sem leiða til þeirrar framtíðar sem við viljum búa til. 

Frekar en að selja auðlindir okkar til erlendra aðila sem mun ekkert annað gera en að mergsjúga landið okkar. Sem og sjúga úr okkur kraft okkar til að taka þátt í þeim framkvæmdum og verkefnum í lífinu sem við viljum byggja upp.

Það er von mín að íslendingar hafi þor til að gera miklar breytingar á stjórnskipun landsins. Það er tildæmis alls ekki nóg að breyta til þess stjórnarskrá Íslands, þó vissulega sé þörfin fyrir hendi. Við þurfum miklu frekar að fókusa á aðalatriðin sem eru að breyta Íslandi með því að byggja landið upp og búa til nýja framtíð. Það er svo mörg mál miklu meira aðkallandi heldur en stjórnarskráin.

Það er sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í uppbyggingu verkefna. Að vera þátttakandi í því að byggja upp sanngjörn lífskjör. Ég hlýt þannig að hafa réttinn til að vera með. Að vera alvöru þátttakandi.

Þannig er miklu mikilvægara að búa til skilyrði fyrir framtíð sem hjálpar okkur að vera með í uppbyggingu nýrra verkefna.

Með því að selja landið okkar til erlendra fyrirtækja þá stendur ekkert eftir nema það að vera háður duttlungum þeirra aðila og hafa lítil sem engin tækifæri til að vera þátttakandi í gangsetningu verkefnanna. Með því að selja auðlindir okkar úr landi missum við úr höndum okkar umráðaréttinn yfir þær og tækifærin til að búa okkur til þátttöku í verðandi verkefnum.

Á sama hátt er það sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í því að byggja upp og halda þeim gjaldmiðli sem Ísland hefur átt, amk. frá stofnun lýðveldisins okkar. Að segja að gjaldmiðill sé ónýtur segir alls ekki að ekki megi laga hann. Heldur frekar að mistekist hafi að vinna með hann. Það gerir ekkert fyrir okkur að velja nýjan gjaldmiðil því við munum eingöngu búa við sömu vandamál sem áður. Að skipta um gjaldmiðil leysir þannig engan vanda. Miklu frekar eigum við að tryggja okkar eigin gjaldmiðil með því að gera hann sjálfbæran. Það mætti tildæmis gera með því að byggja gjaldmiðilinn upp með því að hlutaskipta honum. Eins og það að gera innanlandskrónur sem væru byggðar upp eingöngu frá verðmætum þeim sem við náum fram með framkvæmdum nýrra verkefna með sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Þannig haldast sjálfbærni og verðmæti í hendur til að vera undirlyggjandi á nýrri uppbyggingu á Íslandi.

Ég vil verka þátttakandi í því að búa til nýtt Ísland. En þú?

 


mbl.is Leið illa í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband