Föstudagur, 8. mars 2013
Allt það sem góður stjórnmálamaður þarf að hafa!
Hér er listi yfir þau atriði sem koma upp í huga minn varðandi hvað góður stjórnmálamaður og flokkur þarf að hafa.
1. Jákvæð framkoma
2. Réttsýni
3. Heilleiki
4. Hreinskilni - bein stefna, allt upp á borðið
5. Samþykki
6. Samvinna
7. Umhyggja
8. Eftirtektarsemi
9. Víðsýni
10. Forvitni
11. Vilji til að taka áhættu fyrir hið góða
12. Góða dómgreind
13. Þakklæti
14. Vongleði
15. Djúpur skilningur
16. Örlæti
17. Vera sannsögull
18. Sýna Virðingu
19. Opinskár
20. Sýna kostgæfni
21. Gefa sig í verkin á fullu
22. Hafa yfirsýn
23. Opinn fyrir hugmyndum annarra
24. Fullkominn Heiðarleiki
25. Sýna sjálfsstjórn
26. Sýna góðvild
27. Hafa þolinmæði
28. Setja sér markmið
29. Sýna auðmýkt
30. Sýna samúð
31. Endurskínandi hugsun (ómandi)
32. Réttlæti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. mars 2013
Enn ein endalausa vitleysan
Þessi slagorðaflaumur hans Þórs Saari er með ólíkindum. Við sjáum til hvernig framtíðin verður. Hvað ætli hann segi þá?
Kannski maður taki saman allt það sem hann hefur sagt um þetta mál og beri það upp seinna? Hver veit.
Þeir hrópa hæst um lýðræði sem vita minnst hvað það er. Eins og esb-össinn hann Þór Saari.
Útfararræður stjórnarskrárinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. mars 2013
Endalaus vitleysa
Hljómar auðvelt, en er það alls ekki!
Hópurinn liggur á bakinu á gólfinu, í hring þannig að höfuðin liggja saman. Svo loka allir augunum og hafa algera þögn. (Þetta getur tekið smá stund!)
Þegar það hefur náðst, segir einhver (hver sem er): A. segja hátt A ...... koma svo
Einhver annar segir þá B og sá þriðji C. Röðin er ekki ákveðin fyrirfram. Ef hins vegar tveir segja óvart samtímis næsta staf, þarf að byrja aftur á A.
Takmarkið með þessari æfingu er að komast til enda í stafrófinu, án þess að nokkurn tíma tveir tali samtímis. Þetta er æfing sem kemur á óvart, því hún er erfið. Ath. það skiptir í raun ekki máli hvort maður kemst til enda eða ekki (það er nánast ómögulegt). Hópurinn getur verið búinn að ná fínni samstillingu án þess að komast nokkurn tíma lengra en að H! :-)
En verið svo bara sammála á að halda leiknum áfram Ég get ekki setið á mér.
Engin niðurstaða um stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. mars 2013
Úr leikhúsi fáránleikans - Hatvinnuauglýsing
Bófar - ehf (eitthvað háð fáránleika), hundleiðinlegasta og ömurlegasta fyrirtæki í heimi óskar að ráða framkvæmdastjóra, sérfræðing í að setja fyrirtæki á hausinn.
Há-ðleg laun í boði fyrir rétta manninn. Því hærri laun sem fyrr honum tekst ætlunarverkið. Enn háðulegri eftirlaun en úr fyrra starfi. Hver vill sækja um?
Spáið í það!
Hér og þar um þjóðfélagið er stjórnendum boðin himinhá laun í fyrirtækjum og há eftirlaun. Án þess að missa laun eða lækka í launum þó fyrirtækið fari í gjaldþrot. Standa svo ríkir eftir vegna þess að fá há eftirlaun.
Á meðan að heilbrigt fólk nurlar saman 2 til 5 milljónir króna til að eiga fyrir að borga upp í kaup á nýrri íbúð. Tekur svo lán fyrir restinni. En svo kemur að því að það getur ekki borgað vegna þess að vextir og gjöld eru himinhá og hækka endalaust, langt umfram ævilegrar fjárhagslegrar getu fjölskyldunnar til að halda áfram að borga. Svo krefjast þeir af okkur að við borgum áfram af því sem þeir sjálfir bjuggu til.
Og þegar að fólkið getur ekki lengur staðið í að borga þá heimta þeir allt saman. Ekki bara íbúðina, heldur líka þessar litlu 2 til 5 milljónir sem fjölskyldan náði að nurla saman. Allt farið.
Spáið í það! Hvar er réttlætið í þessu þjóðfélagi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Hvernig væri?
Já hvernig væri að fólk noti nú tækifærið fyrir alvöru að losa sig við allan 4flokkinn? Það er svo sannarlega kominn tími til þess!
Það eru svo mörg okkar búin að fá yfir okkur upp í kok af þessu liði!
Við gætum unnið að réttlætinu saman. Það við viljum ná fram.
Eins og:
Verðtrygginguna burt!
Lagfæra lána og íbúðamál!
Sérstakur stuðningur við fátækt fólk sem hefur orðið undir....
Sérstakur stuðningur við aldraða og öryrkja.
Þessi mál þarna gæti verið aðal málin.
Aldrei hefur verið eins gott tækifærið til þessa eins og nú!
.
Bjóða ís fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2013
Réttlæting stjórnmálamanna
* Eru stjórnmálamenn á Íslandi siðferðilega vanþroska?
Þjóðfélagið morar allt í mauraþúfunni. Innan um allt kaðrakið hristast stjórnmálamenn og skjálfa á beinunum í yfirlýsingunum og afsökununum. Eins og: ég gerði þetta vegna þess, og svo framvegis...........Þeir sem kunna að lesa í andlits og líkamstjáningar sjá hvað hér fer fram.
Listin að friðþægja sjálfa sig birtist í ýmsum myndum
Þeir sem eru ekki trúaðir koma með siðlætingu sem felst í afsökunum með því að tjá sig að allt það sem þeir gerðu var rétt og satt. Sama þó hið gagnstæða blasi við almenningi. Þannig eiga slíkir stjórnmálamenn til að ljúga eða blekkja. Algjörlega siðblindir vita ekki einu sinni af gjörðum sínum. Hinir smá meðvituðu eru minni menn fyrir því að biðjast ekki afsökunar á gjörðum sínum. En slíkt væri langbest fyrir manneskjuna sjálfa hugarfarslega og myndi hjálpa fólki til að sjá trúverðuleika. Til að geta haldið í traust á honum. Stjórnmálamaður sem viðurkennir ekki mistök og biðst afsökunar missir þannig virðingu almennings vegna þess að augljóslega virðir hann sig ekki sjálfur. Hann missir þannig traust líka sem verður til þess að hann tapar trúverðuleika. Síðan má spyrja sig hvort slíkur stjórnmálamaður sé heiðarlegur, sem hann er augljóslega ekki.
Þeir hér bæði peningamenninir og hægri sinnuðustu frjálshyggju stjórnmálamenn sem brotið hafa af sér leita oft friðþægingar í trúnni. Þeirra réttlæting felst í því að hlusta á aðra segja sér hvað sé rétt og gott. Hinsvegar er allt eins víst að þegar á hólminn er komið er ekki farið eftir því. Vegna þess að það rekst á við fjárhagslega hagsmuni þeirra. En við fjárhagslega hagsmuni geta komið upp aðstæður sem þeir spyrja sig hvort þeirra ákvarðanir séu löglegar, ólöglegar eða siðlausar. Þar að segja hjá þeim sem slíkt skiptir máli. Hinsvegar nota margir þeirra tækifærin sem koma upp í hendurnar, alveg sama hvort þær eru réttlætanlegar eða ekki. Aðstæður gætu verið þannig að bjarga sér út úr fjármála óráðsíu svo dæmi séu nefnt. Einnig að geta notfært sér aðstæðunar sem aðrir bjóða þeim upp á, hvort sem það eru vinir eða ókunnugir. Þeir kunna listina að fela gjörðir sínar. Þessar persónur eru fyrst og fremst óheiðarlegar í fjármálalífinu sem blasir útá við. Þeir sem eru hvað verstir og siðblindir sjá ekki neitt ranglátt við gjörðir sínar.
Áttum okkur á þeim sannleika að fjármálamenn gera allt sem þeir geta til að eignast peninga og þó þeir hugsi um að vera strang heiðarlegir þá geta komið upp þær aðstæður sem öll slík loforð hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þeir gera allt til að bjarga sér úr aðstæðum. Virðing manna fyrir slíku fólki verður á sama hátt engin vegna þess að þeir kunna ekki að virða sjálfa sig.
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Hvað er raunverulegt lýðræði?
Hvora staðhæfinguna aðhyllist þú?
*Lýðræði felst í því að velja sér yfir sig stjórnendur, eftir að þeir hafa sagt þér hvað þú heldur að það sé sem þú vilt heyra?
*Lýðræði felst í því að ég sem einstaklingur er fæðist í þennan heim fæ að hafa áhrif á þarfir mínar og væntingar. Að ég sem einstaklingur hafi rétt á því að tjá mig um þarfir mínar og skoðanir á þeim og að tekið verði tillit til þeirra af stjórnendum.
Hvað er eiginlega lýðræði?
Sjáðu fyrir þér eftirfarandi:
Á hverju landsvæði Íslands væri 1 stórt hús þar sem:
1. Í sérstökum sal yrði komið á svæðisþingi sem við kjósum okkur þingmenn í. Bæði beint persónukjör og persónur í gegnum flokkakjör. Svæðisþing sem slík myndu efla hvert landsvæði fyrir sig og hafa ráð á ýmsar framkvæmdir á svæðinu. Á þessu svæðisþingi yrði unnið eftir hringborðsreglu og spjaldanotkun til að tjá sig. Búið að sleppa alveg Ræðupúlti og miklu auðveldar verður að vinna og klára mál.
2. Í öðrum sal á sama stað væri sérstakt almannaþing þar sem almenningur kemur saman og ræðir hugmyndir sínar. Þetta þing væri frjálst fyrir íbúa komna á kosningaaldur en líka væri hægt að fá fram tjáningu hjá íbúum svæðisins með því að búa til mætingaskyldu, til að ná fram fullri nýtingu.
Samhæfanleg virkni
Þau mál sem þátttakendur svæðisþings kjósa sér um eftir umræðu vær síðan borin fram á svæðisþingið og þingið þyrfti að taka það til umræðu. Þannig gert að almannaþingsfulltrúi fengi að mæta á svæðisþingi og taka þátt í umræðu um þau mál sem almannaþingið ákveði.
Á ákveðnum fyrirfram settum tíma eins og tildæmis 1 sinni í viku, kæmi síðan svæðisþingimaður inn á almannaþingið til mæta með mál og fá álit almennings á því máli áður en að það væri tekið til umræðu á svæðisþinginu.
Með þessu móti væri aðal alþingi íslendinga með miklu færri þingmenn sem ræddu þá bara um mál sem snúast að öllu landinu eftir sérstakri jafnræðisreglu.
Þannig myndi lýðræðið virka best og fólk viti af því að það getur haft áhrif.
Hér er ein ástæða þess að ég myndi aldrei samþykkja nýja stjórnarskrá eins og hún er sett upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Hver var tilgangurinn??
Við allt það sem gerðist?
Hrunið, Búsáhaldabyltingin, ags, esb, Icesave. Og öll mótmælin, grasrótarhópar, útimótmælin, fundirnir, bloggskrifin, prófessorabistlar, rifrildin og öll lætin. Aldrei hefur í þjóðfélaginu geisað svo mikil vandamál. Aldrei hafa orðið eins litlar úrlausnir, þrátt fyrir allt. Við erum enn að berjast fyrir réttlætinu.
Spáið í það! Eiga flokkar og menn innan þeirra eitthvað skilið að vinna að lausnum þar sem við gerðum byltingu og 4 ár hafa liðið og við stöndum svo enn í þessum vandamálum.
Og var þetta þá allt til einskins?
Eins og við vitum þá kusum við yfir okkur ríkistjórn sem við svo rosalega mörg vorum óánægð með.
Tilhvers var byltingin? Eða var þetta kannski engin bylting?
Við þessa svokallaða Búsáhaldabyltingu hafði ég alltaf gert mér vonir um að hún myndi leiða til einhvers góðs! Að við myndum breyta ýmsu. En við vitum hvað gerðist. Við kusum bara fólk með hátt egó inn á þing. Við stöndum því bara ekkert betur, ef ekki bara miklu ver eftir þessir ár. Og svo ætlum við að fara að kjósa aftur.
Hversvegna þá ekki aðra Búsáhaldabyltingu? Afhverju mætum við ekki á Austurvöll svo þúsundum saman til að mótmæla? Til að kjósa svo aftur á þingið?
Hver var tilgangurinn?
Hvar er Byltingin?
Vilja umræðu um vantraust í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Kosningabylting
* í liðið, þá fór hver að öðrum, til að allt riðlaðist í smáa flokka.
* þá skrámir það ljós fyrir augu mér, að mér verður ekki að skapi.
* og þegar lýðurinn kemur þar að þá rennur það út eins og heitar lummur.
* en saga sú var misjöfn að atgervi, að nokkru eða sumu leyti, hálfvegis.
KOSNINGABYLTING
Aldrei hefur verið eins tækifærið og nú til að renna inn í framtíðina saman. Ef við gerum það ekki núna þá verður sennilega aldrei af því. Hinsvegar verðum við að tempra viðmót okkar hvort sem við styðjum hægri, miðju, vinstri, eða ekkert af því, þá sjáum við að allir hafa bæði nokkuð til síns máls og ekki til síns máls. Spáið í það. Það er fullt af fólki sem er sárt og reitt yfir því hvernig stjórnmálamenn hafa komið fram það. Hvað þeir hafa gert og ekki gert. Það er því réttlát krafa að okkur sé bættur skaðinn af hruninu. Hinsvegar yrði réttlætið sett í fyrsta sætið!
Hvað er réttlæti?
Er ekki frumskilyrði að allir hafi það réttlæti að vera skuldlaus og hafa í sig og á? Er þetta ekki einmitt öflugasta dæmið um mismunun fjármálakerfisins á milli manna? Er það ekki það ekki augljóst að ef fjármálakerfi hrynur þá gengur það ekki upp! Vinna þarf að nýju kerfi. Það er rökréttast.
Er það ekki réttlæti líka að okkur sé boðið upp á það val að efla okkur sem manneskjur í því þjóðfélagi sem væri boðið uppá?
Er það ekki réttlæti líka að geta boðið börnum okkar sanngjarna framtíð án erfiðleika þess að lendi í ýmsum fjárhagslegum áhyggjum sem að mestu til við unnum ekki til. Þó kannski megi sumstaðar um það deila hverjir eiga skilið eða ekki.
Flokksvani
Á Íslandi virðist fólk haldið þeirri hræðslu við breytingar, jafnvel þó að það vilji breytingar. Það gerist því oft að fólk fer að kjósa það gamla aftur út vananum. Einskonar Stokkhólmsheilkenni.
Það er hinsvegar svo að við íslendingar förum alltaf að gömlum vana að setja skoðanir okkar inná og ætla okkur að þeir sem kosnir verða muni breyta einhverju. Að koma með kröfunar inn í stórgallað kerfi. Gallaðan vinnustað sem við berum mjög lítið traust til vegna þeirra vinnubragða sem þar fara fram. En flest okkar höfum við séð hvernig sá vinnustaður hefur verið undanfarið kjörtímabil.
Er ekki raunhæft að segja að það sé fáránlegt að okkur sé ætlað að kjósa inn á það sem tók réttlætið okkar burt og ætlar ekki að gefa það til baka sem var tekið?. Hvaða er rökrétt í því að halda í það sem hefur brugðist okkur!? Er eitthvað haldbært í því að kjósa sér nýtt fólk, inn á þann vinnustað sem er óbreyttur, jafnvel þó að það fólk séð ábyggilega kannski bara það ágætasta? Eða þann flokk sem ætlar sér lítð að fyrir alvöru að gera til að lagfæra. Mundum við bara ekki sjá það sama gerast aftur, að fólk flýi flokka sína þegar að það getur ekki farið eftir öllum óraunhæfu kröfum sem þeir gera.
Stjórnarkreppa
Það er mín skoðun að upp séu að koma þær aðstæður að mjög líklegt verður stjórnarkreppa eftir næstu kosningar. Að ýmsir flokkar munu eiga erfitt að mynda stjórn. Helgast það af ýmsum þeim ástæðum sem hér fyrir neðan eru nefndar. Er þetta síðan ekki bara sem alveg búast má við þegar að mikið hefur gengið á úti í þjóðfélaginu og margt verður til.
1. Til að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gæti unnið saman þurfa þeir flokkar að gera með sér sáttmála ríkistjórnar. Í ljósi síðustu daga og atburða þá er það alveg ljóst að erfitt verður að mynda ríkistjórn með þessum flokkum því að þá þyrtu hinir að svíkja loforiðin. Eins og tildæmis Framsókn með verðtrygginguna. Það er því alveg ljóst að þessir flokkar geta ekki unnið saman nema að svíkja kjósendur sína.
2. Það hefur lengi verið ljóst að þjóðinn vill ekki inn í esb. Eins og skoðanakannanir hafa hvað eftir annað gefið til kynna. Því er nú nokkuð ljóst að hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur geta myndað stjórn saman við þann flokk sem hefur framhald esb á stefnuskrá sinni. Eins og tildæmis Samfylkingin.
3. Það er nokkuð ljóst að gefa þarf Samfylkingunni frí vegna þess að þeir hafa verið í ríkistjórn í 8 ár. Sem er alveg nóg. Það er því mjög líklegt að enginn annar flokkur vilji semja við hann. Nema þeir sem eru honum sammála í utanríkismálum. En raunhæfast er að segja að það sé ekki nóg. Slíkir flokkar nái ekki meirihluta. Sem er auðvitað það augljósa miðað við afstöðu meirihluta þjóðarinnar til þessara mála.
4. Varðandi Vinstri Græna þá virðist svo vera að esb málið hafi afgerandi áhrif á stuðning við þann flokk. Eitthvað mikið þarf til þess að aðrir flokkar vilji semja við þá.
5. Hvað litlu flokkana varðar þá virðist svo vera í raunveruleikanum að enginn þeirra fái mann inn á þing. Að minnsta kosti yrði það þannig að sá flokkur sem hugsanlega kæmi manni/mönnum inn, hefði lítið að segja í stjórnarandstöðu. Slíkt er alveg augljóst hvað varðar þetta kjörtímabil.
Það er því nokkuð ljóst að erfitt verður að mynda nýja ríkistjórn eftir kosningar.
Er þá ekki upplagt að vera minnsta kosti vel undirbúin fyrir þann glundroða sem mikil hætta á er að myndist?
Spáið í það! Er ekki besta leiðin fyrir að hópur manna sem víðast úr þjóðfélaginu sé valið saman til í sérstaka framfarastjórn til að koma réttlætinu á? Að lagfært væri þau mál sem þarf að lagfæra. Eins og þau mál sem hafa verið efst á baugi, verðtryggingin, lánamál og íbúðamálin? Það er alveg á hreinu að sú væri réttasta leiðin út úr þeim málum sem þarf að vinna að. Að sá hópur setti sér áætlun að klára verkefnin á sérstökum fyrirfram ákveðnum tíma. Og vinni á annan hátt heldur en alþingi hefur gert. Tildæmis að allir fundir sé við borðin í stað þess að nota ræðupúltin þó að slíkt sé freystandi.
Það er því skynsemi að kjósa ekki!
Alla vega þá er ég alveg ákveðinn að nota skynsemina og mun ekki mæta til að kjósa! Það eru fyrir mig svo ótal ástæður að kjósa ekki. Hinsvegar mun ég vera sjáanlegur út um alla Reykjavík þennan dag með barmmerki þar sem ég verð slagorðunum Ég kýs ekki á alþingi. "Ég vil réttlæti"
____________
En ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til aðstæður þess að þeir sem ekki kjósi geti fengið miklu meira vægi heldur en tíðkast hefur hér á Íslandi. Allavega set ég fram hér þær pælingar mínar hér fyrir neðan.
Nú munu sumir kannski segja að atkvæðið sé dautt ef ég kýs ekki. Ég spyr á móti!: hvað ef undir 50% þjóðarninnar ákveður að kjósa ekki og mikill hluti þeirra segir um leið hversvegna?
Ég kýs ekki, ég vil réttlæti
Þettar er draumur minn!!!!!
______________________________________________________
Í því skyni bjó ég til þetta skjal fyrir nokkrum dögum:
______________________________________________________
Við krefjumst réttlætis
Við erum hópur fólks á Íslandi sem viljum mynda manneskjulegt og réttlátt samfélag. Í því skyni munum við vera áberandi úti í þjóðfélaginu fyrir næstu alþingiskosningar.
Við leggjum til eftirfarandi:
Að fá fólk til að kjósa ekki í næstu alþingiskosningum og tjáum okkur meðfram því sérstaklega hversvegna (öll með sömu orðum).
Hópurinn safni inn fólki hér og þar af öllu landinu. Sem vinnur að því að safna inn fólki og að dreyfingu slagorðana.
Takmark okkar er að kosningaaðsókn fari vel undir 50% til að mynda aðstæður fyrir sérstakri stjórn sem sæi um að taka á helstu málunum í þjóðfélaginu, einskonar stjórn utan þingsins.
Takmark okkar að stuðningurinn verði það mikill að hópurinn njóti svo mikils prósentu fylgis, eða til jafns við þann flokk sem yrði stærstur í prósentutölu eftir kosningar.
Tökum dæmi:
Ef Sjálfstæðisflokkur fengi 28% fylgi af þeim 48% sem kjósa,
Þá fengjum við allavega 29% af þeim 52% sem kjósa ekki.
Leitað síðan yrði til Forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars til að styðja við tillögur okkar að mynda utanþingsstjórn vegna aðstæðnanna. Þessir aðilar settu sér sérstök markmið sem yrðu síðan borin undir forsetann.
Unnið væri sérstaklega á að vinna velja þau mikilvægustu atriði sem þarf að lagfæra og leggja þau fyrir forseta.
Við viljum Manneskjulegt og Réttlátt samfélag
Við viljum að umhverfi vinnustaðarins alþingis verði breytt og alþingi gert manneskjulegt.
Við viljum að tekin verði sérstök atriði og unnið að þeim utan alþingis. Og að þau verkefni verði sett á sérstök tímamörk.
Við viljum að á þessu tímarki muni sú stjórn vinna saman að réttlætislausnum á aðalvandamálum fólks í landinu.
Við krefjumst réttlætis
Sunnudagur, 3. febrúar 2013
Dómur þjóðar
Gott fólk. Við sem lifum og hrærumst í því umhverfi sem okkur er boðið upp á, þekkjum best hvernig málin standa hjá okkur. Ekki stjórnmálamenn sem segja það sem þeir vilja, hver svo sem staðan er. Aðeins við sem finnum fyrir því vitum um það. Hversu slæmt við höfum það.
Þjóðin mun dæma alþingismenn fyrir Icesave málið. Upphaf þess og endir. Ekki bara ríkistjórnina fyrir samingana, heldur líka þingmenn sem samþykktu. Eðli þess er einfaldlega það að fólk tryggir ekki svindl fjárglæframanna. Eðli þess er líka það að aldrei skal þeirri hugsun koma inn hjá fólki að það eigi að ganga gegn eigin sannfæringu og gera eitthvað sem það er óréttlátt að gera. Slíkur hugsunarháttur er óheiðarlegur og á tvímælalaust að fara burt úr íslenskum stjórnmálum. Að minnsta kosti fyrir þær sakir einar eru stjórnmálamenn sem hvöttu þjóðina til fara gegn eigin réttlæti með réttu dæmanlegir. Þjóðin dæmir.
Almenningur vill ekki óheiðarlega stjórnmálamenn sem bera enga virðingu fyrir þjóðinni.
Þjóðin lætur ekki bjóða sér upp á hvað sem er!
Á sama hátt og dæmt var í Icesave málinu þjóðinni í hag mun þjóðin dæma stjórnmálamenn fyrir gjörðir sínar og aðgerðarleysi vegna hrunsins.
Þjóðin mun dæma fyrir allar þær klyfjar sem hafa verið lagðar á almenning þessa lands.
Þjóðin sjálf mun leiðrétta kjör almennings, þar á meðal aflétta verðtryggingu, ofurlánavöxtum og tryggja það að fjölskyldur sundrist ekki vegna hrunsins. Við erum búin að fá algjörlega nóg!
Réttlæti verður komið á til þess fólks sem er búið að, eða við að missa eignir sínar vegna okurlánavaxtanna.
Öryrkjum verður aflétt öryrkjadómurinn og komið verður á réttlátri tekjutryggingu til þeirra. Og kjör aldraðra leiðrétt.
Við viljum réttlæti, burt með skuldaánauð, enga fátækt, burt með deilur. Við viljum heiðarleika á alþingi, að þingmenn sýni þjóðinni virðingu sem og allir stjórnmálamenn sín á milli. Við viljum burt með ofurvald og tryggja að þeir sem ráða geti ekki gert það sem þeim sýnist gagnstætt vilja landsmanna. Við viljum að það verði tekið vel á móti fólki með skoðanir. Við viljum jákvæð viðbrögð við þeim.
Uppgjör hrunsins er því langt í frá búið á Íslandi. Það verður ekki búið fyrr en að afleiðingum þess verður aflétt af almenningi. Við ætlum ekki að bíða í fjögur ár, átta ár, eða sextán ár til þess. Í stað þess krefjumst við að allt verði leiðrétt á þessu ári.
Ég tilheyri þeim hópi fólks sem hefur engva trú á að nýir alþingismenn, gamlir og nýir flokkar geri mikið til að leiðrétta kjör almennings með neinni alvöru.
Ég tilheyri þeim sem telja engan tilgang með að kjósa inn á það alþingi sem hefur ekkert breyst til að auka traust fólks á þeim vinnustað.
Ég tilheyri þeim hóp sem hefur einlæga trú á því að nú hafi almenningur valdið til að breyta fyrir alvöru. Á þann hátt mun ég vinna hvað ég get fyrir næstu kosningar. Og ég mun hvetja fólk til þess sama.
Ég hef mikla trú á því að fullt af fólki á Íslandi sé sama sinnis.
Þjóðin hefur valdið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)