Kosningabylting

*  í liðið, þá fór hver að öðrum, til að allt riðlaðist í smáa flokka.
* þá skrámir það ljós fyrir augu mér, að mér verður ekki að skapi.

* og þegar lýðurinn kemur þar að þá rennur það út eins og heitar lummur.
* en saga sú var misjöfn að atgervi, að nokkru eða sumu leyti, hálfvegis.

KOSNINGABYLTING

Aldrei hefur verið eins tækifærið og nú til að renna inn í framtíðina saman. Ef við gerum það ekki núna þá verður sennilega aldrei af því. Hinsvegar verðum við að tempra viðmót okkar hvort sem við styðjum hægri, miðju, vinstri, eða ekkert af því, þá sjáum við að allir hafa bæði nokkuð til síns máls og ekki til síns máls. Spáið í það. Það er fullt af fólki sem er sárt og reitt yfir því hvernig stjórnmálamenn hafa komið fram það. Hvað þeir hafa gert og ekki gert. Það er því réttlát krafa að okkur sé bættur skaðinn af hruninu. Hinsvegar yrði réttlætið sett í fyrsta sætið!

Hvað er réttlæti?


Er ekki frumskilyrði að allir hafi það réttlæti að vera skuldlaus og hafa í sig og á? Er þetta ekki einmitt öflugasta dæmið um mismunun fjármálakerfisins á milli manna? Er það ekki það ekki augljóst að ef fjármálakerfi hrynur þá gengur það ekki upp! Vinna þarf að nýju kerfi. Það er rökréttast.


Er það ekki réttlæti líka að okkur sé boðið upp á það val að efla okkur sem manneskjur í því þjóðfélagi sem væri boðið uppá?

Er það ekki réttlæti líka að geta boðið börnum okkar sanngjarna framtíð án erfiðleika þess að lendi í ýmsum fjárhagslegum áhyggjum sem að mestu til við unnum ekki til. Þó kannski megi  sumstaðar um það deila hverjir eiga skilið eða ekki. 

Flokksvani

Á Íslandi virðist fólk haldið þeirri hræðslu við breytingar, jafnvel þó að það vilji breytingar. Það gerist því oft að fólk fer að kjósa það gamla aftur út vananum. Einskonar Stokkhólmsheilkenni.

Það er hinsvegar svo að við íslendingar förum alltaf að gömlum vana að setja skoðanir okkar inná og ætla okkur að þeir sem kosnir verða muni breyta einhverju. Að koma með kröfunar inn í stórgallað kerfi. Gallaðan vinnustað sem við berum mjög lítið traust til vegna þeirra vinnubragða sem þar fara fram. En flest okkar höfum við séð hvernig sá vinnustaður hefur verið undanfarið kjörtímabil. 

Er ekki raunhæft að segja að það sé fáránlegt að okkur sé ætlað að kjósa inn á það sem tók réttlætið okkar burt og ætlar ekki að gefa það til baka sem var tekið?.  Hvaða er rökrétt í því að halda í það sem hefur brugðist okkur!? Er eitthvað haldbært í því að kjósa sér  nýtt fólk, inn á þann vinnustað sem er óbreyttur, jafnvel þó að það fólk séð ábyggilega kannski bara það ágætasta? Eða þann flokk sem ætlar sér lítð að fyrir alvöru að gera til að lagfæra. Mundum við bara ekki sjá það sama gerast aftur, að fólk flýi flokka sína þegar að það getur ekki farið eftir öllum óraunhæfu kröfum sem þeir gera.

Stjórnarkreppa

Það er mín skoðun að upp séu að koma þær aðstæður að mjög líklegt verður stjórnarkreppa eftir næstu kosningar. Að ýmsir flokkar munu eiga erfitt að mynda stjórn. Helgast það af ýmsum þeim ástæðum sem hér fyrir neðan eru nefndar. Er þetta síðan ekki bara sem alveg búast má við þegar að mikið hefur gengið á úti í þjóðfélaginu og margt verður til.

1. Til að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gæti unnið saman þurfa þeir flokkar að gera með sér sáttmála ríkistjórnar.  Í ljósi síðustu daga og atburða þá er það alveg ljóst að erfitt verður að mynda ríkistjórn með þessum flokkum því að þá þyrtu hinir að svíkja loforiðin. Eins og tildæmis Framsókn með verðtrygginguna. Það er því alveg ljóst að þessir flokkar geta ekki unnið saman nema að svíkja kjósendur sína.

2. Það hefur lengi verið ljóst að þjóðinn vill ekki inn í esb. Eins og skoðanakannanir hafa hvað eftir annað gefið til kynna. Því er nú nokkuð ljóst að hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur geta myndað stjórn saman við þann flokk sem hefur framhald esb á stefnuskrá sinni. Eins og tildæmis Samfylkingin.

3. Það er nokkuð ljóst að gefa þarf Samfylkingunni frí vegna þess að þeir hafa verið í ríkistjórn í 8 ár. Sem er alveg nóg. Það er því mjög líklegt að enginn annar flokkur vilji semja við hann. Nema þeir sem eru honum sammála í utanríkismálum. En raunhæfast er að segja að það sé ekki nóg. Slíkir flokkar nái ekki meirihluta. Sem er auðvitað það augljósa miðað við afstöðu meirihluta þjóðarinnar til þessara mála.

4. Varðandi Vinstri Græna þá virðist svo vera að esb málið hafi afgerandi áhrif á stuðning við þann flokk. Eitthvað mikið þarf til þess að aðrir flokkar vilji semja við þá.

5. Hvað litlu flokkana varðar þá virðist svo vera í raunveruleikanum að enginn þeirra fái mann inn á þing. Að minnsta kosti yrði það þannig að sá flokkur sem hugsanlega kæmi manni/mönnum inn, hefði lítið að segja í stjórnarandstöðu.  Slíkt er alveg augljóst hvað varðar þetta kjörtímabil.

Það er því nokkuð ljóst að erfitt verður að mynda nýja ríkistjórn eftir kosningar.

Er þá ekki upplagt að vera minnsta kosti vel undirbúin fyrir þann glundroða sem mikil hætta á er að myndist?

Spáið í það! Er ekki besta leiðin fyrir að hópur manna sem víðast úr þjóðfélaginu sé valið saman til í sérstaka framfarastjórn til að koma réttlætinu á? Að lagfært væri þau mál sem þarf að lagfæra. Eins og þau mál sem hafa verið efst á baugi, verðtryggingin, lánamál og íbúðamálin? Það er alveg á hreinu að sú væri réttasta leiðin út úr þeim málum sem þarf að vinna að. Að sá hópur setti sér áætlun að klára verkefnin á sérstökum fyrirfram ákveðnum tíma. Og vinni á annan hátt heldur en alþingi hefur gert. Tildæmis að allir fundir sé við borðin í stað þess að nota ræðupúltin þó að slíkt sé freystandi.


Það er því skynsemi að kjósa ekki!


Alla vega þá er ég alveg ákveðinn að nota skynsemina og mun ekki mæta til að kjósa! Það eru fyrir mig svo ótal ástæður að kjósa ekki. Hinsvegar mun ég vera sjáanlegur út um alla Reykjavík þennan dag með barmmerki þar sem ég verð slagorðunum Ég kýs ekki á alþingi. "Ég vil réttlæti" 

____________

En ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til aðstæður þess að þeir sem ekki kjósi geti fengið miklu meira vægi heldur en tíðkast hefur hér á Íslandi. Allavega set ég fram hér þær pælingar mínar hér fyrir neðan.

Nú munu sumir kannski segja að atkvæðið sé dautt ef ég kýs ekki. Ég spyr á móti!: hvað ef undir 50% þjóðarninnar ákveður að kjósa ekki og mikill hluti þeirra segir um leið hversvegna?


Ég kýs ekki, ég vil réttlæti


Þettar er draumur minn!!!!!

______________________________________________________

Í því skyni bjó ég til þetta skjal fyrir nokkrum dögum:

______________________________________________________

Við krefjumst réttlætis


Við erum hópur fólks á Íslandi sem viljum mynda manneskjulegt og réttlátt samfélag. Í því skyni munum við vera áberandi úti í þjóðfélaginu fyrir næstu alþingiskosningar.

 

Við leggjum til eftirfarandi:


Að fá fólk til að kjósa ekki í næstu alþingiskosningum og tjáum okkur meðfram því sérstaklega hversvegna (öll með sömu orðum).

 

Hópurinn safni inn fólki hér og þar af öllu landinu. Sem vinnur að því að safna inn fólki og að dreyfingu slagorðana.

 

Takmark okkar er að kosningaaðsókn fari vel undir 50% til að mynda aðstæður fyrir sérstakri stjórn sem sæi um að taka á helstu málunum í þjóðfélaginu, einskonar stjórn utan þingsins.

 

Takmark okkar að stuðningurinn verði það mikill að hópurinn njóti svo mikils prósentu fylgis, eða til jafns við þann flokk sem yrði stærstur í prósentutölu eftir kosningar.


Tökum dæmi:

Ef Sjálfstæðisflokkur fengi 28% fylgi af þeim 48% sem kjósa,

Þá fengjum við allavega 29% af þeim 52% sem kjósa ekki.


Leitað síðan yrði til Forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars til að styðja við tillögur okkar að mynda utanþingsstjórn vegna aðstæðnanna. Þessir aðilar settu sér sérstök markmið sem yrðu síðan borin undir forsetann.


Unnið væri sérstaklega á að vinna velja þau mikilvægustu atriði sem þarf að lagfæra og leggja þau fyrir forseta.

 

Við viljum Manneskjulegt og Réttlátt samfélag

Við viljum að umhverfi vinnustaðarins alþingis verði breytt og alþingi gert manneskjulegt.

Við viljum að tekin verði sérstök atriði og unnið að þeim utan alþingis. Og að þau verkefni verði sett á sérstök tímamörk.

Við viljum  að  á þessu tímarki muni sú stjórn vinna saman að  réttlætislausnum á aðalvandamálum fólks í landinu.


Við krefjumst réttlætis

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hef ekki kosið í 10 ár og ætla ekki að gera það núna.Ég er fylgjandi einstaklingskosningum og kannski er það að þróast út í það.Flokkunum þarf bara að fjölga um svona 300000.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.2.2013 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég kaus ekki síðast. En ég tjáði mig ekkert sérstaklega um það.

Hinsvegar væri alveg komið að því að leyfa alvöru persónukjör.

Varðandi skjalið þarna þá er það ekkert farið af stað og enn sem komið er bara svona hugmynd.

Fólk þyrfti að sýna vilja til að gera þetta!

Guðni Karl Harðarson, 17.2.2013 kl. 22:07

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ok.Guðni.Viljinn er til staðar hjá mér.Er tilbúinn að leggja þér lið í þessu eins og get.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.2.2013 kl. 08:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Guðni minn en þetta er eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt.  Sitja heima til að hafa áhrif, hvenær hefur það gefist vel?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 10:52

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er spurning hver sé áhugi hjá fólki að vinna að þessu. Það gæti þessvegna ákveðið að gera þetta sjálft. Það þarf ekki annað en að setja slagorðin á spjald sem gæti verið þessvegna rautt (eða annar litur).

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2013 kl. 15:18

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur það er eins og þú hafir ekki lesið þetta til enda. Hér er verið að gefa sérstaka yfirlýsingu meðfram því að kjósa ekki.

Þú hefur þá bara að hafa það eins og þú vilt. Ég sé nú ekki að þessi aumingja flokkur þinn muni ná inn neinu fylgi. Því miður. 

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2013 kl. 15:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann mun örugglega ná meiri árangri á málefnagrundvelli en að reyna að fá fólk til að sitja heima, eins og Jóhanna og Steingrímur gerðu á sínum tíma við Icesave.  Eða hvernig ætlarðu að koma þessum skilaboðum fram?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 15:59

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Örugglega meiri árangri en Dögun.

Hvernig eins og tildæmis fá fólk með. Því það er fullt af fólki með UPP Í KOK! 

Kannski með því að fólk tjái sig um þetta sín á milli.

Málefnin væri hægt að leysa í sérstakri stjórn sem sæi um að vinna að mest aðkallandi málunum.

Það er betra að vera vitur á undan en eftirá. Vittu til og hugsaðu um þetta þegar að þú sérð hvað gerist!

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2013 kl. 16:53

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég meinti: það væri örugglega hægt að ná meiri árangri en Dögun er að ná.
Með því að ákveða að tjá sig meðfram því að kjósa ekki og ná kosningu undir 50%

Ég yrði reyndar ekkert hissa á að það gerðist að kjörsókn verði sú minnsta í manna minnum.

Enda er jú vel slitið undan því sem upphaflega var farið af stað með hjá Dögun.

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2013 kl. 17:16

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jósef það mætti taka sig til og prenta út bréfið? Ég ætla allavega að prenta út alveg dopíu af þessu.

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband