Hvað er eiginlega þetta "Okkar Ísland"?

"Okkar Ísland" er hugsað sem samtvinnað kerfi almennings! Að inni á svæðum geti fólkið, almenningur unnið betur saman við, STJÓRNUN, STÖRF, AFKOMU og LEIK. Kerfið er sett saman sem heildarkerfi í nálægð samfélaga með stjórnun fólksins sjálfs. Í stað fjarlægðar sem stjórnar áfram sem yfirherrar yfir allt landið.

"Okkar Ísland" er hugsað sem viðsnúningur á Lýðræði= ALVÖRU LÝÐRÆÐI ALMENNINGS! Í því tekur almenningur beinan þátt í stjórnun og hefur aðal áhrif á útkomuna.

= Kosning er eingöngu inn í sveitarstjórn og sá sem er kosinn fer í hringrás valdsins með því að fara úr sveitarstjórn eftir ákveðinn tíma yfir í svæðisstjórn sem er miðlægt þorp með fólk í, svæðisstjórn, öðrum stöfum og kynningum starfa. Og síðan inn á Aðalþing. Þannig fær sá sem er kosinn að hafa mikil áhrif á stjórnun, í sveitarstjórn, á svæðisþingi sem svæðisþingmaður og síðan en ekki síst á aðalþingi sem landsþingmaður.

Í "Okkar Ísland" festist enginn í valdi og auðvelt að segja fólki upp starfi ef eitthvað misjafnt eða brot kemur upp í starfi þess.

"Okkar Ísland" er hugsað sem bein nálgun íbúanna! Eða 5 svæði landsins sem vinna jafnt til heilla fyrir land og þjóð.

Með því að hugsa hvert svæði með nokkuð mikla eiginstjórn þá er auðvelt að halda raunverulegu vægi á kosningu fólks til stjórnunar. Allir þeir sem eru kosnir lenda líka á endanum inni á aðalþingi og geta þar haldi á lofti aðalmálefnum síns svæðis.

Landið sem eitt kjördæmi er engin lausn því að með slíku kerfi geta fleiri verið kosnir inn á alþingi af öðrum landssvæðum heldur en hinum. Síðan mun öll stjórnun halda áfram fra Reykjavík sem yfirstjórn yfir allt landið. Vægið jafnast því ekkert.

Landinu skipt í 5 svæði er hinsvegar sterk lausn því að á hverju landsvæði vinnur heild íbúanna að sínum framgangi (í nálægð) og vægið helst innan svæðisins vegna þess að íbúar vinna fyrir svæðið fyrst.  En síðast sem þingmaður á aðalþingi. Á það svæði sem er stærst og með flesta íbúana væri passað upp á að það svæði eigi ekki meiri möguleika til eflingar heldur enn hin svæðin - af alþingi og aðalstjórn, með jöfnunarkerfi.

Í "Okkar Íslandi" koma fram fullt af hugmyndum um stjórnun. Sumar þeirra væri hægt að útfæra og vinna upp. Alltaf eru nýjar og nýjar hugmyndir að koma inn. Stækkar því skjalið stöðugt.

Dæmi um nýjar hugmyndir sem á eftir að setja inn í skjalið:

1. Varðandi þá hugmynd að losa fólk sem er í mestum erfiðleikum með greiðslur af íbúðum sínum og er í mestum vanda, með því að leysa íbúðirnar til Lánadrottins (samanb. hugmynd Lilju Mósesdóttir)

Það mætti bjóða fólki að þeir geti losnað úr skuldinni með því að Lánadrottinn leysi lánið  (íbúðina) til sín en með því skilyrði að það flytji út á landi þar sem fólkið fengi aðra sambærilega íbúð frítt (eða með mjög lítilli leigu sem passaði inn í launkjör viðkomandi fjölskyldu) og nýja íbúð úti á landi!

 = BURT ÚR GÖMLU ÍBÚÐINNI OG SKULDLAUS ÚT Á LAND Í AÐRA SAMBÆRILEGA ÍBÚÐ MEÐ NÝJA VINNU!

 2. Öllum almenningi tryggð menntun óðháð efnahag einstaklingsins. Sérstakur fjárhagslegur stuðningur til að fólk með lægri tekjur geti menntað sig. 

3. Þeir sem ætli að mennta sig verði fyrst gert skilt að ganga í erfiðisvinnu eins og fiskvinnu og verkamannavinnu. Gert til að auka virðingu fólks fyrir öllum störfum.

4. Sérstakt menntunarstig útreiknað þannig: Þeir sem hafi skilað af sér meiri vinnu skuli öðlast við það ákveðin stig til að fá að mennta sig og eiga kost á láni til menntunar. Mætti hugsa sér að stigin byrji hátt en minnki niður að núlli (öfugur=.

Þetta eru aðeins dæmi um nýjustu hugmyndirnar sem enn á eftir að setja inn í skjalið. 

******************************

Hér er svo nýjasta skjalið (án þeirra 4 hugmynda hér, sem enn á eftir að setja inn:

Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOC sem er eldri gerð af Wordskjali og flestir enn nota:

http://www.mediafire.com/file/yjn3zjmywty/1.04 Okkar Island.doc

 

Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOCX fyrir núverandi Wordskjöl

http://www.mediafire.com/file/myyooj2kyzm/1.04 Okkar Island.docx

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eitt af meginatriðum "Okkar Ísland" er sú staðreind að íbúarnir eiga auðveldar að vinna saman í nálægð inni á svæði að stór aukinni verðmætasköpun og nýrri nýtingu auðlinda okkar.

Guðni Karl Harðarson, 15.11.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband