Sunnudagur, 25. október 2009
"Okkar Ísland" númer 1.04 word skár
"Okkar Ísland" er nú orðið 44 síður á stærð og hefur tekið nokkrum lagfæringum.
Í "Okkar Ísland" 1.04 hafa verið gerðar lagfæringar og sett inn nýtt efni um grunnhugmynd að nýju Hagkerfi þar sem íslendingar þurfa ekki að lenda í sama vandamálum með skattahækkunum og niðurskurði við hver einustu fjárlög. Tildæmis þessi endalausu álögur á lægri tekjuhópa eins og aldraðir, öryrkjar og fólk á lægstu töxtunum.
Hér set ég skjalið beint inn á bloggið til að byrja með. Hér má nálgast það og þegar að færsla þessi færist neðar í blogg röðina mun ég setja inn þessa sömu bloggfærslu til að fólk þurfi ekki að fletta neðar á bloggið mitt ef það vill ná í skjalið.
Breytingar og viðbætur munu svo koma inn fljótlega eftir því sem bætist við hugmyndina.
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOC sem er eldri gerð af Wordskjali og flestir enn nota:
http://www.mediafire.com/file/yjn3zjmywty/1.04 Okkar Island.doc
Hér er "Okkar Ísland" nr. 1.04 DOCX fyrir núverandi Wordskjöl
http://www.mediafire.com/file/myyooj2kyzm/1.04 Okkar Island.docx
örsmárar leiðréttingar voru á blaðsíðutali efnisyfirliti og allt nýtt inn var sett í orange lit.
þannig að þeir 3 sem voru búnir að sækja skjalið rétt eftir útgáfu þess þurfa ekki að sækja það aftur.
*14. Lokaorð og greinargerð.......................................bls.42 en ekki 36 eins og stóð
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt 26.10.2009 kl. 00:27 | Facebook
Athugasemdir
Viðbætur sem koma inn seinna ganga svolítið út á hvernig hægt væri að losa og samræma útgjöld (fyrir utan skuldir) og koma í veg fyrir niðurskurð þeirra útgjalda með því að útfæra útgjöldin öðruvísi og færa þau til. Eins og tildæmis hvernig væri hægt að samræma útgjöldin inn í svæðin meðfram með Landssjóði. Því þannig væri mögulega auðveldara að handlera þau.
Það er því mikil vinna enn fyrir hendi að fara yfir þessi mál.
Megin markmiðið að nýjustu endurbætum er að finna leið til að losna út úr þessum venjulegu fjárlögum. Enn sem komið eru viðbæturnar því frekar grunnur að hugsanagangi fyrir rekstur rikisins sem Landssjóð með Höfuðstól og minnka (helst losa alveg) út útgjöldin og líka setja skuldirnar til hliðar sem sjóði sem þarf að borga í.
Ein hugmynd er að þróast hjá mér sem er sú að það mætti verðlauna verðmætasköpun út á landi sérstaklega með ásókn í sjóð (varðandi útgjöldin) sem er innan Landsjóðs og í tengslum við Höfuðstólinn. En þessi hugmynd er að gerast í hugarfarveginum hjá mér og þróast þar. Þannig væri kvetjandi að hvert svæði stæði sig mjög sérstaklega vel í vermætasköpun með aukningu og þannig verðlaunað (hlutfallslega því mismunandi fólksfjöldiá milli svæða má ekki mismuna hverju svæð fyrir sig).
Í tengslum við þetta er bara spurningin hvort þessi hvatning kæmi beint frá aðal stjórn landsins, eða frá hverju svæði fyrir sig, eða bæði kannski jafnt fyrir bæði.
Höfuðstóll væri dálítið skipt niður og sett inn frá hvaða svæði peningar koma + aukning + útgjöld til svæðisins.
Inni á eldra "Okkar Ísland" hef ég sett inn dálítið um útgjöld og hvernig þau skiptast. Ég þarf að fara vel yfir það í samræmi við umfangþað nýja í hugmyndinni (Lanssjóður og Höfuðstóll).
Allt þetta verð ég að fara yfir á næstu dögum og vikum.
Guðni Karl Harðarson, 25.10.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.