Vel skiljanlegt

Ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til þátttöku í greiðsluverkfalli. Því ef staðið er saman þá neiðast stjórnvöld og lánastofnanir að koma nú fyrir alvöru koma að borðinu með samtökum Heimilanna til að ræða þessi mál og fá einhverjar alvöru úrlausnir.

Í stað þess að vera alltaf að mótmæla góðu málefni eins og sumir bloggarar gera þá vil ég nota tækifærið og leggja eitthvað til málanna ef ég get.

Það er ýmis mál sem ekki hefur á neinn hátt verið tekið á. Tildæmis er ég að hugsa um þessi aukagjöld á öllu. Nefna má síðan að ef skuldbreyta þarf láni þarf lántakandi að borga bankanum sérstakt gjald fyrir að breyta láni. Best væri að bankar bjóði fólki að skuldbreyta með tilfæringum á lánum milli mánuða eins og breyta höfuðstól. Tildæmis mætti hugsa sér að fólk gæti fengið tækifæri að breyta láni 3 til 5 sinnum í mestu erfiðleikunum á tímabili lánsins.

Ég er síðan dálítið á þeim skoðunum að fólk sem á í erfiðleikum verði að koma til ráðgjafa sem vinnur með því að halda utan um skuldirnar og passa upp á að þær fari ekki í mínus. Ég er að tala um að búa til stöðublað tekna og skulda eins og gert er vanalega, en með annari hugsun að baki eins og þá að fá aðstoð við að halda fjármálunum innan marka þegar að breytingar verða sem hafa áhrif á stöðu mála. 

Síðan fólk hugsar sér og þarf að taka lán tildæmis vegna óvæntra aukagjalda eins og dæmi að þvottavél verði ónýt eða bílinn bilar. Í stað þess að mæta beint í búðina eða á verkstæðið og kaupa vélina eða borgar fyrir viðgerð, þá mæta fyrst til ráðgjafa sem gefur ráð um hvað skal gera og til hvaða lánastofnana skuli leita. Og hvernig bregðast eigi við svona aukaútgjöldum. Og jafnvel aðstoðar persónuna við að fá lánið. Þá 1. mætir viðeigandi persóna með stöðublað til ráðgjafans til að meta stöðuna og 2. fer í bankann sinn (eða staðinn sem ráðgjafinn gefur) og sækir um lán, mætir með stöðublað til þess eftir að hafa fengið undirskrifaða ráðgjöf frá persónulegum ráðgjafa þar sem tekið er fram ráðlegging og um hvað málið snýst. 

Ég skrifa um þetta vegna þess að þeir sem eiga í erfiðleikum eiga kost á að fara til rágjafastofu heimilanna og fá ráðgjöf. Síðan eftir að búið er að fá þessa ráðgjöf þá lendir fólk alltaf í sömu erfiðleikum áfram með að standa undir þeirri ráðgjöf sem gefin er, einmitt vegna þess að það vantar að taka inn það hversu þjóðfélagið og greiðslustaða fólks breytist ört og gerir fólki alltaf erfiðara að halda utan um  mál  sín og halda sér innan þeirra marka sem laun þeirra segja til um, að vera ekki í mínus í hverjum mánuði. Mínus sem ört stækkar bara á milli mánaða. 

Ég legg til að þeim sem sækjast eftir og eiga í erfiðleikum verði boðið upp á persónulegum ráðgjöfum sem haldi utan um stöðuna og passi upp á fjármálin. Slíkur ráðgjafi yrði ekki ráðgjafi frá banka.

Ég er þá ekki að tala um þetta venjulega stöðumat og það sem er framkvæmt þegar mætt er til ráðgjafa hjá ráðgjafaþjónustu heimilanna.

Það eru alveg fullt af alvöru aðgerðum sem hægt væri að framkvæma til að laga stöðuna.


mbl.is Ekki hætt við greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þetta er hárrétt, það vantar sterkari ráðgjöf til fólks. Ein og allir vita þá er Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna stofnað og rekið af ríkinu og bönkunum. Þegar fólk fer þangað til að fá ráð þá er það í raun að tala við deild í bankanum. Þetta má glöggt sjá þegar skoðuð eru ráðin.

Ég tel að óháðir aðilar eða félagasamtök eins og Hagsmunasamtök heimilanna eigi að sjá um rekstur og stenfnu þessarar Ráðgjafastofu.

Axel Pétur Axelsson, 30.9.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér innlitið Axel.

Það eru til jú ráðgjafastofur í einkarekstri en ekki veit ég hvort þær fókusa beint á þetta atriði sem ég nefni hér í pistlinum. Hinsvegar ef svo er raunin þá finnst mér það ekki vera á bætandi aukakosnaður að borga sérstaklega fyrir slíka þjónustu. Dæmi: bílviðberð kostar kr. 60.000 og aukakosn. fyrir ráðgjöf upp á ca. kr. 10.000

Það sem þú nefnir er ég hinsvegar ekki alveg sammála. Meðal annars að það heimtar útfærslu vegna þess að það þarf jú að borga fólki laun fyrir veita slíka þjónustu. Ef að Hagsmunasamtök heimilanna ættu að koma þarna að þá þyrfti sérstaklega að finna þeim leiðir til að fá borgað fyrir þjónustuna.

Hinsvegar verður að tengja þetta einhvern veginn félagslega eins og tildæmis verkalýðsfélögin geti komið þarna að? 

Síðan mætti hugsa sér: Fyrst að Lífeyrissparnaður okkar lendir hvort því er að vera hálfdauður mætti kannski hugsa sér brot af því fari að borga fyrir svona sérstaka þjónustu. Eða atvinnurekandi og verkamaður skipti niður á milli að taka svona 1% eða 1/2 mánaðarlega af launum. Aðal atriðið er þó að fólk með litlar tekjur eiga ekki að þurfa að borga sérstökum ráðgjafarstofum í einkaeigu fyrir svona þjónustu! Þær ráðgjafarþjónustur gætu því beint sjónum sínum að efnaðri einstaklingum....

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband