Hvernig er það? -stutt-

Ef það kemur upp pattstaða í skák þarf þá ekki að byrja nýja skák til að fá úrslit?

Nú fáum við umræður fram og til baka um Icesave málið inni á þingi þegar að nýtt þing byrjar. Alveg eins og áður. Og svo mun ríkisstjórn (sem er ekki að vinna fyrir almenning í landinu) þvinga fram því sem hún vill eftir allt japlið og jumið fram og til baka.

Síðan fáum við ný viðbrögð frá Bretum og Hollendingum og þá tekur sama sagan við. 

Þetta mál er orðið algjört rugl..........


mbl.is Pattstaða í IceSave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Pattstaða þíðir nú bara að það hafi orðið jafntefli og ekkert frekar en við sigur annars hvors aðilans nein hvöð um nýja skák :P

Héðinn Björnsson, 23.9.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Héðinn ég veit nú margt um skákina og að í sumum keppnum þarf að fá niðurstöðu til að fá úrslit. Sértaklega ef báðir aðilar eru búnir að spila út sínum spilum ef svo má að orði komast í báðu samhengi hér.

Sem og þessari stöðu þó ekki keppni eigi að vera. Endanleg niðurstaða verður að fást. Að pattstaða sem byrjar með nýju þíðir jú að það verður að byrja upp á nýtt. Sem verður að gera í þessu máli að nokkru.

Spurning hvað þetta mál allt getur dregist á langinn. Kannski bara best að draga þetta sem lengst því það gæti komið í ljós að ekki þurfi að borga þetta og þaðan að síður almenningur í landinu.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband