Hvað skiptir mestu máli?

Hvort skiptir meira máli að ljúka þessu bölvuðu Icesave máli sem álögur á almenning eða að tryggja og verja almenning í landinu?

Afhverju er þessi stjórn ekki að hugsa meira um þau mál? Að bæta fólki tapið. Því ef viljinn er fyrir hendi þá væri það alveg hægt!

Bein fjártapsbót ætti að framkvæma handa fólki til að verja gegn því að álögurnar lendi á því. Endurgreiðsla úr Lífeyrissjóði þó ekki sé nema brot af inneign væri til þess fallinn að verja amk. verst stadda fólkið gegn frekari áföllum við frekari skattahækkunum og/eða verðhækkanir í verslunum eins og nauðsynjavöru.

 


mbl.is Margt hangir á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hornsteinn þessa þjóðfélags eins og allra þjóðfélaga eru heimilin. þeir sem loka augunum fyrir því eru að vonast eftir kraftavferki sem ekki er  í boði. Bankarnir eru sökudólgarnir í þessu rugli.

Ríkisstórn fallins lands hefur ekki möguleika á að vinna á meini þjóðarinnar nema við stöndum með henni og á móti bankaræningjunum, sem enn halda í spottana í bönkunum og halda okkur í gíslingu.

Stöndum með þessari ríkisstjórn svo hákarlarnir komist ekki að aftur og kreisti síðasta lífsneistann úr heiðarlega vinnandi fólki þessrar þjóðar.

Stöndum með okkur sjálfum en ekki bankaræningjum. Aðferðina finnur hver og einn í sínum eigin styrk og trú á að við erum miklu sterkari en búið er að reyna að telja okkur trú um.

Ég hef aldrey leyft neinum að ræna mig minni sannfæringu og komist langt á því.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.9.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Ríkisstórn fallins lands hefur ekki möguleika á að vinna á meini þjóðarinnar nema við stöndum með henni og á móti bankaræningjunum, sem enn halda í spottana í bönkunum og halda okkur í gíslingu.

Auðvitað á að standa á móti bankaræningjunum en það er ekki hægt að standa með ríkisstjórn sem ætlar sér ekkert að gera nema að setja þessi rán þessara bankaræningjana sem stórfelldar álögur á saklaust fólk sem hefur aldrei neitt misjafnt gert í sínu lífi. Get ég þar nefnt fullt af atriðum eins og tryggingu á sjóð fjárfesta (Icesave).

Við eigum að standa staðföst gegn því sem er verið að brjóta á okkur. Hvort sem það eru þessir ræningjar eða aðrir sem ríkisstjórn. 

Það er gjörsamlega alveg ljóst í mínum huga að enginn! Hvorki í fyrri síðustu stjórnum né þessari sem er eitthvað að gera af viti til að bjarga Íslandi út úr þessum vanda og að bjarga heimilunum út úr þeim erfiðleikum sem þau lenda í hvort sem er beinum eða óbeinum afleiðingum hrunsins.

Síðan á að selja landið okkar og auðlindir til erlendra gróðapostula í stað þess að byggja upp okkar auðlindir sjálf með alvöru þátttöku þeirra sem byggja þetta land og selja afurðinar innan lands sem utan. Vinnuafl og mannauður er nógur fyrir til uppbyggingar Íslands. Og án þess að vera alltaf að taka lán.

Síðan á að setja landið okkar inn í þetta ESB samband hvað sem það kostar og fyrirbyggja nú fyrir alvöru að við getum einhvern tíma tekið á okkar vanda sjálf með uppbyggingu í landinu. Áttum okkur á því að þurfum alltaf að fá leyfi fyrir öllu sem við viljum gera ef við göngum inn í þetta samband. Eins og tildæmis varðandi fiskveiðina og landbúnaðinn. Síðan munum lenda í stór vandræðum því við munum engin ráð haf gegn þeirri hloskeflu innflutnings á vörum í Landbúnaði svo dæmi sé nefnt.

Ég gæti svo sem haldið áfram hér endalaust en geri það ekki nú. Ég hef skrifað mikið um þessi mál á bloggi mínu. Þar á meðal komið með fullt af tillögum til bóta og sumar þeirra alveg frambærilegar.

Ég vil láta þig vita (og sést það ef þú skoðar inn í blogg mitt) að ég er orðinn alveg gjörsamlega flokka andstæðingur. Ég hef líka komið fram með smá skjal sem ég kalla "Okkar Ísland" sem ég lýsi skoðunum mínum um öðruvísi lýðræði fyrir almenning en ekki flokka.

Guðni Karl Harðarson, 23.9.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband