Sunnudagur, 20. september 2009
Einn lítill draumur um Jóhönnu og Össur
Aðfaranótt fimmtudagsins síðasta dreymdi mig þennan líka sérkennilega draum.
Ég átti (í draumnum) heima í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi með steyptum kjallara. Í draumnum leit út fyrir að kjallaraplássið væri notað fyrir dagheimili barna á aldrinum 3-7 ára. Allt í einu sé ég hann Össur vera kominn niður í kjallarann að klæða litlu börnin í skóna sína. Ég fylgist með en án þess að virða hann viðlits og tölumst ekki við né höfum augnsamband.
Svo stuttu seinna (í draumnum) hringir hún Jóhanna bjöllunni við aðal inngang á fyrstu hæðinni og ég fer til dyra.
-"Viltu nú ekki koma til baka í Samfylkinguna Guðni minn?" spyr Jóhanna.
-"Nei, nei, nei, nei, nei, aldrei vegna ESB" svaraði ég og hvað sterklega til orða.
Snýr þá Jóhanna sér fussandi við "puhh" og labbar niður tröppurnar.
Vaknaði ég svo rétt á eftir.
Er einhver sem getur ráðið í meiningu þessa draums?
Það er nú slæmt ef þau eru farin að vitja manns í svefninn líka Nóg kemur þetta lið upp í hugann svona dags daglega.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.