Tökum okkur saman og myndum nýtt Ísland með nýju Lýðræði fólksins

Það er ekki lýðræði á Íslandi því það er flokkslýðræði með ríkisstjórn sem æðsta ofurvaldið yfir fólkinu. 

Það er því blanda af flokks og stjórnarlýðræði. Lýðræði sem ríkisstjórn kýs að setja yfir lýðinn í landinu. En setja svo eigið vald og valdahroka yfir það sem almenningur alveg augljóslega vill. Stjórnin er æðsta valdið og skiptir sér ekkert hvað almenningur í landinu segir.

Þetta er staðreind en ekki fullyrðing! Nokkuð sem ég hef skrifað um í skjalinu "Okkar Ísland" fyrir löngu síðan.

Það er alveg ljóst að almenningur í landinu skiptir ríkisstjórn engvu máli. Kristallaðist það svo greinilega með því sem kom fram í þessu svokallaða Icesave máli þar sem ríkisstjórn fór á engvan hátt eftir því hvað almenningur vill.

Framtíð Íslands

Það er alveg ljóst að það mun aldrei komast á friður á Íslandi fyrr en að almenningur fær miklu meiru ráðið stjórnun landsins. Því þarf almenningur fyrir alvöru að koma að því að breyta stjórnkerfi Íslands þannig að Lýðræði fólksins verði ekki fótum troðið af misvitrum stjórnmálamönnum. En til þess að breyta stjórnkerfi landsins þarf að endurgera Lýðveldið Ísland og það verður ekki gert nema með nýrri stjórnarskrá.

Eftir að fara yfir málin er alveg ljóst að íslendingar sjálfir verða sem mest að koma að því verki að búa til nýtt Ísland! En til þeirra verka verður almenningur að koma til verka frá grunni en ekki einhver hópur fámennra manna sem ætlar sér að hafa algjört vit fyrir almenningi og hefur með því (ómeðvitað eða meðvitað) litla virðingu fyrir ákvörðunum almennings í landinu.

En til þess að almenningur hafi eitthvað að segja um framtíð nýs Íslands verður hann að koma að því á sem mestan hátt að mynda þetta nýja Lýðveldi.

Það er alveg ljóst að almenningur á Íslandi mun aldrei verða ánægður með nýja stjórnarskrá þar sem æðstu valdhafar ætla sér að hafa æðsta vald yfir hvernig nýtt Ísland verður í framtíðinni. Því verður almenningur að koma mikið og sterklega að málinu frá byrjun til enda.

Eins og segir í skjalinu mínu "Okkar Ísland" þyrfti að skipta landinu niður í 5 hluta vegna þess að í nálægð vinnur fólkið best saman. Einnig til þess að hægt væri að setja í gang nýtt Lýðræði fólksins þá verður þannig fyrirkomulag að verða til að sjálfsögð skipting og tilfærsla á valdi funkeri rétt. Með nýju Lýðræði er átt við því að hægt væri að setja í ganga nýtt Lýðræði fólksins þar sem fólkið vinnur saman að því sjálft að taka ákvarðanir. En til þess þarf valdskiptingu og valdatilfærslu. 

Ef ég, eða þú yrði valinn í til stjórnunar þá hæfist starfið í sveitarstjórn í ákveðinn tíma en færist svo yfir í starf sem þingmaður á svæðisþingi, einnig í ákveðinn tíma. Starfið endaði þannig með þingmennsku á aðalþingi landsins, einnig í ákveðinn tíma. En þannig fæst þessi hringrás.

Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að það væri fólkið sjálft sem tækju ákvarðaninar sem ráðnir embættismenn svo framkvæddu.

Leiðin að markinu

Það er alveg ljóst að til að endurgera Lýðveldið Ísland þá þurfum við að gera okkar eigin séríslensku stjórnarskrá, en ekki danska. En til þeirra verka þarf að vanda mjög og skipta verkinu niður í hluta. Til þess að almenningur komi sem mest að verkinu þarf að setja upp varðaða leið að markinu. 

1. almannaþing

Að fyrstu þarf fólk að eiga þess kost á að taka þátt í almannaþingi sem hefði það verkefni að koma að stefnu þeirri sem Ísland skuli taka til framtíðar. Almannaþing væri þannig hugsað sem vörður almennings sem ákvarðar ýmis mál eins og tildæmis hvernig skal unnið, hvenær, hversu lengi og hvað tekið sé fyrir á stjórnlagaþingi. Síðan kjósa fólk sem vinni að stjórnlagaþingi.

Almannaþing mætti hugsa sér færanlegt þannig að hópur manna kæmi saman fyrst í hverju landshorni til skrafs og ráðagerða um þessi mál og útkoman yrði síðan tekin saman á aðal almannaþingi sem allir landsfjórðungar + höfuðborgarsvæði tækju þátt í. Hugsa mætti sér að það almannaþing færi annaðhvort fram í Reykjavík í góðu plássi. Eða á Þingvöllum undir stóru tjaldi.

2. stjórnlagaþing

Aðal verk sem stjórnlagaþing tæki að sér væri að mynda nýja stjórnarskrá Íslands. En starfsmenn stjórnlagaþings yrðu kosnir af almenningi af öllum landshornum landsins jafnt. Störf stjórnlagaþings má ekki vera ráðgefandi fyrir stjórnmálamenn því þar er unnið fyrir almenning í landinu.

3. þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá

Þegar að stjórnlagaþing hefði lokið störfum bæru þeir störf sín undir þjóðina og hún fengi að kjósa um stjórnarksrána í þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti að fara fram á einum stað því ætlunin væri að mynda nýtt Lýðveldi fólksins á Íslandi eftir að útkoma þjóðaratkvæðagreiðslu væri lesin upp. Ef ný stjórnarskrá væri ekki samþykkt af þjóðinni skal stjórnlagaþing halda strax áfram störfum og bera breytingar aftur upp fyrir þjóðina.

4. útkoma úr þjóðaratkvæðagreiðslu lesin upp fyrir þjóðina með tilheyrandi hátíðarbyrjun

Þá gerði fólk sér glaðan dag meðfram því að verið er að undirbúa nýtt Lýðveldi fólksins.

5. Nýtt Lýðveldi á Íslandi myndað 

Nýtt Lýðveldi myndað með tilheyrandi hátíðarhöldum með þátttöku almennings. Sáttmáli lesinn upp fyrir fólkið.

Þar sem Þingvellir eru helgasti staður Íslands þá er raunhæft að koma saman þar og mynda nýtt Lýðveldi.

Nú spyr ég hvort að þessi leið væri ekki einmitt sú leið sem væri skynsamlegust fyrir almenning á Íslandi. Fyrir framtíð Íslands? Er ekki sterkt að geta lagt fram svona einhverja leið fyrir Ísland að velja sér frekar en leið sem aðrir eins og erlendir aðilar hafi svo mikið að segja hvaða ákvarðanir við tökum í framtíðinni?

Er ekki einmitt sterkasta atriðið að við íbúar Íslands eigum að ráða sjálf framtíð okkar og taka okkar eigin ákvarðanir?

ÁFRAM ÍSLAND! veljum okkar eigin framtíð! EKKERT ESB kjaftæði!

Málið er að við getum gert þetta því stjórnvöld á Íslandi geta ekkert gert ef við fólkið sjálft ákvörðum að fara svona leið! Þá yrðu hreinlega tvær þjóðir í landinu og á endanum yrði ríkisstjórn að láta undan vilja fólksins!

Við erum fólkið í landinu og við getum gert þetta ef við viljum! Sama hvað ríkisstjórn segir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband