Gömul hugmynd frá mér sem væri hrein kjarabót

Ég horfði á félagsmálaráðherra í kvöld. Hræðilegt skylningsleysi gagnvart vanda heimilanna!

Guð minn góður segi ég nú bara?! Að jafna niður í rétta fjárstöðu á milli fyrirtækja og almennings. Hvaða bull er þetta! Svo segir hann að þetta eigi að taka fyrir á næsti þingi; í Október?!

Það er mjög brýnn vandi á heimilunum sem þarf að leysa strax! STRAX!

Ég ætla að nota hér tækifærið og nefna hér hugmynd sem ég hef ENN ekki sett inn í skjalið mitt "Okkar Ísland". 

Það er þetta: að þora að lækka laun þeirra hæstlaunuðu í einhverja tvo til þrjá mánuði og hækka laun þeirra lægst settu á meðan á móti! HREIN KJARABÓT!

Tildæmis svona: Allir þeir sem hafa laun fyrir ofan kr. 1.000.000 lækki niður í 800.000 krónur í tvo til þrjá mánuði og þeir sem eru með lægstu launin og síðan lika þeir sem eru undir 250.000 krónur hækki launin á móti!

Sanngjarnt?  ÓTVÍRÆTT SVAR ER JÁ!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig Geta menn Verið Helmungi Verðmætari en aðrir menn Þrefalt Verðmætari

og Upp í fimmfalt verðmætari ef menn er umeð milljón

Elsta launakerfi landsins er enn við lýði í sjávarútvegi svokallað hlutakerfi.

en í því kerfi er enginn með hærri laun en tvöföld lægstu laun

Enginnn með hærri laun en Tvöföld lægstu laun

Bestu kveðjur og Takk Fyrir Færslu þu er duglegur Guðni

Æsir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:11

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Æsir og þakka þér fyrir innlitið. Ég skil ekki alveg athugasemdina hjá þér.

Hugmynd þessi hjá mér að velja vissa flokka ath. vissa flokka niður fyrir 1.000.000 krónur í tvo til þrjá mánuði og hækka laun þeirra lægstlaunuðu á meðan. Ég nefndi þarna tölu en að sjálfsögðu mætti útfæra þetta. 

Aðalatriðið er: að tímabundið lækka hæstu launin um 200.000 krónur og á móti hækka þau lægstu um sömu tölu á meðan! Sanngjarnt!

Guðni Karl Harðarson, 28.8.2009 kl. 12:29

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Einfaldara:

1. Afskrift helmings erlendra húsnæðislána og breyting í íslenska mynt

2.  Viðurfelling vaxta sökum verðbólgu á húsnæðislánum í íslenskum krónum ár aftur í tímann.

3. Afskrift "verðmæta" sem liggja í skuldum fólks við bankana

Málið er að til að gera 1 og 2 þarf að gera 3 og það geta þessir jólasveinar ekki hugsað sér.

Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir er að í hruninu HURFU gríðarlegir fjármunir úr systeminu sem ekkert var á bakvið vegna hruns á trausti gjaldmiðla allan heim. Þeir sem glötuðu mestu trausti glötuðu svo mestu peningunum. Það er alveg kolvitlaust að borga allar skuldir, því þessar "skuldir" eru peningar sem aldrei var flugufótur fyrir. Þeim var pumpað út gegn því að fólk var búið að leggja inn peninga og bankar máttu lána 9 krónur á móti hverri einni krónu. Svo "sköpuðu" menn peninga úr engu eins og HHGissurarson benti á (og dásamaði) eins og frægt er orðið og tóku margföld lán út á þá með veði í... sjálfum sér í rauninni.

Fólk almennt bara SKILUR EKKI hvað peningar ERU í rauninni. Geturðu sagt sjálfum þér það í fáum orðum lesandi góður? Zeitgeist: Addendum útskýrir talsvert. Var sýnd tvisvar í sjónvarpinu fyrir skömmu. Vonandi sáu það sem flestir.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 19:19

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Átti auðvitað að vera "Niðurfelling" í #2

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.9.2009 kl. 19:20

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Rúnar og þakka þér fyrir innlitið. Zeitgeist Addendum sá ég í líka og er um margt sammála sem þar kemur fram. Þó ekki "The Venus Project" því það kerfi er nokkuð sem aldrei mun ganga í samskiptum manna! En förum ekki nánar út í það hér.

Einfaldara? Þetta sem þú skrifar mætti gera líka meðfram hinu! Það er nokkuð sem ég er þér alveg sammála um því að margar skuldirnar eru algjörlega ósanngjarnar og eins og þú segir aldrei flugufótur fyrir.

1. Svo sannarlega þarf að afskrifa og breyta í íslenska mynt

2. Niðurfelling vaxta á "sumum" lánum þarf að framkvæma en það er mat á vegna stöðu lánanna og þarf að setja upp lista. Einnig spurning hvaða lán það væru.

3. Afskrift verðmæta, já!

og 4. Taka verðtrygginguna burt og heimfæra lánin aftur fyrir verðtrygginguna. Þar að segja áður en hún var sett á. 

5. Búa til nýjan vaxtaflöt (vaxtafót) sérstaklega á Húsnæðislán og hafa sérlánavexti fyrir húsnæðilánin. 

6. Tryggja að ef fólk getur ekki staðið í skilum þá verði því tildæmis boðið upp á að lánagreiðsla þess mánaðar bætist við höfuðstólinn og án sérstakra vaxta!

7. Svo eins og hann Júlíus Björnsson (bloggvinur minn) hefur verið að skrifa um. Setja í gang sérstaka húsnæðisvísitölu.

Guðni Karl Harðarson, 3.9.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég átti auðvitað við í nr. 6 að upphæð mánaðarins bætist við höfðustólinn þannig að lánið framlengist fram í tímann um þann mánuð sem ekki var hægt að borga, eða að upphæð mánaðarins bætist við höfuðstólinn með lánstíma þann sama. Að það mætti velja þar um tvo kosti.

Mætti útfæra..........

Guðni Karl Harðarson, 3.9.2009 kl. 19:12

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, ég var ekki að mótmæla þér per-se. Frekar að bæta nokkuð þekktri speki í hugmyndapúkkið.

Og ja, Venus Project fær allt of mikið pláss í umræðunni um þessa mynd. Hún er hugvekja um fjármálakerfið, VP er uppástunga að lausn, sem mér finnst persónulega hræðilega gölluð, en VP kemur hugvekjunni líka nákvæmlega ekkert við.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.9.2009 kl. 20:06

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég veit að þú varst ekki að mótmæla! Allar góðar hugmyndir eru alltaf velkomnar út í umræðuna. Af öllum góðum Bloggum! Þannig verður jú til frekari umræður sem mætti nota á fundum um mögulegar leiðir.

Já. VP kemur umræðunni akkúrat ekkert við.

Guðni Karl Harðarson, 5.9.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband