Nú skulum við verja almenning -"Öryggisráð fólksins"

Nú lýtur allt út fyrir að Icesave verði samþykkt á alþingi. Því miður!

Í þeim tilgangi skrifa ég þessa bloggfærslu til alls góðs fólks sem vill koma að því að setja upp sérstakt "Öryggisráð fólksins" vegna Icesave. Sem hefði þann tilgang að finna allar leiðir til að koma í veg fyrir að almenningur þurfi að borga af Icesave!

"Öryggisráð fólksins" væri opið fyrir öllum góðum hugmyndum frá fólki sem gengju út á það að verja almenning gagnvart eins stærsta óþrifamáli sem alþingi ætlar að samþykkja!

"Öryggisráð fólksins" vegna Icesave hefur verið stofnað sem grúbba á facebook. Og eru allir velkomnir sem vilja stuðla að verja sig gagnvart því að þurfa að borga útaf þessu Icesave máli!

Þú getur líka skrifað hér í Athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Kondu sæll Guðni

ÞAÐ ER BARA EIN LEIÐ EF ÞEIR SAMÞIGGJA SAMNINGIN ER UPPREISN OG RÁÐAST INN Á ÞING OG SEGJA ÞEIM UPP OG ÓGILDA SAMNINGIN.

Jón Sveinsson, 27.8.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Jón og þakka þér fyrir innlitið. Ég skil vel reiði þína! Ég er ofsareiður sjálfur. En þó við segjum þetta þá látum við ekki verða af því! Ofbeldi borgar sig aldrei.

Ég skal segja þér þó að allt sem þetta fólk gerir gagnvart fólkinu er og verður uppsafnað! Það mun láta undan ef við tökum okkur saman! Og hvað gerist þá?

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 16:06

3 Smámynd: Jón Sveinsson

JÁ SATT SEGIRÐU JÚ MAÐUR GETUR VERIÐ REIÐUR ÞAÐ ER STUNGUM GOTT AÐ HLEYPA ÞVÍ ÚT ÞÓ EKKI NEMA Á PRENTI,TAKK FIRRIR MIG

Jón Sveinsson, 27.8.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég hef stundum líka gert það sama! Hleypt reiði minni út á prenti. Síðan hef ég oft látið reiðina út sem háð ef ég er á þeim buxunum! En það er alveg ljóst að við verðum að gera eitthvað sterkt til að koma í veg fyrir þetta og verjast þessu! 

Ég er að vinna í að senda alþingismönnum email þar sem ég segi frá því að fólkið í landinu muni gera allt til að verja sig gegn þessu.

Samvinna við gott fólk er alltaf vel þegin! 

En það sem ég vil bæta við hér!: strax í vetur mátti sjá hvert stefndi og ég hef alltaf bundið vonir við að ríkisstjórnin falli vegna þessa máls. Hún skal gera það!.......................En þá verðum við að halda ótrauð áfram að herja á þetta mál á alla vegu!

Guðni Karl Harðarson, 27.8.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband