Á að svíkja þetta í gegn?

Ég neita að trúa því að stjórnarandstaðan ætli sér að snúa sér í þessu máli. Takmarka greiðslur við 2,2% af landsframleiðslu?

Við þurfum að sýna það út á hvað fundurinn gekk í gær! Að það þjóðin vill ekki að samþykkt verði ríkisábyrgð á Icesave og fara eigi aftur í nýjar samningarviðræður. Þá á öðrum forsendum! Þingmenn eiga að taka mið af því!

>Stjórnarandstöðuflokkarnir töldu 3,5 prósent alltof hátt og vildu fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, takmarka greiðslurnar við 2 til 2,2 prósent af landsframleiðslu. Þá vildu þeir einnig setja fyrirvara um að ef enginn hagvöxtur yrði þá yrði ekki greitt út til Hollendinga og Breta.

Enginn hagvöxtur því hvenær ætla þeir þá að byrja að borga? Eftir 10 eða 20 ár? Því ætla má að það taki ríkisstjórn svo langan tíma að ná fram Hagvexti. Ekki er jú þessi ríkisstjórn að koma fram með neinar leiðir til að auka landsframleiðslu. Engin verðmætasköpun í gangi svo það er alveg ómögulegt að sjá hvernig við höfum efni á þessu! Eftir þessu þá mundum við ekkert þurfa að borga næstu árin því við þyrftum bara að passa okkur að vera ekki með neinn hagvöxt!

 

 


mbl.is Engar greiðslur án hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það skrítna í umræðunni, er að þ.e. eins og við skuldum bara Icesave, á sama tíma að skuldir Íslands í erlendum gjaldeyri eru áætlaðar 2.104 milljarðar = 1,47 VLF.

Auðvitað lækkar þetta, ef við drögum Icesave frá. 

Síðan lækkar þetta enn frekar, ef við drögum lán til eflingar gjaldeyrisvarasjóði, frá.

Síðan lýðveldið var stofnað, má benda á, að einungis má tína saman 6 ár, ekki samliggjandi, þ.s. afgangur af gjaldeyris reikningi þjóðfélagsins hefur verið 3,3% eða hærri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.8.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Allar skuldir íslenska ríkisins eiga á engvan hátt skilt við Icesave! Því Icesave er þar algjörlega undanskilið! Það er því ekkert að draga frá!

Málið er að ríkisstjórn og alþingismenn skilja þetta ekki og gera alltaf ráð fyrir að Icesave eigi að vera skuld sem hún er ekki. 

Ég hef alltaf sagt að hægt væri að nota eignamyndun til að borga upp Icesave. Með slíkri eignamyndun væri íslenska þjóðin ekki að borga af lánum!

Guðni Karl Harðarson, 16.8.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, talan sem ég sendi þér, inniheldur upphæð Icesave lánsins,,,þannig, að eðlilegt er þá skv. þínum orðum, að draga þá upphæð frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Einar ertu ekki eitthvað að misskilja mig? Hvar voru þetta mín orð? Ef ég hef einhversstaðar hef sagt það þá hef ég verið að gefa tilvísun í hvernig þeir vilja hafa það en ekki að við ættum.......

Endilega skýrðu út fyrir mér hvar þetta er samkvæmt mínum orðum. Þá fer ég yfir það.

Mér finnst þetta með hagvöxtinn hjá þeim vera bæði barnalegt og asnalegt. Ég spyr bara. Væri kannski von þarna í því að Bretar og Hollendingar neiti þessu vegna þess að það verður enginn hagvöxtur hér á næstu árum?? Ekki amk. eins og landinu er núna stjórnað.

Guðni Karl Harðarson, 17.8.2009 kl. 01:59

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér fannst spá Hagfræði-st. HÍ miklu líklegri, en hinar spárnar, þ.e. að nokkur hagvöxtur verði fyrsta kastið, meðan verið er að vinna niður slaka, síðan verði hann um 2% frá 2013.

Einnig þeirra spá, að nokkur gjaldeyrisafgangur myndi verða fyrsta kastið, en síðan yrðu hann "0" frá og með 2013.

Þetta er allt í samræmi við hvernig hagkerfi Íslands, hefur vanalega hagað sér á Lýðveldistímanum.

Spurningin er helst, hvort þeir hafi tekið í spá sinni nægilegt tillti til sérstæðni núverandi kringumstæðna.

Þeir viðurkenna, að mikið álag á hagkerfið vegna skuldabyrði, dragi úr hagvexti þó þeir hafi ekki slegið mati á, um að hvaða marki á að setja "discount" um væntingar um hagvöxt vegna þess.

Svo, þ.e. sannarlega vel hugsanlegt, að lesa megi úr þeirra spá, að þegar tekið hafi verið tillit til þeirra neikvæðu áhrifa skuldabyrðarinnar, á efnahagslega framvindu, þá sé hagvöxtur á næstu árum minni en 2%, eða jafnvel minni en 1%.

---------------------------------------------------------------

Ég sé bara 2. kosti, þ.e. að reyna að ná fram niðurfellingu skulda, almennt. Eða, að lýsa fljótlega yfir "default".

Það má vera að seinni leiðin sé líklegri, sbr. skoðanakönnun sem byrt var í dag á RUV.is, þ.s. fram kemur mjög mikil tortryggni frá erlendum bankamönnum og fjárfestum gagnvart Íslandi og ísl. stjórnvöldum. Þeir hafa brennt sig ílla á viðskiptum við okkur, svo það má vera, að mjög örðugt verði, að ná fram nokkurri samvinnu við þá, fyrr en þeim hefur runnið reiðin að einhverju leiti.

Svo, það má vera, að neita greiða, að fara Argentísku leiðina, sé eina valið í stöðunni, fyrir utan uppgjöf eins og Samfylking leggur til.

------------------------------------------------

Við skulum muna, að það ástand verður ekkert gamanmál.

  • vöruskömmtun.
  • staðgreiðsluviðskipti um innflutning.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband