Ákall til þjóðarinnar!

Næsta vika gæti orðið sú mikilvægasta í sögu Íslands!

Nú stendur íslenska þjóðin frammi fyrir því að þessi ríkisstjórn ætli sér að koma í gegn og fá samþykkta ríkisábyrgð á Icesave samningi á alþingi. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar sé andvígur samningnum. Þannig er gengið þvert gegn vilja fólksins. Jafnvel þó að Samfylkingin hafi lofað fyrir kosningar að fara eftir vilja fólksins. Sem er því merkingarlaust kosningaloforð.

Nú er heitt í kolunum á Íslandi og aldrei fyrr hefur eins verið þörf á að fólk komi saman og mótmæli á Austurvöll. Það er svo heitt í fólki að miklar líkur á er að fólkið í landinu taki sér til og geri nú fyrir alvöru byltingu.

En hvað gerist ef ríkisábyrgð verður felld á alþingi? Alþingismenn verða að átta sig á að þeir verða að standa við hlið almennings í landinu.

Saga Íslands getur ekki orðið öðruvísi! Því ef alþingismenn standa gegn vilja fólksins þá sér fólkið alltaf betur og betur ofrýki stjórnmálamanna og missir fyrir alvöru allt traust á þeim! Og þá getur þetta ekki endað nema á einn hátt. Fólkið í landinu mun standa upp og segja: hingað og ekki lengra!

Þegar farið er yfir málin þá er aðalatriðið og sem stendur upp úr. Almenningur á Íslandi á ekki að borga skuldir sem voru myndaðar af fjármálamönnum sem settu tvo banka erlendis á hausinn! Almenningur á Íslandi borgar ekki upp skuldir óreiðumanna sem settu í gang bankaútibú erlendis. Meðal annars vegna þess að þegar að sparifjárreikningar urðu til (í Englandi og Hollandi) þá voru þessi bankar í einkaeigu.

Þetta atriði er á hreinu og ótvírætt. Þessvegna skulu alþingismenn finna aðrar leiðir út úr málinu. Tildæmis leið sem er viðskiptalegs eðlis eins og ég sjálfur hef stungið upp á. Því sú leið er vel fær! Jafnvel með IMF þar að segja næsta hluta lánsins frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þar að segja, ef ríkisábyrgð er felld á alþingi þá er hægt að setjast aftur að borðinu og semja upp á nýtt án lánafyrirgreiðslu.

Ríkisstjórn á Íslandi á ekki að lúffa fyrir ríkisstjórnum frá öðrum löndum. Slíkt lýsir bara aumingjaskap og eftirgefni. Nokkuð sem getur haft svo miklar afdrifaríkar afleiðingar fyrir Ísland í framtíðinni.

ALÞINGISMENN HAFIÐ VIT Á AÐ SAMÞYKKJA EKKI RÍKISÁBYRGÐ Á ÞESSUM ICESAVE SAMINGI!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !

Hvarflað hefir að mér; sú málamiðlun, að Íslendingar greiddu gömlu nýlendu herrunum þessar skuldir, á 150 - 200 árum. Væri mögulegra; en að fara að dengja þessum ósköpum, á 15 ára tímabil. Ef; við ættum þá, yfirhöfuð, að bera nokkra ábyrgð, á glæpaverkum einkabraskarannna, svo sem.

Enda; lítið brota brot heildarskuldanna ytra, eins og við vitum.

Þakka þér; beinskeytta grein, sem oftar.  

Með beztu kveðjum; sem fyrr og áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heill og sæll Óskar.

Hvarflað hefur að mér að hægt væri að leysa þessa þetta mál eftir öðrum leiðum! Eins og ég hef sagt þá hef ég sent Helga Áss og tveimur þingmönnum VG email um mínar hugmyndir. 

Ég væri tilbúinn að sýna ykkur skjalið útprentað í trúnaði þegar að við hittumst. Ég held í alvöru að ekkert rugl sé í því. En þetta eru hugmyndir án láns til íslendinga!

Endilega safnið fleiri í liðið að hittast! 

Þakka þér fyrir Óskar. 

Með beztu kveðjum

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 8.8.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband