Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Er hægt að ákæra Ríkisstjórn fyrir stjórnarskrárbrot????? - áríðandi tilkynning!
Eftirfarandi bréf var sent þingmönnunum Vigdísi Hauksdóttur og Pétri Blöndal. En Vigdís er Lögfræðingur.
Ég ákæri Ríkisstjórn Íslands fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar að ætla sér í umsókn um ESB inngöngu án þess að vera búin að breyta stjórnarskránni eða fá úr því að fullu skorið hvort að það sé löglegt að fara í umsókn og viðræður um hana eða sækja um ESB án þess að þetta atriði sé að fullu úr skorið!
Ég mun leitast eftir að fá meirihluta þjóðarinnar í lið með mér við ákæruna. Einnig mun ég leita eftir aðstoð færustu lögfræðingum landsins (með gjafsókn eða allir sem eru samþykkir borgi) til að taka málið fyrir. Ég mun leitast eftir því að fara með málið fyrir alla þá hugsanlega dómstóla sem hægt verður og lögfræðilegt mat er með.
********
Ég ætla að vona að ykkur sé ljós rökfræðilegi munurinn á þessu tvennu:
*******
Þjóðin á rétt á því að kjósa um það hvort að það eigi að fara í aðildarviðræður. Það er að ofansögðu ekki hægt að neita henni um það!
**************
Gert af Guðna Karli Harðarsyni þann 15. Júlí 2009.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Athugasemdir
Ef það kemur greynilega í ljós að það sé ekki hægt að fara í aðildarviðræður án þess að breyta stjórnarskránni, en ríkisstjórnin ætlar að gera það samt. Þá mun meirihluti þjóðarinnnar geta ákært ríkisstjórnina fyrir stjórnarskrárlagabrot og sótt málið fyrir dómstólum.
Að framansögðu væri ríkisstjórnin að brjóta gegn íslendingum og hefðu ekki umboð né rétt til að fara í viðræður fyrir hönd þjóðarinnar!Guðni Karl Harðarson, 15.7.2009 kl. 21:18
Heill og sæll; Guðni Karl !
Stend með þér; að þessu máli. Lýðveldið Ísland er í dauðateygjunum; og gengur einfaldlega af, verði vilji íslenzkra Quislinga, að veruleika.
Þau; Jóhanna og Steingrímur, eru reiðubúin, að horfa upp á hverja fjölskylduna, af annarri, sundrast; líka sem fyrirtæki og atvinnulíf í landinu, til þess eins, að þóknast útlendum yfirgangs seggjum.
Það; getum við þjóðfrelsis sinnar ekki liðið, átakalaust !!!
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:24
Þakka þér fyrir góðar kveðjur! Óskar Helgi. Ég var í þingpöllum í dag þar sem þessi umræða kom upp hjá Pétri og Vigdísi um stórnarskrárbrot. Þessvegna datt mér þetta í hug!
Guðni Karl Harðarson, 15.7.2009 kl. 21:31
Guðni Karl. Takk fyrir þennan pistil. Ég er svo innilega sammála þér. Spurnig hvar maður á að byrja. Merkilegt að stjórnvöld haldi að þau komist upp með svona lögbrot af verstu gráðu.
Siðblinda fólks sem vill ganga svona fram á algjörlega ólögan hátt er ólíðandi og ábyrgðarlaust af allmenningi að líða það án þess að krefjast löglegra vinnubragða. Baráttukveðjur Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.