Föstudagur, 10. júlí 2009
Ég skora á alþingi að athuga þetta!
Hver verður staðan fyrir allt alþingi ef þingmenn ákveða með meirihluta að ganga í aðildarviðræður og síðan fólkið í landinu segir nei við ESB?
Ég á við þetta! Þessi mál öll eru til háborinnar skammar og vansa fyrir alþingi! Það mun almenningi líða í minni í framtíðinni hvernig þingmenn tóku á þessu máli öllu!
Auðvitað hefði átt strax að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við ættum að fara í viðræður. Þannig hefði Alþingi íslendinga lifað málið af og sýnt þjóðinni að það beri virðingu fyrir skoðunum almennings á Íslandi. Hvort þetta mál sé svo mikilvægt fyrir íslendinga frekar enn að snúa okkur strax að því fyrir alvöru að losa landið út úr kreppunni og bjóða almenningi mannsæmandi lífskjör til framtíðarinnar.
En, nei. Það hangir víst eitthvað fleira á spýtunni.
Guð minn góður segi ég bara.
Hér er hluti af orðum hennar úr greininni:
>Hún sagði að þeir sem væru fylgjandi aðild yrðu að gera grein fyrir því með hvaða hætti aðild að sambandinu tryggði efnahagslegt og pólítískt öryggi landsins og að þeir sem væru andvígir aðild yrðu að útskýra með hvaða hætti þeir vilji tryggja hið sama.
>Þá sagði Jóhanna ljóst að þjóðin myndi eiga síðasta orðið og ákvörðunarréttinn í málinu þegar og ef aðildarsamningur liggur fyrir. Hlyti hann samþykki þjóðarinnar þyrfti að breyta stjórnarskrá og þá stjórnarskrárbreytingu þyrfti að leggja undir atkvæði þjóðarinnar.
Hún gleymir alveg að tala um Lýðræðisást sannra íslendinga. Þessa sérstæða fallega lands. Þar sem íbúar þess vilja koma sér saman að tryggja framtíð fólksins í landinu sjálft og án aðkomu og áhrifa utanað komandi afla.
![]() |
Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.