Ísland hversvegna?

Það er hryllilegt að vera að hugsa um að yfirgefa þetta land. Því í gegnum árin hef ég notið náttúru þess með ást á henni í huga. Gengið um grundir þess og notið fegurðarinnar. Tekið ljósmyndir til minnis og sýnis.

Goðafoss

Við Mývatn

 

 

 

 

 

 

Ef smellt er tvisvar (1+1) á mynd þá fer hún í fulla stærð.

Já! Það er skelfilegt að hugsa til þess að stjórnmálamenn ætli sér að eyðileggja lífsskilyrði í þessu yndisfagra landi. Að misvitrir stjórnmálamenn ætla að fremja glæpi gegn Íslandi með því að troða inn í landið okkar utanaðkomandi álögum landa sem vita akkúrat ekkert um sérstöðu þessa lands. Og að ætla sér síðan að bjóða þjóðum að setja landið í ánauð til framtíðarinnar. Og ætla sér síðan að setja vinnandi almenning í landinu í ævilanga ánauð vegna nokkurra fjárglæframanna. Það er hryllingur til þess að hugsa að til sé á Íslandi fólk sem hefur áhuga á að framkvæma slíka hluti.

Guð fyrirgefi þeim ætlunarverki sitt. En við hin skulum ekki gefast upp á að verja og frelsa Ísland úr höndum þessa fólks!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir þennan hroll Guðni Karl.

Stór hluti þess landflóttafólks, sem nú er í startholum mun ekki verða afturkræfur, fyrr en eftir fjölda ára stöðugleika og betrunar.

"Allir landsvættir Íslands" hjálpi þeim og opni augu þeirra, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.

Ef þeir vissu það, þá myndu þeir berjast eins og ljón, ráða til sín færustu alþjóðlegu lögfræðinga  og sækja þetta mál af festu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.7.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já fáum alla landvættina í lið með okkur

Þeir vita svo sannarlega ekki hvað þeir gjöra. Nú þarf íslenska þjóðin að taka til sinna ráða!

Guðni Karl Harðarson, 6.7.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta:

 Og ætla sér síðan að setja vinnandi almenning í landinu í ævilanga ánauð vegna nokkurra fjárglæframanna. Það er hryllingur til þess að hugsa að til sé á Íslandi fólk sem hefur áhuga á að framkvæma slíka hluti.

Já það er ótrúlegt að minnismiði sem hefur í sjálfu sér ekkert lagalegt gildi skuli vera ráðamönnum mikilvægari en framtíð þjóðarinnar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.7.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir innlitið Jakobína

Höfum eitt á hreinu! Íslenska þjóðin mun aldrei samþykkja þennan Icesave samning.

Ef ríkisstjórnin ætlar að neita okkur um valmöguleikann að setja þrýsting á Breta og Hollendinga um að semja upp á nýtt þá er eitthvað meira en lítið loðið innan þeirra raða!

Guðni Karl Harðarson, 7.7.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband