Föstudagur, 19. júní 2009
Hvað gerist í framtíðinni ef?
Hugsum okkur kringumstæður þar sem ríkisstjórnin hefur fallið og farið frá. Hvað tæki þá við?
Munum við kjósa aftur yfir okkur flokka sem munu lítið sem ekkert gera öðruvísi en hinir? Eða værum við búin að fá nóg?
Gætum við hugsað okkur að kjósa aftur yfir okkur þá sömu flokka sem hafa verið í stjórn á undanförnum mánuðum og árum? Hvernig verður staðan?
Ekki gæti Sjálfsstæðisflokkurinn fengið meirihluta því enginnn væri tilbúinn að vinna með honum.
Ekki gæti Samfylkingin fengið meirihluta vegna þess að þeir væru búnir að fá sín glötuðu tækifæri.
Ekki gæti VG fengið meirihluta því ekki færu þeir að vinna aftur með Samfylkingu og ekki vilja þeir vinna með Sjálfstæðisflokknum.
Ekki gæti Framsókn fengið meirihluta vegna þess að þeir væru alltof litlir til að ná honum með einhverjum öðrum. Og mjög fáir vilja kjósa þann flokk vegna fyrri skandala á síðustu árum......
Hvað þá?
Verður stjórnarkreppa á Íslandi?
Eða er flokkakerfið á Íslandi að líða undir lok?
Hvernig væri hægt að sjá fyrir sér hlutina?
Kannski val í kosningum á milli tveggja stjórnveggja: Þjóðstjórnar eða nýs kerfis þar sem Utanþingsstjórn fólksins tæki við stjórn? Væri hægt að bjóða uppá slíkt val í kosningum vegna sérstakra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi og eftir það sem væri á undan gengið?
Hvort skiptir meira máli?: fólkið í landinu sjálft eða hagsmunir innan flokka?
Erum við ekki búin að fá nóg af ruglinu? Eru þessir flokkar ekki búnir að sanna vangetu sína til að stjórna landinu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Er ekki kominn tími á þjóðstjórn? (Hmmm, einmitt það sem Davíð Oddsson vildi í vetur....já og hann vildi heldur ekki borga skuldir óreiðumanna). Getum því miður ekki breytt kosningakerfinu einn, tveir og þrír. En miðað við aðstæður þætti mér réttast að allir flokkar sem eiga kjörna fulltrúa á þingi myndi ríkisstjórn. Ríkisstjórn með aðhaldi frá "lýðnum"
Dúa, 19.6.2009 kl. 12:26
Jæja? Heldur þú að þjóðstjórn takist eitthvað frekar fljótar og betur að takast á við málin heldur en hinir sem búnir væru að sanna vangetu sína? Ef það þarf? Þyrfti ekki þá líka að gera það ef lýðurinn á að hafa aðhald?
Ég hugsa samt að hægt væri að fá forseta vorn til að setja dæmið upp þannig að nú stæði einfaldlega valið á milli þessara tveggja stjórnveggja ef svo má kalla, því hitt væri allt búið að reyna.
Bara svona vangaveltur. Ég hugsa samt að fólkið sjálft muni nú sýna svo um munar að það sé búið að fá nóg og eitthvað algjörlega nýtt verði fyrir valinu.
Guðni Karl Harðarson, 19.6.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.