Ný hugmynd: launatrygging

Eftir er að setja þessa hugmynd inn í "Okkar Ísland" Word skjalið.

Þetta er hugmynd sem er að gerjast hjá mér og mun bætast við hana meira í náinni framtíð.

Hvernig væri að verkafólk og fólk losnaði alveg við að þurfa að ganga í gegnum samningaferli kjarasamninga?

Til þess mætti búa til svokallaða Launavísitölu sem ýmislegt væri sett inn í. Það mætti hugsa sér að gera algjörlega nýjan útreikning á launum þjóðfélagsins með því að setja inn í vísitölu sem virkaði þannig að laun hækkuðu um leið og vöruverð (eða aðrar tölur um verð) hækkaði á íslenskum markaði. Nokkurskonar launatrygging. 

Tildæmis mætti reikna út launin upp á nýtt og setja inn útreikninga á hvernig laun yrðu reiknuð. Í slíkan útreikning mætti meta starfstíma jafnt sem tíma sem fer í lærdóm í skólum á hærri stigum og lægri stigum landsins. 

Meta þyrfti þannig hvaða stig hvað lærdómur fengi. Og síðan hvað stig hver vinna fengi. 

 Það mætti gefa ákveðnum flokkum stigagjöf og það mætti byggja þá gjöf þannig upp að þeir sem eru á lægri launum og minna menntaðir gætu hækkað sig upp um stig með meiri lærdóm og jafnvel meiri vinnu sem aukavinnu.

Það þyrfti að búa til kerfi fyrir svona. En ég mun sjálfur hugsa meira um þetta mál hvernig þetta gæti verið útfært á næstunni. 

Það þarf svo sannarlega að losna við þetta karp og viðræður um kjarasamninga sem kosta líka þjóðarbúið töluverða peninga. 

Það þyrfti að búa til kerfi fyrir þetta. Ef einhver Bloggvinur hér sér þetta þá mætti hann grunn úthugsa svona dæmi. Tildæmis hann *juliusbearsson* sem hefur verið alveg frábær að búa til allskonar reiknisdæmi....

Veit að þetta væri erfið og tímafrek vinna að klára, en væri svo sannarlega tími kominn til að tryggja launin í og jafna þau til stórra muna í landinu! Svo vinna í svona dæmi væri sannarlega þess yrði þó hún gæti tekið nokkra mánuði!

 

_______________________  Okkar Ísland  __________________

Hér er 37 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.

Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!

Hér er 1.02 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word  .doc (skjalið í heild með viðbætum)

http://www.mediafire.com/?tmmhijzwjzw

 Hér er 1.02 af "Okkar Ísland" skjalinuí Word .docx (skjalið í heild með viðbætum)

http://www.mediafire.com/?ktntm2dvz1

__________________________________________________________________________

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband