Miðvikudagur, 3. júní 2009
Aðildarviðræður felldar í skoðanakönnun
Það er þá rétt sem ég bloggaði að Samfylkingin varð ekki stærsti flokkurinn útaf að ætla að fara í aðildarviðræður, eins og sumir vilja meina?
Mér finnst þetta svo sterkt að ríkisstjórnin ætti að fara eftir þessu og snúa sér algjörlega að því að gera tilraunir til að stjórna landinu!
Hættið þessu bulli á alþingi um að fara í aðildarviðræður!
+++++
Skoðið Heimssýn og Capacent skoðanakönnun á:
http://www.heimssyn.is/frettir/nr/440/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Athugasemdir
Það skiptir engu þó svo að enn ein skoðanakönnunin sýni það að meirihluti þjóðarinnar vill ekkert í ESB.
Þá keyrir Samfylkingin samt linnulaust á þessum ESB rétttrúnaði og fjölmiðlarnir syngja þennan ESB söng sem aldrei fyrr.
Þetta ESB mál á að vera aðalmálið og í þetta á að eyða tíma Ríkisstjórnarinnar þvert á vilja fólksins í landinu.
Skoðanakannanir eða annað sem sýnir mótþróa við ESB eða ýmislegt slæmt eða athugavert við ESB aðild þegja og þagga Íslensku fjölmiðlarnir í kaf.
Til dæmis hafa hvorki RÚV eða prentútgáfa Morgunblaðsins minnst einu orði á þessa skoðanakönnun sem sýnir andstöðu og áhugaleysi gagnvart ESB.
Samfylkingin og áróður ESB-fjölmiðlaelítunnar gengur allur útá það að það sé yfirgnæfandi meirhluti þjóðarinnar sem þrái ekkert heitar en ESB aðild og þetta sé hinn eini sanni rétttrúnaðar.
ALLT ANNAÐ SEM PASSAR EKKI INNÍ ÞESSA EINLITU ESB MYND - ER ÞAGAÐ Í HEL !
Þessi mesta blekking Íslenskra stjórnmála fyrr og síðar lifir góðu lífi undir einlitum ESB-áróðri fjölmiðlaelítunnar, með ríkisfjölmiðlana fremsta í flokki.
Ég held einu sinni að sjálf PRAVDA málgagn Sovéska kommúnistaflokksins gamla hefði ekki getað staðið betur að verki við að boða rétttrúnaðinn og þagga niður það sem ekki passaði !
En eitt er víst að þessi einlita einstefnu umræða er alls ekki í lagi í því lýðræðis-þjóðfélagi sem við viljum búa og lifa í.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur I., 3.6.2009 kl. 12:35
Já þessar skoðanakannanir skipta svo sem litlu máli annað en að sína að fylgið við ESB er ekki eins mikið og sagt er og ótvírætt sína fram á að við eigum að finna eigin leiðir út úr þeim vanda sem þjóðin hefur verið sett í.
Annars var þessi skoðanakönnun um hvort við eigum yfir höfuð að fara í aðildarviðræður! Og ég held að fyrri skoðunakönnun hafi sýnt hið gagnstæða, eða það að fólk væri fylgjandi því að kanna hvað í boði væri.
Nú hefur annað komið í ljós og mér finnst að ríkisstjórn ætti meira að taka skoðanir fólksins við ákvarðanir inni á þingi! Svo þau eiga að hætta við þetta frumvarp um aðildarviðræður og snúa sér að því að gera tilraun til að stjórna landinu á þessum síðustu og verstu tímum.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!
Guðni Karl Harðarson, 4.6.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.