Já hvað gerir Samfylkingin?

Af Vísi:

 Össur telur líklegt að Evróputillaga verði sammþykkt.

Munu þeir segja afsér ef þeir fá ekki meirihluta fyrir aðildarviðræðum á Alþingi? Væri ekki verið að segja þjóðinni að það sé ekki nógu mikill stuðningur fyrir umsókn að aðild og viðræður? Er það ekki nóg?

Það er alveg ljóst að þetta mál skiptir rosa miklu máli fyrir framtíð Íslands. Mál sem hefur verið mikið lagt á oddinn hjá Samfylkingunni.

En mun neitun alþingis á að fara í aðildarviðræður nægja til að þeir segðu afsér? Þá yrði kannski staðan sú (eftir enn nýjar kosningar) að þessi ný-stærsti flokkur væri sá flokkur sem hefði verið allra styttst stærstur........í sögunni.

Ef hinsvegar þeir segja ekki afsér, þá finnst mér annað mál skipta líka mjög miklu máli en það eru kjarasamningarnir. Hvernig verður þessi svokallaða þjóðarsátt? Munu verkamenn sætta sig við lækkun launa og taka á sig vanda þann sem þeir ríku fjárglæframenn sem settu þjóðina í?

Hverjir eiga að borga? Þeir eða við verkamennirnir?

Það verður samansafn mála sem verður til þess að þessi Ríkisstjórn segir afsér fljótlega.

Annars skrýtin staða!

Þeir segjast sjálfir hafa haft þetta mál sem helsta stefnumál fyrir síðustu kosningar. Þó að það hafi verið augljóst að Samfylkingin var eini flokkurinn sem var nógu stór til að taka við stjórn eftir kosningar. Munurinn á milli hinna flokkanna var einfaldlega of mikill.

Þeir segja að efnhagsstefna Samfylkingarinnar byggi að miklu leyti á aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. 

Skrýtin stefna að vilja taka upp Evru þegar að það er alveg augljóst að staða Íslendinga er það slæm að við getum ekki uppfyllt skilyrði til upptöku Evru (vegna 5 atriða Maastricht sáttmálans)  fyrr en eftir mörg ár. Kannski svona 15 til 20 ár?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að við erum með innbyggða verðbólgu skrúfu í íslensku neysluvísitölunum er veldur því að verðbólga helst ekki lág nema gengi krónunnar styrkist stöðugt [Neysla er 80% innfluttningur: styrking krónu er gengishagnaður innflutningsaðila]. Þenna veikleika gerðu sérfræðingar Seðlabanka Evrópu sér greinlega fyrir þegar þeir blessuðu fjárfestingar sinna umboðsaðila hér á landi. 

Seðlabanki Evrópu gat hvenær sem er látið loka lánalínum.

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus. Ekki er ég lærður hagfræðingur þó ég hafi stundum verið að leika mér með FOREX demo í rauntíma með gjaldeyris kaupum og sölu.

Svo virðist sem við lendum alltaf í vandræðum með vísitölurnar. Þessar vísitölur þarf að endurskoða og jafnvel taka úr sambandi við krónuna. Búa til algjörlega nýtt batterí. Það virðist enginn ráða við neitt því að í öllum aðstæðum lendum við í vandræði.

Við þurfum að snúa þessu við þannig að útflytjendur fái gengishagnað.....

Varðandi krónuna þá hef ég verið að skoða hvort ekki mætti vera með einskonar þrískipting hennar. Það var annars verið að setja á fastgengi á mánudag ef mig minnir rétt. Nú er spurningin hvort að festingin á genginu sé Beinfesting eða leyfir hún smá flot? Ég las ekki nógu mikið um það.

Samkvæmt þrískiptingar hugmyndinni þá værum við eiginlega með fast gengi þannig að spread væri það sama milli daga í kringum 1,0 og við þyrftum að halda í við gjaldmiðla.

Hafa Fastgengi sem aðalgengi:

í gær (miðvikudag) var Seðlabankagengið: EUR 175,03 kaup og sala er 176,01= spread er 0,98

í gærer tollgengi á EUR 177,16 sem er 0,66 prósent hærra en sölugengi

Síðan tví fljótandi gengi þannig að:

1. vera með gengið 1% fyrir útflytjendur

þar að segja útflytjendur fá gjaldmiðil upp í 1% hærra verð fyrir vöruna í gengishagnaði

2. Stýringin má vera á meðan hærri á Tollgengið fyrir innflytjendur á móti (tollgengi hærra) eða sérstaka skatta sem koma á tímabundið og mæta útflutningnum.

Síðan um tíma mætti snúa dæminu við á móti með suma vöruflokka: þar að segja að nokkrir flokkar í útflutningi mæti nokkrum í innflutningi.

Annað hvort mætti vera með beina tolla -lægri fyrir útflutning> og hærri fyrir innflutning. Þar að segja skiptast um að stýra útflutningnum smám saman upp á við og auka hann með stýringunni líka. Þar að segja gera hann hvetjandi. Eða nota stýringuna með hærra Tollgengi fyrir innflytjendur....

Ef einhver kosnaður væri þá mætti taka hann úr sérstökum jöfnunarsjóði sem settur yrði í gang (sem kannski mætti reikna þá með inn í verðbólguna????). Tilgangurinn er að stýra útflutningsverðmætunum upp á við og styrkja krónuna með auknum útflutningi. En gera þyrfti útflytjendum kleypt betur að hagnast á gengi.  En með aflögðum tollum og tollstýringu er hægt að búa til hvatningu á útflunting í sumum vöruflokkum. Þar að segja það yrði spennandi að byggja upp vöruflokk sem tengdur væri hagstæðum tollum eða lágum tollum.

Ég held að stjórnmálamenn hafi gleymt að það má nota ýmsar leikaðferðir með tolla til að styrkja krónuna osfrv.

Landsframleiðsla sé töluvert stýgandi upp á við á móti innflutningi með tollastýringu.

Setja læsingu á gengi fyrir FOREX spákaupmenn sem eru að kaupa og selja gjaldeyrir í miklu magni og gera sérstaka tímaskyldu að skila inn gjaldeyri.

En eins og áður sagði þá er ég nú enginn hagfræðingur. Þetta eru bara svona hugmyndir sem mætti vinna úr.

Guðni Karl Harðarson, 28.5.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það sem ég átti við erþað að nota Tollskrána til að finna vörutegundir til að setja tímabundinn skatt á. Það eru fullt af vörutegundum sem mætti skoða. Ég erað tala um tímabundið hækkuná Vörugjaldi í hinum ýmsu flokkum.

Þegar á að hækka á skatta þá virðast Ríkisstjórnir eingöngu finna áfengi, tóbak og eldsneyti til hækkunar skatta. Þau eru algjörlega hugmyndasnauð í þessu.

Í stað þess að nota alla peninga af slíkri skattahækkun þá mætti einfaldlega nota stóran hluta til þess að auðga og auka verðmætaskapandi vörutegundir til útflutnings. Þar að segja örva landsframleiðslu til muna!

>Í Fréttablaðinu í dag skrifar Erna Hauksdóttir um að skattheimta skili sér í minnkandi eftirspurn. Að það ætti frekar að auka neysluna og auka ferðaþjónustuna. 

Málið er ekki svo einfalt. Það þarf að minnka neysluna  á erlendum vörum og beina sjónum manna að innlendu vörunum að stórauknum mæli! Varðandi ferðamenn þá mætti bjóða þeim sérstök kjör á innlendum vörum og vera með stórauknar vörukynningar á íslenskum matvælavörum ofl.

Besta leið okkar út úr vandanum er stóraukning á íslenskum verðmætaskapandi vörum og til framtíðar þarf að skipuleggja slíkt dæmi í gegnum hvert og eitt svæði á Íslandi. Það er ma. það sem ég er að skoða og fjalla um í "Okkar Íslandi" Að skipta niður í svæði og fá hvert og eitt svæði til að vinna að ákveðnum prósentuaukninu á íslenskum matvælum og fleiri vörutegundum sem útlendingar hefðu stór áhuga á að kaupa af okkur. Að hvert svæði sjái um ákveðna prósentu aukningu miðað við ársgrundvöll! Tildæmis að Vesturland sæi um 5% aukna landsframleiðslu amk. árlega. Svo hin eitthvað svipað. 

Síðan eru fullt af öðrum leiðum eins og að skipta líka niður á svæðin samdrætti á sumu sem er/væri áhjákvæmilegt um tíma.

En skammtíma niðurstaða er þessi: að nota afkomu/innkomu af sköttum af erlendum vöruflokkum/sérvöru og fl. með bein innspýtingu á íslenskar vörur. Til langs tíma er þetta grunn uppyggingin!

Guðni Karl Harðarson, 29.5.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er einmitt rétt byggja meiri virðsauka á okkar eigin hráefnum og orku.

Júlíus Björnsson, 29.5.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband