Laugardagur, 23. maí 2009
Afneitunarsjóður fyrir Alþingismenn
Góðir íslendingar. Ég legg fram þá hugmynd hér að setja af stað sérstakan sjóð fyrir alþingismenn og ríkisstjórn sem eru í afneitun.
Það mætti þá kannski nefna þennan sjóð öðru nafni, eins og tildæmis:
Hugmyndavakningarsjóður fyrir stjórnvöld á Íslandi.
Þeir þegnar Íslands sem vinna hvern einasta dag með sínum hörðu vinnuhöndum eru sérstaklega hvattir til að leggja fram fjármagn í sjóðinn. Og þá frekar lágtekjufólk.
Allir þeir sem hafa orðið til þess að eiga þátt í banka og fjármálahruni landsins verði undanskildir frá framlagi í sjóðinn.
Bloggarar sem hafa verið sérstaklega aktivir í færslum sínum og komið fram með allsskonar hugmyndir eru hvattir til að koma með framlag í sjóðinn.
Tilgangur sjóðsins:
Að aðstoða alþingismenn við
1. Að halda vöku sinni um stöðu Íslands
2. Að aðstoða þingmenn við að vekja upp í þeim hugmyndir um lausnir til aðstoðar þeirra sem hafa orðið illa úti í kreppunni.
3. Að aðstoða þingmenn og ríkisstjórn við að vekja upp í þeim hugmyndir til lausnar við fjármálavanda Íslands.
4. Að kaupa aðstoð fyrir alþingismenn til að halda vöku sinni.
5. Að kaupa aðstoð fyrir alþingismenn til að fá hugmyndir.
Aðstoð mætti vera í því formi sem okkur Bloggurum dettur í hug. Tildæmis mætti framleiða sérstakan plástur sem setja mætti á vissa staði á hausnum til að vekja þingmenn af blundinum. Síðan mætti notast við orkubætandi efni sem kveikir í hugmyndabanka heilans.. Einnig mætti kaupa sérstaka sérfræðinga sem gætu tekið þingmenn í kennslustundir í hugmyndavakningu og framkvæmdagleði!
Það er algjör nauðsyn að setja af stað slíkan sjóð því alþingismenn hafa leint og ljóst ekki nóg kaup til að framkvæma slíkar aðgerðir sjálfir. Einnig er mjög nauðsynlegt að þeir verði sér meðvitaðir um hvað er um að vera í landinu og hvað þurfi að gera..........
NADA......
Allar hugmyndir um hvað sjóðurinn gæti notað peningana í eru velkomnar.....
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég get stundum verið svo ógurlega kaldhæðinn og alger háðbrók
Svo auðvitað var þessi færsla háð og grín frá mér. Ég ætla rétt að vona að enginn hafi tekið mig af orðinu?!
Hugsið ykkur ef það væri hægt að búa til plástur sem auki notkun heilans umtalsvert og bæti hugmyndaflugið tildæmis. Hvað ætli kæmi í ljós við það?
Guðni Karl Harðarson, 28.5.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.