Sunnudagur, 26. apríl 2009
Áskorun til Jóhönnu og Samfylkingu
Baráttan um Ísland að hefjast fyrir alvöru!:
Ég vil byrja á að óska þeim flokkum sem unnu sigra í þessum kosningum til hamingju.
Eftirfarandi bréf verður sent á Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri sem netpóstur:
Nú hamraði Samfylkingin á ESB inngöngu fyrir kosningar. Þeirra helsta stefnumál. Reikna má því að þeir munu ganga í að reyna að koma þessu aðal stefnumáli þeirra í gegn með því sem þarf og þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Munu þið, Jóhanna og Samfylkingin sína þjóðinni heiðarleika ef ykkur tekst ekki að koma þjóðinni inn í ESB? Munuð þið stíga fram og segja af ykkur (og stjórnin þannig líka) ef þetta stefnumal ykkar mistekst?
Ég skora á ykkur að koma hreint fram við kjósendur og fólkið í landinu! Segið af ykkur ef innganga í ESB mistekst!
********endir bréfs*********
Já nú er baráttan um Ísland fyrir alvöru að hefjast. Við sem erum algjörlega á móti þessu landráðum þurfum nú að taka höndum saman og vinna öflugt og sterkt til að koma í veg fyrir eitt mesta slys íslandssögunnar. Tökum höndum saman og berjumst fyrir Íslandi!
PLAN-A er að fara í gang!
Það upplýsist hér með að PLAN-A byrjaði á því að senda Forseta Íslands visst trúnaðarbréf með ýmsu efni um ýmis mál sem eru að fara í gang og líka þau sem hafa mistekist (um daginn) (sjá eldri Bloggfærslu mína hér á Bloggi mínu). En efni þessa bréfs verður ekki upplýst hér á Blogginu. Blogg mitt hér er síðbúið beint framhald af því.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Umhverfismál, Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.