Hver gæti verið Angel investor á Íslandi?

Á Íslandi hafa fjárfestar verið mikið hræddir um svokölluð Ríkisafskipti af öllu mögulegu eins og meðal annars fyrirtækjum. Á sama hátt eru svo þeir sem hafa miklar áhyggjur af þeim sem hafa óheftar aðstæður til kaupa í hinum ýmsu fyrirtækjum. Eða þeir sem vilja að Ríkið komi að ýmsum aðgerðum til eftirlits og aðhalds svo dæmi tekið.

En væri hægt að minnka svoleiðis afskipti? Og samtímis aðlaga fjárfestingar inn í fjölda hlutabréfaeigenda og jöfnun eigna á milli manna?

Þessi Blogg færsla mín gengur út á að skoða mögulega leið út úr þessu báðum liðum varðandi hlutabréf og atvinnuhluta þess. En það þarf að sameina þessi sjónarmið og bæði þurfa að gefa eftir ef framtíðin á að bjóða upp á viðréttingu úr skuldastöðu landsins.

Lauslegur inngangur:

Í Bandaríkjunum fá mörg smá fyrirtæki að fara á hlutabréfamarkað. Þau smæstu fara inn á svokallaðan OTCBB og/eða PINK. Þegar að þessi fyrirtæki verða til fá þau ákveðinn fjölda hlutabréfa til að bjóða til sölu á almennum markaði. Til þess búa þau til og velja ákveðnar týpur af hlutabréfum.

Hér er einfalt dæmi:

Convertilbe Stock Class-A =  is a non-voting, divident paying stock issued to public (arðgreiðslur)

Convertible Stock Class-B = Class-B is a voting-stock that pays no dividend but appreciates with the grofth of the firm and is held by the management.

 Síðan hafa komið inn fjárfestar af ýmsum gerðum með ýmsum samningum að lútandi gagnvart vaxtarmöguleika fyrirtækis.

Ein týpan af slíkum fjárfestingar hópum er svokallað "Angel investors" sem er fólk sem vill fjárfesta í upprennandi fyrirtækjum.

Hér er smá útskýring af Wikipedia:

Angel capital fills the gap in start-up financing between "friends and family" (sometimes humorously given the acronym FFF, which stands for "friends, family and fools") who provide seed, and venture capital. Although it is usually difficult to raise more than a few hundred thousand dollars from friends and family, most traditional venture capital funds are usually not able to consider investments under US$1–2 million. Thus, angel investment is a common second round of financing for high-growth start-ups, and accounts in total for almost as much money invested annually as all venture capital funds combined, but into more than ten times as many companies (US$26 billion vs. $30.69 billion in the US in 2007, into 57,000 companies vs. 3,918 companies). 

Þegar að þessi smá fyrirtæki þurfa fjármagn til framkvæmda þá setja þau ákveðinn fjölda hlutabréfa í útboð og sölu.

Í þessu skyni langar mig til að bera upp smá nýjung sem er hugmynd varðandi fjárfesta í fyrirtækjum.

Ég hef verið að kynna hugmynd að skipta landinu niður í 5 svæði (Okkar Ísland). Væri þessi hugmynd nothæf inni á þeirri hugmynd líka.

En hinsvegar væri hægt að útfæra hana öðruvísi, eða svona:

Þegar að ný fyrirtæki verða til fær þær ákveðinn fjölda hlutabréfa í upphafi. Sem það síðan má bjóða út hluta af til sölu eingöngu til svokallaðan "Angel Investor" (sem er Ríkið í hugmyndinni) þegar að ákveðnar framkvæmda er þörf á. Ræður stærð heildarfjölda bréfa eftir stærð fyrirtækis og fjölda starfsmanna.

Íslenska Ríkið hjálpar nýjum fyrirtækjum að verða til í öllum landsfjórðungum. Í þeim tilgangi býr það til 5 batterí með 5 svokölluðum "Angel investor" sem staðsett yrðu í öllum landsfjórðungum + höfuðborgarsvæði. 

Þessir "Angel investor" á hverju svæði sem Ríkið á, mun kaupa hlutabréf af nýjum fyrirtækjum þegar að þau þurfa á fjármagni að halda til framkvæmda. Til þess þarf fyrirtækið að gera tilbúið nákvæma útskýringu í hvað peningar fara fyrir seld hlutabréf.

Angel investor svæðishlutinn selur hlutabréfin strax til hlutabréfaeigenda sjálfra í fyrirtækinu á hærra verði en það keypti þau. Hlutabréfaeigandinn kaupir bréfin með því að fórna einhverjum prósentum af launum sínum til að kaupa bréfin en fær leyfi til þess að kaupa þau upp á nokkrum mánuðum.

Þann hluta af hlutabréfum sem Angel investor  (Ríkið á svæðinu) hefur ekki náð að klára að selja til baka selur þau til nýrra hluthafa í fyrirtækinu. En nýir hluthafar eru þeir sem eiga þess kost að fá vinnu hjá fyrirtækinu rétt eftir eða á svipuðum tíma þegar að viðskiptin eru í gangi. 

Afgangur af hlutabréfum eru síðan seld á almennum markaði convertible undir nýju Class sem gefur kaupanda þeirra leyfi til að kaupa aðeins ákveðið lítið magn þeirra.

Þetta fyrirkomulag tengist því að fyrirtækið sé myndað með jöfnum stofn hlutafjáreignum þeirra sem stofna fyrirtækið og vinna hjá því. En eingöngu þeir mega eiga föst stofn hlutabréf sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Þar að segja það eru tvær tegundir hlutabréfa: þau sem eru í byrjun og ekki seljanleg nema undir ákveðnum aðstæðum svo sem ef eigandi þeirra hættir störfum vegna veikinda eða aldurs. Síðan þau hin sem eru tekin af launum og keypt af Angel investor (Ríkinu).

Síðan þegar að hagnaður myndast kaupir fyrirtækið bréfin (sem verslað er með) til baka af hlutafjáreigandanum (starfsmanni fyrirtækisins). Þannig tapar ekki hlutafjáreignendum þeim fjármunum sem það keypti bréfin á af "Angel investor" skrifstofunni af svæðinu heldur er að safna til framtíðar. Eina aðstæðan sem hlutafjáreigandi tapar er ef fyrirtæki gengur mjög illa og er að fara á hausinn. En slíkt er jú ákveðin áhætta á að eiga hlutafé og hafa atvinnu í sama fyrirtæki sem þeir eiga hlutafé í.

Þetta er svona lausleg hugmynd sem gengur út á að Ríkið gæti verið "Angel investor" í nýjum fyrirtækjum sem hægt væri að útfæra nánar!

Ríkið ætti ekki bréfin til að eignast í fyrirtækjunum heldur eingöngu til að selja aftur strax til baka til hlutafjáreigenda fyrirtækisins með smá hagnaði!

Hugmyndin er svona nokkurn veginn Convertible Class-C sem byggist á að fyrirtækið selur hlutabréf til "angel fjárfestis= ríkið og kaupir þau síðan aftur til baka af hlutafjáreigendum í fyrirtækinu eftir að "Angel" hefur selt þau til hlutafjáreigenda. En án arðgreiðslna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband