Fáein orð um Stjórnlagaþing

 Ný Stjórnarskrá þýðir í raun Nýtt Lýðveldi fólksins!

Ég var að hlusta á umræður í Sjónvarpinu um frumvarp Ríksstjórnar um Stjórnarskrárbreytingu til setja af stað Stjórnlagaþing.

Það er greinilegt að Alþingismenn halda að mikilvægi þeirra sé ofar hagsmunum fólksins í landinu. Þeir ræða og rífast um mál sem á að snúa um fólkið fyrir fólkið til breytinga í landinu.

Það er því á hreinu að eina rökrétta staða er sú að fólkið sjálft ákveði hvað verði rætt á Stjórnlagaþingi! Þetta er vegna eðlis þessa máls!

Á bloggi mínu fyrir nokkru síðan talaði ég um að fólkið sjálft ætti að ræða um hvað væri tekið fyrir á Stjórnalagaþingi. Ég lagði til Þingvallaleiðina með Almannaþingi á Þingvöllum þar sem þessi mál yrðu rædd af fólkinu í landinu en ekki stjórnmálamönnum!

Það er alltaf betur og betur að koma í ljós að alþingi á ekkert að vera að koma að þessum málum. Ég fagna því að ef þeim tekst ekki að komast að samkomulagi og vonast eftir að málið verði svæft þessvegna! Því miðurCrying

Það er fólkið sjálft í landinu sem á að ákveða umræðuefnin á Stjórnlagaþingi, tímalengd og launatengd efni. Undibúa síðan sjálft Stjórnlagaþing frá a til ö!

En ef ekki er hægt að komast hjá því að fá þetta Stjórnlagaþing með öðru móti verður fólkið í landinu að taka við því en gera svo sitt besta til að útiloka Ríkistjórn og alþingismenn frá Stjórnlagaþinginu  eins og hægt væri, eftir að frumvarpið er orðið til! Aðeins þannig væri hægt að sættast á að þetta frumvarp verði að lögum. Að fólkið í landinu (eða stjórnlagaþingið) geti útilokað sjálft öll afskipti stjórnmálamanna frá byrjun til enda. Að finna leið til þess strax og Stjórnlagaþingið tæki til starfa!

Síðan skal Alþingi aldrei fara yfir á neinn hátt útkomu Stjórnlagaþings! Heldur fara eftir því eingöngu sem fulltrúar þess velja. Á ég þar við meðal annars "Gerð nýrrar Stjórnarskrár" Sem er einn megin tilgangur minn fyrir að vera frekar á móti þessu frumvarpi. Því alþingismenn virðast ætla að koma með puttana í gerð nýrrar stjórnarskrár!

Athugið að gamla stjórnarskráin var samin af yfirstéttinni í landinu og er tekin upp frá þeirri dönsku á þeim tíma.

Enn meira ef ég má bæta við: Ég hef þá skoðun að þurfi að endurreisa Ísland frá grunni og byggja það upp fyrir fólkið í landinu. Þannig þyrfti Stjórnlagaþing að ákveða að stofnað yrði Nýtt Lýðveldi Fólksins með jafnvel nýjum Þjóðhátíðisdag ef því væri að skipta. Ný Stjórnarskrá þýðir í raun Nýtt Lýðveldi!

Stjórnlagaþingið á að koma frá fólkinu og vera fyrir fólkið! 

 Mín skoðun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband