Föstudagur, 27. mars 2009
Áríðandi tilkynning!
Í gærmorgun hringdi í mig Þór Saari hagfræðingur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar. Sagðist hann hafa verið beðinn að tjá mér að hreyfingin óskaði eftir að ég yrði ekki frambjóðandi fyrir þau. Þetta muni hafa verið ákveðið á stjórnarfundi hjá hreyfingunni. Ástæðan sem hann gaf fyrir þessu var sú að ég væri ekki sammála stefnumálum hreyfingarinnar.
Í því sambandi vil ég taka það sérstaklega fram að allir sem komu inn í Borgarahreyfinguna þegar að hún varð til höfðu samhljóða samþykkt öll stefnumál hennar með að rétta upp hendur. Því er hægt að sjá hvort þessi fullyrðing sé rétt! Inn í Borgarahreyfinguna kom fólk með mismunandi skoðanir um hin ýmsu mál en sættust á stefnumál hennar. Helstu mál sem ágreiningur var um voru innganga í ESB og hvort taka ætti upp erlenda mynt, eins og tildæmis evruna.
Þar sem þetta símtal kom mikið flatt upp á mig þá gekk ég í að finna út hina raunverulegu ástæðu þessarar ákvörðunar. Í fyrstunni ætlaði kosningastjóri hreyfingarinnar að finna átyllu fyrir að geta sagt mér að ég mætti ekki lengur vera með. Var sú átylla sem hann fann að ég hefði skrifað bréf hér á bloggið mitt um minnkun verðbólgu. Bréf sem ég gat þess að eingöngu að mér finndist 0,59% lækkun vvísitölu neysluverðst vera lítil miðað við hækkunar hennar síðustu mánuða. Ég komst síðan að sú átylla hans hélt ekki vatni. Síðan fékk ég svarbréf frá einum einstaklingi í stjórn Borgarahreyfingarinnar þar sem sú manneskja tjáði mér að mér hefði verið sagt upp sem frambjóðanda vegna þess að ég vildi vera í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Mér var nú þegar farið að gruna þetta enda var einhver kergja í stjórninni að ég ætlaði að leyfa mér að bjóða mig fram í 1 til 3 sæti (ekki bara 1 sæti!). Hélt auðvitað að ég mætti þetta og vera þá með fleirum í þessum sætum.
Í því sambandi skal þess sérstaklega getið að ákveðið var á stjórnarfundi að allir þeir sem vildu vera frambjóðendur mættu velja sér þau sæti sem þeir vildu! Síðan ætti að varpa hlutkesti ef fleiri en einn völdu sig í 1sta sætðið og svo framvegis 2, 3, 4.... Þetta ætti að vera hreyfing fyrir fólkið í landinu. Helst allir sem vildu mættu vera með og velja sér sæti.
En því miður var þessum ákvörðunum stjórnar varpað strax fyrir róða. Það var ekki sjálft fólkið, almenningur í landinu sem átti að velja fyrstu sætin! Heldur var gripið til þess ráðs að hafa samband við einstaklinga sem voru á einhvern hátt vinsælir. Sem á einhvern hátt gætu veitt atkvæði. Ef farið er yfir efstu frambjóðendur hreyfingarinnar í kjördæmunum má sjá hvað ég er að tala um. Með einni undantekningu þó! Nýjasti og mest þekkti einstaklingurinn sem varð frambjóðandi kom mjög vel fram við mig frá fyrsta til hins síðasta. Góður náungi sem hefur því miður á undanförnum árum lent í röngum flokki. Ég er samt alls ekki að segja að þekktu frambjóðendurnir hafi komið eittkvað illa fram við mig. Þetta gekk frekar út á stjórnameðlimi sem líka voru sjálfir frambjóðendur.
Skoðun mín: Þar sem þetta framboð átti að vera hreyfing en ekki flokkur hefði fyrirkomulagið átt að vera þannig að enginn frambjóðandi ætti að vera í stjórninni.
Ástæðan fyrir því að ég valdi að bjóða mig fram svona ofarlega var sú að ég taldi mig geta komið inn mjög sterklega inn í hreyfinguna og unnið í henni með góð mál. Auðvitað ætlaði ég mér inn á Alþingi en til að starfa þar að góðum málum! Ég ætlaði jafnvel að koma á breytingum á það sem hefur viðgengist undanfarin ár niður á þingi.
Þegar að ég byrjaði að mæta á fundi inn í hópum fólks sem höfðu orðið til við allan óróann og síðan búsáhaldabyltinguna, kom ég mjög sterklega inn með áhugamál og stefnumál mín. Mér hætti stundum til að taka frammí fyrir fólki og að vera stundum pínu æstur. En ég hef alltaf verið ákveðinn og trúr þeim málum sem ég staðfastlega tel vera rétt fyrir Ísland. Ég bauð mig fram í stjórninni og fékka að vera varamaður (án atkvæðisréttar). Sem varamaður mátti ég mæta á alla fundi og koma með skoðanir og athugasemdir. Alltaf á fundum þegar að ég var að reyna að komast að til að tala varð það stundum að það þurfti að taka í frammí fyrir öðru fólki. Það voru samt svo margir sem vildu alltaf tala að erfitt var að komast að. Alltaf þegar að mér varð þetta á þá kom athugasemd um það. En þegar að öðrum varð þetta á þá var ekkert sagt. Mörgum hætti til að tala í einu.
Síðan gerist það á síðari tíma stjórnarfundum að mér var bolað út úr stjórninni. Var það sagt að það væri vegna þess að ég stuðaði fólk. Búin var til ný regla í stjórninni að varamenn mættu ekki sitja fundi nema að vera kallaðir til. Allt til þess að ég fengi ekki að setja stjórnarfundi vegna þess að ég væri að stuða fólk. Ég hafði líka skráð mig í áróðurshóp. En það gerðist að sá áróðurshópur fékk ekkert að starfa, heldur var fengið fólk úr einhverjum stofum til að sjá um áróðurinn. Þannig myndaðist kergja og óánægja.
Ég kom inn í þessa hreyfingu mjög sterkur með góð mál og taldi mig hafa unnið af algjörum heilindum í störfum mínum fyrir hana. Tildæmis vegna þess líka að ég nokkuð lagt að mörkum á þessum óróatíma öllum sem verstum. Svo dæmi séu tekin: 1. Senda bréf á ensku til blaða erlendis. 2. Skrifast á við fólk á alþjóðlegri Politics forum. Senda Herði Torfa bréf sem ég stakk upp á við hann að fá fólk til að mæta niður á alþingi með búsáhöld og allt það sem gerði nógu mikinn hávaða (ath. það gætu fleiri hafa komið með þessa hugmynd!, ég veit ekki um það). Skrifa Forseta bréf til að biðja um að almenningur mætti kjósa fólk í kjörklefanum, það deginum áður en Jóhanna mætti til Forseta að mynda stjórn. Og ýmislegt fleira. Allt um þetta má skoða á bloggi mínu í hinum ýmsu færslum.
Ég legg til að fólk skoði dálítið vel um mig hér á blogginu mínu.
Ég yfirgef nú þessa hreyfingu með vissum söknuði því í minni einlægni hélt ég að ég fengi að vinna að góðum málum þar. Það eru mjög sérstakar ástæður sem ég get ekki komið inná hér fyrir ástæðu minni í hreyfingunni. Fjórir meðlimir hreyfingarinnar fengu að vita þessar ástæður í algjörum trúnaði. Ég ætla nú að vona að þau haldi þann trúnað við mig. En allt sem ég sagði þeim frá var sannleikur. Því miður virðist svo vera að ég eigi ekki að vinna að málum hér í þessari hreyfingu. Ég hef allan hátt unnið mín störf af heiðarleika og hreinskilni.Að lokum vil ég koma inn á stefnumál hreyfingarinnar pínulítið.
Flest þeirra eru mjög sterk og góð! Þar á meðal hef ég verið mjög hrifinn af útfærslunni að fólkið í landinu eigi að mynda sér sína eigin stjórnarskrá. Einnig er hugmyndin um Stjórnlagaþing mjög góð.
Það er þetta með að afnema 5% regluna sem ég er ekki alveg nógu sáttur við. Ef á að afnema 5% regluna hvernig má þá koma í veg fyrir að algjörir rugl flokkar komist inn á alþingi? Flokkar sem hafa þar ekkert að gera. Smáflokkar sem munu ekki geta náð saman framboði nema í 1 til 2 kjördæmum. Ath. ég á ekki hér við Borgarahreyfinguna sem hefur unnið að grunni í sínum stefnumálum í marga mánuði.
Síðan er þetta með að mínu mati vantar útfærslu á Hátekjuskattinum. Hversu hár han eigi að vera í prósentum.
Að lokum er síðasta stefnumál hreyfingarinnar að segja sér upp þegar að hreyfingin hefur náð markmiðum sínum. Það er mín skoðun að þetta stefnumál hafi ekki verið nógu vel útfært! Hvernig getur hreyfingin sagt sér upp án þess að bregðast kjósendum sínum? Síðan, hvernig er það viðlíðandi að segja sér upp á miðju kjörtímabili ef helstu stefnumál eins og Stjórnlagaþing o.s.f.r.v. hafa náðst í gegn? Segjum að hreyfingin nái inn 2-3 mönnum og upp komi sú staða að til að geta myndað stjórn í landinu þurfi hreyfingin að koma að stjórninni. Ætlar þá hreyfingin að hætta á miðju kjörtímabili, þar að segja ef hún hefur náð sínum málum fram? Kostar það ekki stjórnarslit?
Síðan er hin staðan. Ef hreyfingin fær 2-3 menn í minnihluta en ber sín mál fram á alþingi og fær þau í gegn eftir ca. 2 ár. Hvernig getur hreyfingin hætt og veikt með því minnihlutann?
*****
Ég vil að lokum þakka lesendum Bloggsins míns sem komu inn á síðu mína þegar og á meðan að ég var að setja í gang framboðsmálin.....
Að öllu meðtöldu finnst mér að það sem hafi á gengið á vera að stjórnarmeðlimir hafi ekki komið fram við mig af fullum heiðarleika.
Góðar stundir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook