Hvernig er hægt að lesa í þetta að verðbólga sé að lækka?

>Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2009 lækkaði um 0,59% frá fyrra mánuði.

0,59 % segi og skrifa? Rosaleg lækkun?

>Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2%.

Deilum þessari tölu með 12! Hver er útkoman?: 1,266xxxx% hækkun á mánuði.  Þegar að lækkun neysluverðs p.r. mánuð fer upp fyrir hækkunina á 12 mánuðum (0,59% fer upp fyrir 1,266% pr. mán) væri raunverulega hægt að segja að búið væri að ná tökum á verðbólgunni.

Reiknið nú hvenær er búið að ná þessu 15,2% til baka!

En rökrétt má segja að þessi tala 0,59% muni lækka frekar á næstu mánuðum. Tildæmis í Apríl verði þessi tala 0,38%. Í Mai 0,21. Þegar að verði er búið að síga niður að núlli fari það hækkandi aftur. Þannig mætti ætla að það yrði hækkun á Vísitölu neysluverðs í Júní eða fyrr og fara svo stígandi aftur. 

Varðandi Bensínverð þá er það mjög rokkandi og fer auðvitað eftir heimsmarkaðsverði.

Þetta er hinsvegar mat leikmanns sem hefur þó einhverja þekkingu á hlutabréfa-vísitölum en hefur ekki aflaðsér þekkingu á þessum útreikningi. Hinsvegar er mjög einfalt að sjá að upplýsingar og uppsetningin hér fyrir ofan í fréttinni er ekki mjög nákvæmlega sett fram........

 

 


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu kallinn minn, þú hefur greinilega ekki einu sinni grundvallarskilning á þessum málum og ættir að reyna að kynna þér hlutina áður en þú bloggar.  Eins gott að þú komist ekki á þing - en það er sem betur fer litil hætta á því.

Sig. (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:28

2 identicon

Uh... held þú sért aðeins að misskilja kallinn minn...

Kristján (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:48

3 identicon

Ég er einstaklega sammála síðasta ræðumanni. Afskaplega er mikið af fólki sem kemur núna fram á pólitíska völlinn og er að skýra út fyrir fólki hluti sem það hefur lítið vit á. Jafnvel hagfræðingar sem koma með innantóm loforð, þar sem þeir snúa út úr fræðunum, eingöngu til að blekkja kjósendur, vegna þess að þeir hafi engar raunverulegur tillögur. Sorglegt!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:52

4 identicon

Ég vona að þessi færsla sé grín af þinni hálfu. Annars hefur þú opinberða það fyrir öllum sem lesa þetta blogg að þú hefur ekki snefil af þekkingu á verðbólguútreikningum (eða prósentu reikning ef út í það er farið) og hvað þá á því hvernig lesa eigi í tölurnar. Vona að þú náir ekki inn á þing, nóg er af fólki þar fyrir sem ekki kann að reikna.

Hissa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Veistu Sig. Hvað er eiginleg að þér? Fréttin segir allt eins og hægt að lesa út úr henni! Skilningurinn er í fréttinni sjálfri!

Það stendur í fréttinni að Vísitala neysluverðs hafi hækkað á síðustu 12 mánuðum um 15.2%!

Hvað er málið? Að deila þessari tölu í 12 mánuði er ósköp rökrétt!  Útkoman er 1,2666666xxx% pr. mánuð. Finnst ykkur ekki flott að sjá að það sé búið að lækka töluna um 0,59% pr. síðasta mánuð miðað við töluna á ofan? Rosalegt! Hvenær verður búið að ná þessari lækkun pr. mánuð upp fyrir 1,266% ?

Þetta er mjög einfalt! Hvað verður lengi að ná 15,2% til baka? Eða á ekki að ná þessu 15.2% til baka?

Hættu þessum dónaskap við mig. Það er fullt af góðum málum sem gott fólk kemur með á þing. Það er mjög einfalt að kynna sér hlutina til hlýtar og afla sér þekkingu í þessum málum sem og öðrum!

Síðan hefur reynslan sýnt það að þessi tala fari smá lækkandi milli mánuða en hækki svo aftur........

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kristján? Þetta stendur allt í fréttinni sjálfri og þetta er einfaldur útreikningur samkvæmt því.

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég segi neðst í fréttinni að ég hafi ekki þekkingu á verðbólgútreikningi! Hvað er málið?

Það væri hinsvegar mjög einfalt að kynna sér hlutina.  Frambjóðendur geta ekki gengið í að afla sér þekkingar um öll mál á stuttum tíma.

Segið mér annars hversu margir frambjóðendur sem eru í hinum ýmsu flokkum hafi nákvæma þekkingu á þessum málum?!

Þeir sem hafa svarað mér hérna hafa ekki einu sinn komið með eina útskýringu um hvernig þetta er vitlaust hjá mér! Það væri hinsvegar mjög vel þegið að fólk sé ekki með svona neikvæðar athugasemdir og komi með einhverjar uppbyggilegar athugasemdir í staðinn. Svona smá útskýringar um hvernig ég gerði þetta vitlaust.

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 11:12

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sig.!, Kristján!, Jóhannes!, Hissa!. ?????

 Afhverju kennið þið ekki fólki inn á þessi mál. Þið sem virðist þekkja svo mikið inn á þau! Ha?

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 11:24

9 identicon

" Eða á ekki að ná þessu 15.2% til baka?"

Nei. Það er ekki markmið.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:39

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Björn þakka þér fyrir svarið.

Hinsvegar ef það er ekki markmið þá er mjög einfalt að sjá að 0,59% lækkun er ósköp lítil lækkun miðað við að hækkunin var 1.266xxx% á mánuði í þessari 15,2% hækkun.

Á því byggðist bloggið mitt um fréttina.

Hinsvegar ef ekki á að ná þessu 15.2% til baka afhverju er þá svona stórt að ná lækkun um 0,59% þegar að hækkunin undanfarna mánuði var meiri en helmingi hærri eða 1,266xx%.

Málið er einfalt frá minni hálfu! 0,59% er ekki neitt!

Hvað er komið til með að segja að næstu mánuði muni þetta ekki allt eins snúast við aftur og það verði hækkun á þessari vísitölu neysluverðs? 

Fræddu mig um það hvernig það má vera að þessi tala muni ekki hækka aftur, þar að segja að þetta verði ekki lækkun en hækkun aftur, vegna að það er rökrétt að á næstu mánuðum muni vöruverð hækka aftur í búðum? Einnig hversvegna  ekki með tilliti með stóraukna skatta! Hvernig kæmi það inn í dæmið?

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 11:52

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Að lokum. Ef þið lesið í það sem ég var að skrifa rétt! Hækkunin var meiri en helmingi hærri en lækkunin og miklu öflugri! Að ná tökum á einhverju samkvæmt svoleiðis er mjög einfalt í mínum huga að það þarf að sjá að einhver mánuður í lækkunni fari upp fyrir hækkunina. Þá fagna ég

Ég mun fagna því að ef ég sæi þessa lækkun verða meiri á næstu mánuðum. Meiri en 0,59% Vonandi að hún verði komin upp fyrir 1%. fljótlega. En því miður?.................

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 12:01

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef þú færir á bíl frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Þú ekur á 90 km hraða, en í lokin ferð þú inn í götu sem hámarkshraði er 30 og virðir þau hraðamörk. Meðalhraði gæti verið 78 km á klukkustund, og þá er spurningin væri eðlilegt að sekta þig fyrir of hraðan akstur í Hafnarfirði. Svarið er nei, þar sem þú virðir 30 km hraðamörk í Hafnarfirði, meðalhraði á ferðinni allri skiptir engu máli.

Hraði verðbólgunnar nú er sennilega undir 5%, það að taka meðalhraða hennar síðustu 12 mánðuði er mjög óheppilegt viðmið, þar sem á miðri leið lentum við í gengishruni, sem hækkar verðbólguna í takmarkaðan tíma og skekkir verðbólguútreikning  til lengri tíma.

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 12:48

13 identicon

Níðskrif sem stunduð eru af flokksdindlum á netinu eru hvað besta auglýsing fyrir flokkana :) Enda hrapar fylgi þeirra stöðugt. Hér er smá upprifjun fyrir alla - því að vítin eru jú þrátt fyrir allt til að varast þau ?

Efnahagsundrið sem kunni að reikna allt útskýrir mál sitt af þvílíkri einskærri ástríðu til flokksins. Nú mega Sigurður og Kristján leggja hausinn aðeins í bleyti og svara kannski í leiðinni fyrir útreikninga HHG - sem er kannski betur þekktur sem Flokksdindill nr. 1° http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

Vilja kjósendur greiða upp skuldir óreiðumanna eftir kosningar? :

http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni/ 

Sagði ekki Robert Albier sem er einn elsti og besti kreppuráðgjafi í heimi að það væri hægt að velja hæfara fólk að handahófi upp úr símaskránni heldur en þá sem sátu í síðustu ríkisstjórn?

Við kjósum  XO - fyrir Réttlæti - Siðferði og Lýðræði !

Sigurlaug (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:08

14 identicon

Sigurlaug: Ha? Þetta kemur umræðuefninu við hvernig?

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:01

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér svarið Sigurður. Samanburður sem þú getur um fyrst passar ekki í þessu dæmi. Ég er einfaldega að tala um að þegar búið væri að ná vísitölu neysluverðsins niður með meiri hraða og sterkara heldur en 0,59% því mér finnst eðlilega að það sé ekkert til að tala um þessi tala, bara moj....Ég tala jafnvel um að ég yrði ánægður með að ef hún færi yfir 1%.

>Hraði verðbólgunnar nú er sennilega undir 5%, það að taka meðalhraða hennar síðustu 12 mánðuði er mjög óheppilegt viðmið, þar sem á miðri leið lentum við í gengishruni, sem hækkar verðbólguna í takmarkaðan tíma og skekkir verðbólguútreikning  til lengri tíma.

 *****

En meðalhraði er eðlilegri vegna þess að gengishrunið var tímabundið á sérstökum mánuðum. Að velja meðalhækkun er gerð vegna þess ef ég nefni dæmi einhver tala: einn mánuðinn gæti vísitalan hafa hækkað um 0,78%, annan mánuðinn 1,1% og þann þriðja 0,50%. Samt er talan fyrir ofan 1%

Ef þessi tímabundna gengishrun er tekið út væri samt þessi tala langt yfir þessi 0,59% sem þessi lækkun var. Einhversstaðar nálægt 1% en ég hef ekki reiknað það út. Ég fylgdist hinsvegar vel með genginu á þessum tíma og er meðvitaður um hversu lengi þetta hrun varaði!

Síðan má reikna með að það verði enn meira gengishrun á næstunni ef út í það er farið. Meðal annars vegna hrun annara gjaldmiðla í Evrópu eins og Evruna. 

Ef hinsvegar litið væri eingöngu til framtíðarinnar með tilliti með hvers má vænta þá má segja að þessi tala 0,59 % sé aðeins smá stirkur til að vega upp á móti aukinni verðbólgu. En það er mín skoðun að slíkt muni gera á næstu mánuðum ef tekið er inn í útreikninginn alla þá þætti sem koma inn varðandi fjármál og afkomu heimilanna á næstunni.

Góðar stundir!

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 14:03

16 identicon

Guðni,

  Jæja, ég held að það sé kominn tími til að þú sitjir tíma í þjóðhagfræði. Ég held að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur. Verðbólga er sem betur fer að lækka, og ef hún stendur í stað í næsta mánuði þá mun ársverðbólga lækka um 3,4%, og fara niður í 12,8%. Það er engin verðbólguþrýstingur. Hvaða regin bull er þetta?

Sigurlaug,

    Það er ekkert sem segir að gengisfall verði ekki. Gengi krónunnar var allt of hátt skráð í of langan tíma. Mestur hluti af þessu fjármálasukki sem hefur staðið yfir mun bitna á komandi kynslóðum, en ekki á núverandi fasteingaeigendum. Þrátt fyrir það villt þú fara að skuldsetja framtíðina ennþá meira með því að gefa eftir skuldir, þá á fólki sem á fullt af eignum, og framtíðar vextir verða þar af leiðiandi hærri en ella.

    ..............vá, segi ekki meira.

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:26

17 identicon

Ja, hafi ég verið með dónaskap þá biðst ég afsökunar, það var ekki ætlunin.  Ég er bara að benda þér á að með því að geysast fram og blogga um þetta sem þú hefur ekki nógu góðan skilning á hefur þú orðið sjálfum þér til minnkunar og þú hefðir betur sleppt þessu.  Ég óska þess að vísu að þú komist ekki inn á þing en það er bara vegna þess að ég tel að aðrir hafi þangað meira að gera og það er minn réttur að hafa skoðun á því.

Ég ætla ekkert að ræða þetta neitt frekar.

Sig. (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:06

18 identicon

Það er aldeilis :o) kíkti örstutt hingað í morgun útfrá fréttinni, datt í hug að taka annan rúnt síðla dags og þá vantar ekki viðbrögðin.
Ég leit nú bara inn af hálfgerðri rælni í morgun, hélt kannski þú hefðir misskilið fréttina aðeins og kommentið var nú ekki meint verr en það, það var alls ekki ætlunin að ögra ró þinni.

 Hins vegar sýnist mér núna ekki vera um misskilning á fréttinni að ræða heldur á verðbólgunni, hegðun og sér í lagi útreikningi hennar.

 Vísitala Neysluverðs er ekki eitthvað sem við viljum ná niður í 0. Verðbólga er ekki eitthvað sem við viljum hafa lengi í háum tölum, en þaðanafsíður mikið í neikvæðum tölum. Þetta snýst ekki um það hvað maður vilji að gerist með lánin sín eða verðlag í landinu, ég er eingöngu að vísa í hegðun á þessari tilteknu vísitölu, útreikningi hennar og hvað það þýðir í raun og veru í daglegu tali, sem og útfrá þjóðhagfræðilegum skilningi. Útfrá því gaf t.d. Sigurður Þorsteinsson hér ágætis útskýringu og engin ástæða til að ég fari útí þetta neitt frekar.

Einnig er ástæða til að benda annars vegar á það að skv þessu er t.d. verðlag í dag lægra en það var í Janúar, sbr vísitölumælingar frá Hagstofu fyrir
Des, Jan, Feb, Mars:

117,9118,6119,2118,5

og hafa því t.d. skv því höfuðstólar verðtryggða lána breyst þannig að ekki er um hækkun að ræða þennan mánuðinn, heldur lækkun, nægilega mikla til þess að má segja að (lauslega orðað..) hækkun lána okkar frá áramótum sé gengin tilbaka. Í núverandi árferði er það áhugaverður og jákvæður hlutur sem ber að fagna. Ef bílstjóri er búinn að ýta á bremsurnar og snúa stýrinu og er í miðjum snúningi, er ekki endilega best að segja "já en hann er samt ekki alveg búinn að snúa sér 100% við strax". Þessir hlutir gerast ekki á degi, viku eða mánuði. Gagnvart sumum hlutum í þjóðfélaginu er ég óþolinmóður, akkurat núna er þolinmæði mín gagnvart þessum tiltekna hlut að aukast.

 Ekki að það komi neinum við en í ljósi skrýtinna athugasemda í þennan garð hér að ofan get ég alveg tekið fram að ég er enginn eignamaður, sit í sömu súpunni og allir aðrir, hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og sé að öllum líkindum fram á að skila auðu eða kjósa nýtt framboð í komandi kosningum. Einnig finnst mér að sumir mættu slaka aðeins á...  :o)

Kristján (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:20

19 identicon

Þú segir"Þegar að lækkun neysluverðs p.r. mánuð fer upp fyrir hækkunina á 12 mánuðum (0,59% fer upp fyrir 1,266% pr. mán) væri raunverulega hægt að segja að búið væri að ná tökum á verðbólgunni."

Eins og ég skil þetta, þá viltu að vísitala neysluverðs falli um 15%. Ég held að það sé ekki mikið skárra en 15% verðbólga.

Markmið í hagstjórn er að halda verðlagi stöðugu, verðbólga ekki of há og helst viljum við ekki sjá verðhjöðnun. Ef þetta ferli fer í gang, sem þú lýsir, erum við að fara inn í skeið verðhjöðnunar, sem er ekkert skárra en verðbólga. Þannig að það, verðstöðugleiki er ekki komin á.

Við viljum sjá sem minnsta breytingu á vístölu neysluverðs, og ef einhverja þá mjög lága jákvæða prósentu!

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:45

20 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jóhannes? Hversu margir frambjóðendur sem nú eru í heldur þú að hafi setið tíma í Þjóðhagfræði og kynnt sér þessa útreikninga? Ég væri alveg hinsvegar tilbúinn að kynna mér hvernig verðbólgan er reiknuð og vísitölunar reiknaðar.

Ég er ekki svo viss um að verðbólga sé að lækka mikið á næstunni. Allt í lagi, þennslan er minni en hinsvegar er ekkert hægt að sjá fram á að aðstæður þær sem voru frá tildæmis október til desember geti ekki myndast í sumar?!

Ég er tildæmis ekkert að sjá fram á það að vöruverð lækki á næstunni. Frekar á hinn veginn. Hinsvegar væri ég ósköp glaður ef verðbólga lækkaði meira á næstunni.

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 08:36

21 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kristján. Látum kyrrt lyggja en það væri hinsvegar flott að sjá ef þessar tölur sem þú gefur upp þarna halda áfram að lækka og þá hraðar.

Vonumst eftir að talan verði 116,8 tildæmis, eða lækkun um 0,7 í stað 0,6.

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 08:43

22 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sig. Eitthvað hlýtur þú að hafa misskilið þetta eitthvað því að ég var að tala einfalda hluti: að vísitala neysluverðs hafi lækkað ósköp lítið. Mér fannst þessi tala 0,59% vera lág.

Ég var ekki að geysast fram til að tala um verðbólgu almennt. Enda sagði ég í pistlinum að ég hefði ekki vit á verðbólgútreikningi.

Varðandi athugasemd þína að ég hefði ekki erindi inn á þing þá finnst mér hún vera mjög þunn. Að segja að einhver hafi ekki erindi inn á þing vegna eins tiltekis máls er fáránlegt. Einmitt vegna þess að það væri mjög auðvelt að læra inn á þetta.

Ég vil benda þér á að ég hef kynnt mér ýmsa hluti. Svo dæmi sé nefnt þá hef ég kynnt mér hvernig viðskipti með gjaldeyri virka. Ég hef notað viðskiptahermi á FOREX og kann inn á að nota PIPS ofl. og öll línurit varðandi þetta.

Þetta er svona svipað að segja: Ef ég keypti mér bíl eins og Almera á verðinu kringum 1.500.000 og lenti í árekstri. Afþví ég lenti í árekstri þá ætti ég engan rétt á að kaupa mér dýrari bíl ef ég hefði efni á því.

Sig., Kristján,  Jóhannes og Hissa. Það er svona fólk eins og þið sem hjálpa mér til að halda ótrauður áfram Ég sé að ég er á réttri leið ef ég er að fá svona glataðar athugasemdir eins og fyrstu fjórar hér.

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 08:56

23 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Að lokum. Vegna pistils míns um þessa frétt í gær fékk ég hæsta innlit á bloggið mitt síðan að ég byrjaði að blogga í fyrra sumar, eða 409. Spurningin er sú hvort að tilgangi mínum hafi verið náð? Að ná inn fólk á bloggsíðuna vegna blogg míns, eða saklaust komment frá mér um að mér finndist að vísitala neysluverðs hafi lækkað lítið.

Tilgangurinn var að sá að ná inn fólki á síðuna án þess að tapa neinu.

Góðar stundir

Guðni Karl Harðarson, 25.3.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband