Ísland brennur

Í hvernig landi vilt þú búa í framtíðinni?
 
islandbrennur2.jpg

 
Viltu búa í landi þar sem þú sem launþegi heldur áfram að blæða fyrir græðgi  atvinnu fjárglæframanna?
 
Vilt þú búa í landi þar sem þú munt halda áfram að borga háa vexti á íbúðaláni þínu?
 
Vilt þú búa í landi sem þar sem þú munt þurfa áfram búa við hátt matvöruverð?
 
 
Viltu búa í landi þar sem þú munt áfram sjá stjórnmálaflokka setja menn í sínum flokki í hinar ýmsu valdastöður  eins og tíðkast hefur?
 
Viltu búa í landi þar sem þú heldur áfram að búa við sama kerfi?
 
Þá kýst þú áfram einhvern af fjórflokkunum
 
 
En þá borgar þú mér það sem þú skuldar mér!
 
 
                                             Hvaða ábyrgð berð þú sem kjósandi?                                                                                             
  
1. afkomu þíns sjálfs og fjölskyldu þinnar
 
2. að veita flokki umboð til að fara með þín mál á þann veg að tryggja afkomu þína og fjölskyldu þinnar og annara landsmanna
 
3.  síðan hefur val þitt á flokki áhrif á því hverjir stjórna landinu. Þannig ef; þegar að þú velur, þar að segja kýst þér flokk þá ertu um leið búinn að setja mig sem annan kjósanda að lenda í að búa við þá flokka sem veljast saman til stjórnunar. Þannig  þú hefur áhrif á val á því kerfi sem flokkarnir munu nota til stjórnunar við. Þú hefur því alltaf áhrif á val mitt eins og ég hef áhrif á val þitt. 
 
Þannig er að þeir flokkar sem lenda saman í stjórn eftir val okkar kjósendanna standa sig ekki þá í raun berum við sem kjósendur alltaf smá ábyrgð á því að hafa valið yfir okkur stjórnendur sem geta ekki náð að leysa vandamál þjóðfélagsins. Þannig berum við sem kjósendur alltaf einhverja ábyrgð!
 
Það er þegar sannað að kerfið virkaði ekki og fólkið sem bjó til kerfið var heldur ekki að standa sig!
 
Því þurfum við íslendingar að koma saman til að búa til nýtt kerfi þar sem allir þegnar landsins getum verið í sátt við. Núverandi stjórnmálamenn hafa engvar lausnir til þess. Aðeins við fólkið í landinu getum búið til nýjar lausnir!
 
Því spyr ég ykkur? Vilt þú eiga þátt í því að velja yfir þig aftur flokka sem munu viðhalda sama kerfinu? 
Er ekki sannað að mennirnir með kerfið sem við höfum búið við geta ekki notað kerfið áfram vegna þess að það er meingallað?
 
 Allar þessar spurningar koma upp í hugann vegna fjárhagslegrar stöðu Íslands og hverja framtíð við veljum okkur. Því segi ég!: Það er svo mikilvægt að velja okkur framtíð þar sem við vinnandi fólk þessa lands getum búið saman í sátt og samlyndi. Í sátt við afkomu okkar. Í sátt við samfélag okkar. Í sátt við okkur.
 
Það er alveg á hreinu að einhversstaðar þurfum við sem fólkið að byrja á vali okkar til breytingar á samfélaginu. Að gera Ísland hæft til að búa í því.
 
 Nýja Ísland
 
Ef ég sé einhvern af fjórflokkunum við stjórn eftir kosningar þá mun ég fara burt af landinu! Ég mun leggja það til við hóp manna að leitast eftir að mega stofna samfélag íslendinga í öðru landi eins og Canada svo dæmi sé tekið. Nýlenda íslendinga sem kölluð yrði:
 
Nýja Ísland
 
 
Þetta er nokkuð sem ég hef heyrt hjá nokkuð mörgu fólki. Að það gæti orðið stór landsflótti.
Það væri hægt að gera þennan flótta skipulegan! Að hópur fólks taki sig einfaldlega saman um að flytja burt af landinu og fá leyfi fyrir að mynda þorpssvæðis samfélag í öðru landi.
 
Hvað sem verður: Ef okkur fólkinu tekst ekki að losa landið undan valdagræðgi og peningagræðgi nú alveg á næstunni. Þá er ég farinn og fullt af öðru fólki! 
Það er á hreinu að ég treysti ekki fjórflokknum til þess að leysa vandann!
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband