Dæmisaga 2 hluti

Í dæmi mínu hér á undan kem ég smávegis inn á sparnað fólks. Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hamrað á því við fólk að sparnaður sé af hinu góða.  Að það sé gott fyrir okkur og þjóðfélagið að fólk leggi til hliðar peninga inn á banka. Að við það dragi úr verðbólgu.

En þið sem fóruð eftir þessu, hvað er orðið af sparnaðinum? Peningar fólks voru uppurnir í bönkunum, þó auðvitað bankinn hefði átt að borga fólki út peninga sína þegar að það sóttist eftir þeim. En þá af lánsfé sem bankinn sjálfur þurfti utan að.Síðan gat bankinn það ekki vegna þess að hann var tekinn eignarhaldi af ríkinu.

Hvað er það langt síðan sem bankanir byrjuðu að lána og lána eins og þeir gátu? Einmitt á þeim tíma er hægt að segja að stjórnvöld hefðu átt að vakna upp af vondum draumi og skoða stöðuna vandlega. Óheft lánsfjármagn til almennings og lang flest lánin á verðtryggingu. Auðséð var að bankanir voru að verð uppurnir af lausafjárstöðu. Með öllum þessum óheftu útlánum til fólks hefði málið átt að vera augljóst. Þeir þurftu að  ná sér í sem mesta peninga til að borga af lánum sem þeir höfðu tekið sjálfir erlendis frá. Komið var að þeirra eigin skuldadögum.

Lánasaga:

Það er örugglega svona hefur gerst með marga einstaklinga. Jón fer í bankann sinn og biður um lán vegna þess að ef hann fær ekki fjármagn þá fer hann á hausinn. Hann skuldar á mörgum stöðum og er kannski með lán í þremur bönkum. Nú, hann fer til bankastjórans og biður um lán. Hann þurfi 2 millur því ef ekki þá er allt hrunið. Hvað ætlarðu að gera við peningana spyr bankastjórinn. Jón skýrir málið fyrir bankastjóranum vandlega. Hann þurfi lán til þess að sameina allar skuldirnar í eina því þá geti hann borgað af því með nýjum greiðslum sem er mánaðarlega helmingi lægri en hann sé vanur á borga. En þá svarar bankastjórinn: heldur þú að við séum að fara að lána þér til að borga upp lán í öðrum bönkum? Það eina sem við getum gert er að lána þér til að endurgera lán hér í bankanum. Þú verður að semja í hinum bönkunum um lánin þar. 

Svo komst hann Jón út úr vandanum eða versnaði staðan?Auðvitað versnaði staðan vegna þess að Jón þurfti að borga ýmiss gjöld af nýju láni ognýja verðtryggingu osfrv. Nei það var bankinn sem hagnaðist en ekki hann! Hann var settur í verri stöðu.

Bankinn minn? er hann vinur minn? Eða einfaldlega að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni? Ég er handviss um að fullt af fólki sem hefur lent í svipaðri stöðu! Og ýmsar sárgrætilegar ástæður til! Ástæður sem geta einfaldlega svo dæmi sé tekið, verið heilsufarslegs eðlis!

En hversvegna gripu stjórnvöld til ekki neinna ráðstafana? Var það virkilega afþví að þau voru svo barnaleg að hafa ekki gert sér grein fyrir hvað væri að fara að gerast? Eigum við svona barnalega einstaklinga við stjórnun? Eða er ástæðan kannski önnur? Við skulum gera okkur grein fyrir að innan þeirra flokka sem voru í stjórn voru og eru einstaklingar sem fylgja eftir stefnu óhefts fjármagns og frjálshyggju. Fólk innan bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Fólk sem jafnvel sjálft tók þátt í fjármálabólunni.

Að skrifa um þessi mál öll þarf um margt að hyggja. Við getum ekki með nokkru móti vitað allar þær leiðir sem þessir menn innan fjármálageirans notuðu. Hagfræði þeirra var greinilega ekki að virka! En til þess að kafa ofan í málin þurfum við að fá nokkra hlutlausa fjármála sérfræðinga erlendis frá! Slíkt þarf þó að gera hið fyrsta.

 

Varðandi almenning er það að segja að hann var blekktur til þátttöku í þessu öllu. Fólki var sagt að það væri góðæri þegar að raunin var önnur eins og komið hefur á daginn. Nú stendur almenningur fyrir því að þurfa að blæða fyrir svikamyllu og fjármálaóreiðu þessara einstaklinga. Nú þarf hinn vinnandi maður að borga fyrir óreiðuna með hækkandi vöruverði og meiri sköttum. Skuldir Ríkissjóðs lenda á hinum almenna launamanni en ekki þeim sem settu þjóðina í þá stöðu sem hún er í! 

Erum við búin að gefast upp í baráttunni? Ætlum við að taka þessu þegjandi og hljóðalaust? Á allt saman að renna í sama farið á næstu árum og sama helv. hringrás bullsins að halda áfram? 

Guð minn góður hvernig komið er fyrir þessari þjóð ef við almenningur getum ekki komið saman til að koma í veg fyrir að sagan muni endurtaka sig! Eg er búinn að skoða málið frá mínu sjónarhorni! Ég mun aldrei aftur kjósa neinn af hinum gömlu fjórflokkum til valda því þeir munu gera lítið sem ekkert til að laga stöðuna. Fyrir mér er það alveg ljóst. Við almenningur sjálfir þurfum að koma okkur saman um að breyta Íslandi þannig að fólk geti lifað hér í landinu í sátt og samlyndi!

 Eins og áður sagði

Ég er ekki viðskiptafræðingur heldur einfaldlega einn af vinnandi fólki þessa lands sem er búinn að fá nóg! Gott fólk hugsið málið vandlega og gerið ykkur grein fyrir stöðunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband