Tilkynning frá Samstöðu - bandalagi grasrótarhópa

Í ljósi þess að treglega gengur að ná samkomulagi milli stjórnmálaflokka um breytingar á kosningalögum vill Samstaða - bandalag grasrótarhópa koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Samstaða og grasrótarhópar í framboðsundirbúningi krefjast þess að fá að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og boðið fram raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting nær ekki fram að ganga verður það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði ekki þegjandi tekið.


Með kveðju,

F.h. framkvæmdastjórnar Samstöðu,

Sigurður Sigurðsson

 

 


mbl.is Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með framtakið, megi það verða okkur til goðs!

Kolla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir Kolla

Nú bjóðum við öllu góðu fólki að tak þátt að rétta þjóðina við út úr flokka og spillingarruglinu. Ef við fólkið getum það ekki, þá getur það enginn! Ekki geta flokkarnir það!

Guðni Karl Harðarson, 19.2.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband