Ég er með hugmynd

Hvernig væri að einhver mótmælenda dulbúi sig og þykist vera Davíð í dulbúningi að komast inn í Seðlabankann?Tounge

Svona tvöfaldur dulbúningurWink

 Þannig má ná í skottið á kallinum þegar að komið er inn og afhjúpa hann fyrir alvöru.

 

Annars eitt varðandi þetta með að setja þurfi lög á að Davíð. Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að byrja á því strax þegar að hún tók til starfa, eins og ég skrifaði áður á bloggi mínu.

En síðan er eitt annað í þessu. Var það ekki Davíð sjálfur sem kom sér í seðlabankann þegar að hann hætti sem forsætisráðherra?  Því hefði hann í raun átt að segja sér upp sjálfur. Sem segir mér eitt og annað! Hvers eðli þessi karl þarna hefur.

 

 


mbl.is Össur hittir Davíð í dulargervi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri ansi góður hrekkur ef Örn Árnason yrði fenginn til að mæta kl 7:45 á mánudagsmorguninn til að vera á undan Davíð í vinnuna!

Einnig mætti færa Seðlabankann tímabundið í eitthvað skrifstofuhúsnæði, sem er nóg framboð af um þessar mundir. Dabbi getur svo bara haldið áfram að mæta á Kalkofnsveginn, við þurfum ekkert að segja honum frá því að búið sé að skipta um heimilisfang. Ef Davíð yfigefur ekki bankann, verður þá ekki bankinn bara að yfirgefa Davíð?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eða ef Örn kemst inn í þessu tvöfalda dulargerfi þá getur hann fært til skrifstofuna og tekið með sér gögn yfir í aðra skrifstofu á nýjum stað. Þá sleppur  hún Jóhanna við að setja lög á kallinn.

Guð minn hvað Ísland er orðið mikið rugl land að búa í. Þar býr fullt af fólki sem er siðblint og veruleikafyrt.

Við þyrftum að setja í gang lækningastofu fyrir svona fólk. Ég nefni engin nöfn. Það er fullt af svona fólki. Því miður...

Guðni Karl Harðarson, 13.2.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband