Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Alltaf sjáum við betur og betur
hvernig flokkar eru bull. Voru það ekki Samfylkingarmenn sem sögðu að ein af ástæðum þess að þeir gengu úr samstarfi við Sjálfssæðismenn að þeir vildu bankastjóra Seðlabankans burt?
Hvernig er staðan? Þetta rýrir traust almennings rosalega á getu þessarar stjórnar til að stjórna. Rosaleg mistök. Gat Össur ekki haldið í höndina á Jóhönnu og passað að þetta hefði ekki farið út?
Málið er að það var fyrirfram vitað að valdakóngurinn þarna í Seðlabankanum færi ekki nema með lögum. Svo, Jóhanna flýttu þér að setja lög á kallinn svo þú farir nú ekki í algjöra falleinkunn meðal þjóðarinnar. Eh
Nú þarf Samfylkingin að vera í stjórn á meðan að sama Seðlabankastjórn heldur völdum og þegar að Samfylkingin og Sjálfsstæðisflokkurinn voru.
Samfylkingin er eiginlega búin að missa grundvöllinn fyrir stjórn sinni. Allavega þangað til að ný lög verða til. En þá koma hinir vitleys....... og munu tefja allan málaflutning á þingi um þetta mál eins og hægt er.
Málið er að þetta getur orðið til þess að tefja rosalega önnur lagamál sem eru í gangi á þingi.
Jóhanna, han, hana, hana, hana, han.
Deilur á Íslandi valda skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er að það fyrsta sem þessi stjórn hefði átt að gera að setja lög á þetta eins fljótt og hægt væri.
Ég vissi svo sem alltaf að þetta tiltekna mál ætti eftir að vera hæll á þessa stjórn og sá strax hvert stefndi.
Aldrei var það ég sem treysti þessari stjórn. Og verður aldrei.
Það má Guð vita hvað gerist næst í þessu volaða landi. Ég hugsa satt best að segja með hryllingi til framtíðarinnar ef næsta stjórn í landinu hefur eitthvað með flokka að gera. Reikna annars með möguleika á stjórnarkreppu eftir næstu kosningar.
Guðni Karl Harðarson, 10.2.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.