Smávegis áhugaverðir punktar varðandi "Okkar Ísland"

Á Alþingi Íslands fer fram málaþvælingur og karp fram og til baka áður en að lög verða til. Mér finnst að góð mál taki alltof langan tíma. Frumvörp geta verið í umferðum og ræðuferli í 3 mánuði eða lengur áður en að niðurstaða fæst og málið verði tilbúið sem lög.

Það þarf einfaldlega að stytta þennan tíma verulega! Það er mjög einfalt að sjá að ef það væri fólk sem réði í staðinn fyrir flokkarþá væri þessi tími miklu styttri!

Slíkt væri þó ekki léttara með einu kjördæmi. Þar sem einfaldega sama karp mun halda áfram en með fólki. Enn sama karp í ræðustólum fram og til baka. Og í mikilli fjarlægð við íbúa og landsvæði landsins. Við vitum hvernig það getur tildæmis verið með samgöngur á Vestfjörðum á vetri til.

 Eftir að hafa skoðað þessi mál sé ég alltaf betur og betur hversu hagstæð hugmynd mín er að skipta landinu niður í 5 svæði. 

Inni á þingsvæði gætu fulltrúar einfaldlega rætt saman við hringborð og síðan eru þeir í miklu meiri nálægð við íbúa á svæðinu. Þannig má stytta tíma í málum verulega. Kannski að mál taki hámark 2 vikur að fara í gegn um þing.

Hvernig litist ykkur á að sjá hin ýmsu mál eins og tildæmis Húsnæðismál far í gegnum þing á 2 vikum frekar en 2 til 3 mánuði?

Það eru fullt af málum á alþingi sem snúast um landsvæði landsins. Það þarf að ræða slík mál hvert fyrir sig eitt og sér. Með minni hugmynd eru slík mál einfaldega fyrst rædd inni á svæðisþingi og ef þurfa þykir síðan rædd á aðal alþingi.

Það er nálægð í staðinn fyrir fjarlægð sem skiptir svo miklu máli!

Einnig varðandi að tryggja almenningi frumþarfir eins og húsnæði, fæði og klæði þá væri það einnig einfaldega best í nálægð við íbúa svæða heldur en í fjarlægð við íbúana á einu þingi!

Ég legg til að þið skoðið vel hvað má gera við hugmynd mína!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.

Offari, 7.2.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Fyrstir koma þyrstir fá

ef fjarlægðin er í bæinn

styttra er stuðið heimanfrá

ef stór er heimandraginn

Guðni Karl Harðarson, 7.2.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband