Í þriðja gír

Þeir sem hefur dottið í huga að skoða stjórnskipunar hugmynd mína sem ég kalla "Okkar Ísland" fólk fyrir fólk gæti kannski fundist hún flókin og erfitt að setja í gang. Kannski óraunhæf eins og er? Ég er sammála. Hinsvegar tel ég hana vera vel skoðunarfæra og mætti alveg skoða hana niður í kjölinn.

Enginn er kominn til með að segja að það sé auðvelt að  breyta og setja nýtt í gang! Góðir hlutir byrja hægt en enda með að vera til hags fyrir alla!

Mönnum skal ekki detta í hug að ég sé að setja svona hugmynd af stað án þess að hugsa hana lengra! Ég er með fullt af hugmyndum á bak við grunninn. Því er hún alveg virðingarverð og mætti alveg skoða.

 Ég er einfaldlega með bestu hugmyndina ef það á að kjósa fólk í framtíðinni en ekki flokka.  Rakkið hana niður. Ég hef góð svör við allri gagnrýni á hugmyndina! En virðið grunnhugmyndina fyrir ykkur með opnum huga!

 http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/767528

Eitt veit ég! Ég mun aldrei það sem eftir er ævi minnar koma nálægt stjórnmálaflokki! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er enginn galli vegna þess að efstu menn á listanum raðast eftir vægi. Og þeir sem fara í stjórn munu vera þeir sem eru efstir á listanum.

 Þetta er 100 manns til að halda listanum heitum og ekki þurfi alltaf vera að kjósa. Þannig fari einfaldega næstu menn í næsta starf og hæsti maður á listanum fer upp í staðinn! Listinn er kosinn amk. til 2ja ára.

Þú ert að misskilja þetta! Það verður prófkjör á fólki og valið er af efstu mönnum af listanum. Þannig gengur hugmyndin út á! Vægið gengur út á gildismat.

Hinsvegar mætti auðveldlega  skoða hvernig best væri að velja þetta!

Já íslendingar eru búnir að fá yfir sig nóg á lagaflækjum ég er þér sammála um það!

Guðni Karl Harðarson, 24.1.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Athugaðu Óskar kallinn að ég er mjög opinn fyrir góðum hugmyndum og breytingum á hugmyndinni! Ekki vera of gagnrýninn því ég er örugglega tilbúinn að skoða ef þú kæmir með eitthvað!

Guðni Karl Harðarson, 24.1.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskar ég legg til að þú skoðir næstu færslur hjá mér sem verða Bloggaðar hér á Blogginu mínu á næstunni. Þar mun ég skýra nánar út hugmynd mína!

Ef þú skoðar vel þá sérðu afhverju ég vel vægi heldur en atkvæði!

Guðni Karl Harðarson, 24.1.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já ég er meira að segja búinn að senda mína hugmynd frá mér á toppana og býst við svari þaðan fljótlega

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Varðandi gjaldmiðilinn þá hef ég mestan áhuga á að halda krónunni okkar en vel mögulegt væri að vera með dollar.

Kannski tvo gjaldmiðla eins og Júlíus Björnsson stakk uppá svo vel og hressilega.

 Afhverju Dollar frekar en Evru? Einfaldlega vegna þess sem stendur er dollarinn sterkastur vegna fjármálaumsvifa Bandaríkjanna í heiminum. Minnst flöktandi og stöðugastur þegar að á reynir. Réttir sig fljótast við eftir miklar lækkanir.

Finnst þér ekki fyndið að ekki nærri því öll lönd sem hafa gengið í ESB hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Ég hef nú oft að vera að skoða Forex línurit (simulator á gjaldmiðla en í rauntíma). Þar ganga kaupina og sölunar á gjaldmiðli á mót hverjum öðrum eins og:

USD/JPN

USD/GBP 

SEK/GSB 

Þegar að keypt er í öðrum er selt í hinum. Ég hef oft séð að evran hefur verið meira flöktandi en Dollar á línuritiunum. Athugaðu að ég þekki mjög vel inn á þetta og fær í að lesa í línurit. Veit þessvegna hvað ég er að tala um!

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 00:57

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Veistu að ég hef sagt fyrir löngu síðan að staðan háj okkur íslendingum væri ekki svona ef við hefðum tekið okkur til fyrir mörgum árumog keypt Gull til hedge-a á móti falli krónunnar. Tildæmis hefðum við getað byrjað á Gullkaupum í upphafi svokallaðs "'Óðæris" 

Hvernig væri staðan núna ef við hefðum átt Gullforða? Skuldirnar hjá Ríkissjóð væru helmingi minni.

En varðandi Dollar. Ég er svo sem ekkert á móti því sem þú varst að skrifa! Málið er að draumur minn sé að halda krónunni þá einfaldega er Dollarinn sá gjaldmiðill sem á mesta möguleika að taka aftur við sér.

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband