Fimmtudagur, 11. desember 2008
Áskorun til allra Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands (3)
Framhald:
Ég er að leita að venjulegum erlendum Bloggum líka til að senda inn bréf. Ég mun fara inn á staði í ýmsum löndum. Sem nýtt bréf í kvöld og finn staði til að seta inn. Hvet aðra til að gera hið sama!
Ef einhver er að velta fyrir sér merkingunni:
MODUS OPERANDI þá má nota hana með tilvísun í ofríki og gerræði
*****
Ég skora á alla Bloggara sem eru á móti Ríkisstjórn Íslands að gjöra heiminum kunnugt um stöðu Íslands.
Þeir sem kunna að skrifa á ensku skrifi bréf og sendi fréttastofum úti í heimi og á öll hugsanleg Blogg.
Þrátt fyrir að Ríkisstjórnin sé orðin sú óvinsælasta síðan að Lýðveldið Ísland byrjaði og mjög öflug mótmæli manna með meirihluta úr skoðanakönnunum á bak við sig þá neitar hún að segja af sér.
Sýnum óvinsældir Ríkisstjórnar Íslands úti í heimi líka! Í bréfum okkar gætum við komið inn á hvernig Ríkisstjórnin neitar okkur að segja afsér þrátt fyrir öflugustu mótmæli í Íslandssögunni. Við gætum komið líka inná það hversu friðsæl þjóðin er og það sé ekki í eðli okkar fólksins á Íslandi að gera Byltingu! Að ef svipuð staða í einhverju landi úti í heimi væri komin upp þá hefði fólkið í því landi þegar gert byltingu og komið stjórn þess lands frá. Eða að Ríkisstjórn í því landi hefði þegar sagt afsér! Þess vegna séum við að reyna að fá fólk úti í heimi í lið með okkur.
Athugið að við þurfum ekki að vera hrædd um að Ísland verði enn óvinsælla úti í heimi en það er. Við getum auðveldlega skýrt út að það séufáir einstaklingar sem hafi komið þessu af stað en ekki fólkið í landinu.
Förum af stað að senda bréf til fréttastofa og á Blogg út um allan heim!
Ég er að fara að byrja á þessu sjálfur! Ég mun senda fréttastofum úti í heimi og á Blogg líka! Athugið að sumar fréttastofur hafa Blogg eins og við hér heima líka!
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
Fylgist með þessu hjá þér, Guðni. Ofgerði mér og er að hlaða mig á ný. Gott að sjá að þú ert að, - iðinn við kolann. Stundum, til að byrja með, þegar maður er að koma hugmynd sinni á flot, þá er maður oft helvíti hreint einn. þess vegna hvet ég þig áfram. Hikaðu ekki við að senda mér línu(frá stjórnborði), sem bloggvinur. Við þurfum öll á því að halda að fá pepp, stuðning, ...Já, bara hreinlega að deila hlutum hvert með öðru. við erum jú félagsverur.
Bestu kveðjur, Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 11.12.2008 kl. 20:54
Þakka þér fyrir hvatningarnar og stuðninginn
Ég er einmitt að sjá að ég er mikið einn enn sem komið er!
Hvernig á ég að útfæra þetta eitthvað betur?
Ert þú til í að semja eitt og senda á einhvern stað? Ég þarf jú að vellta boltanum áfram! Koma þessu í gang með fleirum en mér.
Ég veit ekki hvort fólk er að ná sama skilningi í þetta eins og við?! Hversu öflugt tæki þetta getur verið. Þú talaðir eitthvað um: jafnast á við Byltingu. Það er nefnilega málið!Ef nógu margir skrifa og senda bréf þá er þetta öflugt tæki.
Hvað sem líður mun ég halda áfram og eitthvað á hverju hvöldi.
Guðni Karl Harðarson, 11.12.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.