Sunnudagur, 7. desember 2008
Raunsæismat!!!!!
Niðurtalningin heldur áfram.............
"Okkar Ísland"
framtíð Íslands án stjórnmálaflokka
Alltaf á leið Íslands í gegnum samtíðina síðan að Lýðveldið var stofnað hafa stjórnmálaflokkar þurft málamiðlun! Eftir (og fyrir) kosningar hafa menn úr flokkunum staðið í fundum eftir fundum til að leita að málamiðlunum ýmissa málaflokka!
Sama hversu stjórnmálaflokkur er stór eða hefur fögur og háleit málefni þá mun hann alltaf gefa ýmislegt eftir í málefnum til að geta myndað stjórn með hinum flokknum eða flokkunum. Þannig hefur það oft verið í gegnum tíðina að flokkar hafa þurft að gefa eftir málefni sem þeir telja góð, til að geta myndað stjórn. Hægt er svo líka að nefna fullt af stjórnmálamönnum innan flokkana sem hafa þurft að gefa eftir frá sínum málefnum á meðan á Alþingi stendur.
Síðan er það spurningin hvort flokkar geti yfirleitt myndað stjórn og starfað saman? Tökum dæmi: Til að hægt verði að mynda næstu Ríkisstjórn þurfa amk. 2 flokkar að mynda hana saman! Áttum okkur á að Samfylking og Vinstri Grænir hafa alltof ólík málefni til að geta myndað stjórn saman. Þar má telja, virkjaninar og evrópumálin! Og ekki mun neinn stjórnmálaflokkur getað starfað með Sjálfstæðisflokknum eftir það sem hefur gengið á! Slíkt væri hreinlega að svíkja þjóðina að fara í samstarf með flokki sem átti langmestan þátt í því hvernig komið er.
Það er gjörsamlega ógerlegt að sjá hvernig Samfylkingin getur verið áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokki meðan að horfa upp á þá að þeirra draumar deyji út! En þeir draumar voru: að verða stærsti flokkurinn á landinu í náinni framtíð. Hvernig getur Samfykingin horft upp á að fylgi þeirra mun dala á næstu mánuðum vegna veru þeirra í Ríkisstjórn? En það er næsta öruggt að slíkt mun gerast.
Það er gjörsamlega erfitt að sjá hvernig Samfylkingin ætti að geta gefið eftir það málefni sem þeir hafa sýfellt hamrað á í gegnum tíðina! Ísland burt, Ísland í Evrópusambandið.
Það er gjörsamlega erfitt að sjá hvernig Vinstri Grænir geta gefið eftir með Virkjaninar! Málefni sem sá flokkur hefur í gegnum tíðina sett ofarlega í spjótsoddinn.
Niðurstaða:
Íslandi og málefnum þess mun langbest borgið án stjórnmálaflokka! Þegar að fólkið sjálft vinnur saman þá þarf það ekki að vera rýgbundið þeim flokki sem það er í. Málefnin á oddinn! Þannig að langrökréttast er að mynda nýtt Ísland án stjórnmálaflokka!
Skoðið:
Okkar Ísland!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt 8.12.2008 kl. 11:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.