Sunnudagur, 7. desember 2008
Niðurtalning heldur áfram...............
framhald síðustu færslu
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér til hvaða róttækra aðgerða sé hægt að grípa til að snúa við efnahagsvandanum.
Ég ætla að leyfa mér hér að fullyrða að ég hafi fundið leið sem hægt væri að nota til að snúa þróuninni við á sem stytstum tíma. Leið sem ég held að engum hafi raunverulega dottið í hug (sem ég er þó ekki viss um). Þessi leið er svo raunverluleg að ekki einu sinni Ríkisstjórnin hefur dottið hún í hug. Gæti orðið mjög öflug.
Þessa leið þarf að skipuleggja vel en ég held alveg að hún sé raunhæf. Hugmyndin er að gerjast í hugarvinnslunni minni og að fara á blað! En ég get því miður ekki Bloggað hana strax hér. Ekki vil ég að aðrir hakki hana niður eða nota hluta af henni.
Að slíku dæmi þyrfti auðvitað að koma (síðar) Hagfræðingar og fleiri sem gætu nýtst til slíkrar aðgerða sem tekur einhverja mánuði að framkvæma. En hvernig á að fá peninga og hvernig á að nota þá? Það er nú m.a. sem hugmyndin sem ég er að þróa gengur út á.
skoðun:
Þegar að þennslan var sem mest í þjóðfélaginu þurfti að koma bremsur á og halda á móti. Passa upp á að framkvæmdir færu ekki úr böndunum eins og það gerði. Þjóðfélagið var orðið ofurþanið meðfram þegar að bankahrunið var að verða til.
Gallinn var sá að næstum öllu var sleppt lausu í þjóðfélaginu þegar að þennslan var. Þegar átti að vera öflug bremsa! Það er mér alveg gjörsamlega ljóst að Seðlabankinn hefði átti að vera á varðbergi ekki bara í vor heldur frekar þegar að þanið fór upp úr öllu valdi eða amk. fyrir meira en 2 árum síðan. Alltaf að gera ráð fyrir möguleikanum!Það er alveg gjörsamlega ljóst að þó Davíð segist hafa varað við þessu í vor þá sýnir það algjört dómgreindarleysi að hafa ekki fylgst nógu vel með til að hafa alltaf verið viðbúnir. Sem segir einfaldlega að Seðlabankinn var ekki að standa sig fyrir löngu, löngu síðan.
skoðun endar.....
Þegar að aftur á móti að þjóðfélagið er orðið eins og það er nú með hruninu og efnahagsvandanum ætti að leggja peninga beint inn í þjóðfélagið. Byggja upp til framtíðar!Streytast og móti og snúa þróuninni við þegar að móti blæs! Það sem Ríkisstjórnin er aftur á móti að gera er að auka skuldir, taka lán og nota peningana í krónuspil. Mjög hættusamt verk sem getur orðið þess valdandi að þjóðin fer alveg á hausinn ef illa til tekst. Sem segir auðvitað að Ríkisstjórnin á að hafa vit á að leggja ekki á þjóðina slíka áhættu sem hún er að gera!
Varðandi mótmælin sem fara fram. Það er nauðsynlegt að skilja það að við eigum að koma með á blöð af raunhæfum aðgerðum sem hægt væri að framkvæma. Sýna fram á að það sé rangt sem stjórnin er að gera og fólkið geti gert betur! Auðvitað veit ég að ýmsislegt er að koma fram en það þarf að samræma. Vegna þess að ef ný stjórn verður til með flokkum þá er alls ekki víst að sú stjórn vilji nota nema smá hluta af þeim hugmyndum um aðgerðir sem koma fram!
Hinsvegar er hægt að færa ofursterk rök fyrir því að Ríkisstjórnin ætti að segja afsér! Hún fellst ekki bara í mótmælunum heldur líka koma stjórninni í skylning á að mjög illa gæti farið í fyrsta sinn í Lýðveldi Íslands ef hún segir ekki af sér. Það er mjög óvíst að Ríksstjórn Íslands vilji hafa slíkt á samviskunni sem gæti gerst! Ég er með þessum orðum auðvitað ekkert að vera með neinar hótanir. Enda hef ég verið mjög friðsamur maður og gæti ekki haft í frammi ofbeldi og ekki einu sinni maður sem gæti gengið til neinnra slíkra aðgerða. En Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir alvarleik málsins! Gera sér grein fyrir hvað fólkið verður hugsanlega tilbúið til að gera í náinni framtíð til að koma þeim frá.
Aldrei nokkurn tímann í sögu Lýðveldis Íslands hefur verið eins mikil andstaða gegn Ríkisstjórn eins og nú!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.