Hljóðláta byltingin?

Þau lifa í einhverjum öðrum heimi en við almenningur

Greinilegt er að Ríkisstjórnin ætlar ekki að taka neina ábyrgð og segja af sér. Sama hvað almenningur fer fram á. Greinilegt að stjórnmálamenn líta svo á að eina ábyrgð sem þeir eigi að taka sé aðeins pólitískar skiptingar í valdastöður. Ekki viðurkenningar á eigin mistökum!

Aðgerðir þeirra við efnahagsvandanum teljast þær einkennilegustu sem sést hafa og mjög líklegt er að þær verði til þess að vandinn verði enn meiri. Talað er um að Ísland verði skuldsettasta land í heiminum. Dreyft á heimilin í landinu þá skuldi þau um kr. 4.000.000 á mann við þær. Mjög líklegt er að ef sem horfir þá sjáum við íslendingar fram á þjóðargjaldþrot.

Hvað getur almenningur gert?

Já er eitthvað sem við getum gert annað en að halda áfram að mótmæla og halda fundi? Tildæmis gætum við smám saman myndað sterkan þrýsting á stjórnvöld einsskonar hljóðláta byltingu. En hvað er hljóðlát bylting? Hún er samantekt sterkra raka sem sýna ótvírætt fram á óaðgerðir og aðgerðir Ríkisstjórnar hafi verið rangar. Hún er samvinna alls hins almenna fólks í landinu sem hafa orðið fyrir barðinu á efnahagshruninu! 

En hvernig? Já það er nú tæki sem er í býgerð og vantar í hana tæknilega samtektaraðila eins og góða ritara, góða menn/konur til að setja saman góð verk.

Almenningur getur sýnt ótvírætt fram á að í landinu séu nánast tveir hópar:                               

1. fólkið í landinu og 2. óstarfhæf Ríkisstjórn.

 

Almenningur gæti myndað saman afl sem er svo ótvírætt sterkt að Ríkisstjórnin sjái sér ekki annað fært en að segja af sér!

Munum eitt! Það var lýðræðislegt afl fólksins í landinu sem kaus yfir sig þessa Ríkisstjórn. Bauð þeim að setja saman stjórn.

Gerum annað! Það ætti á sama hátt að vera mögulegt fyrir fólkið að sýna fram á það að þessi sama Ríkisstjórn  hafi hrapalega mistekist!

Það ætti að vera eðlilegt í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi að fólkið ætti að hafa áhrif til að segja þeim upp sem það réð til starfa! Að slíkt sé ekki boðið uppá er galli í kerfinu.

 

Stjórnmálaöfl og flokkar

Eins og áður hefur verið skrifað á þessum Bloggsíðum hér þá koma þær skoðanir hér greinilega fram að Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru bara til óþurftar. 

Bara eitt dæmi: stjórnarflokkar eru með aðgerðir sem stjórnarandstaða er andvíg. En eftir stjórnarskipti gerist það sama! Ný stjórnaraðstaða verður andvíg. en sama fyrirkomulag á öllu. Sömu nefndir, sömu laun, sömu eftirlaun, sömu skipanir flokksmanna í embætti og nefndir, sama fyrirkomulag á samingum fyrir launþega. Þannig mætti lengi telja!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband