Ég átti fund í andaheimi

Nú ætla ég að segja ykkur frá enn  fleiri undarlegum atburðum:

Jæja. Til að átta sig á hvað ég er að fara er nauðsynlegt að lesa síðasta Blogg mitt hér á blog.is á undan þessari.

Draumur sem ég átti fyrir mörgum árum var með upplifun þessari sem ég skrifa um hér fyrir neðan:

 Svoleiðis er að á þeim tíma þegar að ég brotnaði á fatlaða fótinn í desember árið 2002 og missti hann næstum því, þá vissi ég um það fyrirfram og kom það sterklega upp í minninguna að ég mundi brotna (undan mér rann stigi þegar að ég vann við að skreyta fyrir jólin í verslunarmiðstöð þar sem ég vann).

lesið um mig: hreinn23.wordpress.com/about/

 Málið var að bæði ég gat ekkert gert til að koma í veg fyrir sem átti að gerast (brotna)! Einnig að akkúrat þegar að ég brotnaði þá var ég ekki viðbúinn að það myndi ske akkúrat þá. Ég bara var að lifa og vinna.

 Ég sem sagt brotnaði þennan dag snemma í desember og fór á Borgarspítalann beint í aðgerð. Nú eftir aðgerðina rifjuðust  upp ýmsir atburðir sem ég mundi eftir í draumi. Eftir aðgerð var rúmið og ég sett á ganginn á bæklunardeild fyrst vegna þess að það var ekki pláss laust inni á herbegjum. 

Þarna á ganginum beið ég sérstaklega eftir því að ákveðin kona (sjúklingur á deildinni) kæmi og settist í ákveðið sæti á ganginum. Ég hugsaði með mér (og sá fyrir mér minningu) hvenær ætlar þessi blessuð kona að setjast þarna á ganginn! Svo gerist það eftir 3 daga þá settist þessi kona akkúrat á þennan stað þegar að ég horfði á það! Nákvæmlega eins og í minningunni.

Annað sem ég mundi sterklega er að þarna var maður í einhverri rannsókn og settur í fremsta herbergið í tvær nætur. Mundi sterklega eftir þessum manni. 

Einnig mundi ég eftir því þegar að bæklunarlæknanir tveir sem gerðu aðgerðina á mér voru að ganga stofugang. Ég meina akkúrat fremst á ganginum að byrja stofuganginn. Svona var ýmislegt sem ég mundi eftir þarna.

Ég mátti fara um og hafði dálítið frjálst að fara um ganga á Hjólastól. Ég fer niður á Hjólastólnum á fyrstu hæðina. Þarna háttar svo til að innst á opna svæði hæðarinnar er stór gluggi sem snýr í áttina að litlum einnar hæðar húsum sem eru (voru?) á bakvið spítalann. Ég stoppaði þarna oft og var að hugsa. Mundi eftir því meira að segja mjög vel í minningu. Þarna gat ég verið í friði með hugsanir mínar. Það fór nú nokkuð mikið um hugann þessa daga þarna. Eins og tildæmis spurgði ég þeirrar spurninga: afhverju þurfti ég að ganga í gegnum þetta? afhverju aftur? Ég er að tala um allar þessar sterku endur upplifanir dagana þarna. 

Síðan gerist það eina nóttina að ég er allt í einu staddur (í svefni) í herbergi með fullt af fólki (mér fannst þetta fólk vera frekar einkennilegt og ekki eins og venjulegar manneskjur eru vanar að vera).

Til að fólk sem les þetta geti áttað sig:

Herbergið leit svona út eins og svolítið lengra í annan endann (8m lengd og 5 m breidd). Út við veggina voru stórir bókaskápar frá gólfi til lofts. Síðan var eitt langborð í herberginu sem sneri  langsum og var ca. 5 metra á lengd. Allt fólkið, 9 manns sat við borðið og svo virtist sem einn maður réði og stjórnaði fundinum. Sat hann við endann á borðinu með bakið í gluggann. (viðb.) Ég sat við hliðina á honum á horninu á hans hægri hönd. (viðb end)

 

Mikið var rætt sem ég man ekki hvað var. En samt virtist fundurinn vera m.a. til að svara spurningum mínum. Ég man að ég var mjög óánægður! Ég spurgði afhverju ég þyrfti að lenda í þessum erfiðleikum aftur og aftur. Ég spurgði afhverju ég þyrfti að brotna aftur og aftur. Lifa það sama aftur og aftur (ath. í draumnum).

Maðurinn sem stjórnaði svaraði því til að ég hefði ekki skilað af mér skjalinu. Ég mundi ganga í gegnum þessa atburði aftur og aftur þangað til ég skilaði af mér skjalinu. Ég var sko ekkert sáttur við þetta! Mjög óánægður.

Svo næst vaknaði ég bara. Lá andvaka og hugsaði um þetta fram og til baka. 

Hvaða skjali átti ég eiginlega að skila af mér?

Ég er ekki viss. Kannski átti ég bara að skrifa um þessa undarlegu og raunverulegu andlegu upplifanir í svefni. Kannski að þær eigi að sýna að við raunverulega lifum aftur í andanum? Út um allt? Hver veit.

Eða kannski ég átti ég að klára að skila af mér blessaðri hugmyndafræði minni sem hefur verið að þróast með mér í gegnum lífið? Skjalið sem ég væri að búa til?

Ég veit þetta ekki! En alla vega þá hef ég skilað nokkuð af mér því fyrra og skrifað nokkuð vel um hvað ég hefu upplifað í svefni (þó enn sé ýmislegar upplifanir eftir).

Svo ef það skildi virkilega svo vera að ég ætti að skila af mér þessu blessuðu skjali þá er það að fara að koma hér inn. Ef það er ástæðan! (viðb.) hvernis sem ér hef ég ákveðið að setja amk. fyrripartinn. Það er ekki einu sinni víst að það þiki merkilegt?? (viðb. end).

Það skjal er hugsað sem 1. grunnur  á þrískiptu stjórnarfari 2. boðleið sem ég er hugmynd mín.

Númer 1. fer alveg að koma inn. Sá hluti er að vera tilbúinn og verður settur inn nú í vikunni.

Númer 2. er í þeim farvegi sem yfirförun er.

Nú er fyrir ykkur að fylgjast með! Ath. Það er þeirra sem lesa þetta að vega og meta þetta sem ég skrifa. Þetta eru aðeins hugmyndir sem eru skrifaðar af verkamanni. En þó verkamanni sem hefur ofboðslega mikla lífsreynslu! Ég fer ekki fram á neitt. Lít aðeins svo á að ég þurfi að skila þessu blessuðu skjali af mér.

Hvernig sem þetta verður. Ég vil ekki einu sinni comment um það! En draumurinn var raunverulegur og mjög sterkur.

 Fyrri hlutinn fer að detta inn........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband