Laugardagur, 1. nóvember 2008
Tveir spurninglistar til hliðsjónar
Leikmannsins hugsun
Auðvitað hefur verið fjallað vel um þessi atriði sem koma fram hér að neðanverðu í spurningalistanum. Oft á mörgum sinnum í skrifum blaða og á Blogginu osfrv. Þessar spurningar eru aðeins ætlaðar til að fá okkur til að hugsa um og minna á núverandi stöðu okkar í þessu þjóðfélagi. Þannig góðar til að hafa með tilliti til endurmats þess sem við höfum orðið fyrir en viljum ekki verða fyrir aftur. Af því tilefni hef ég sett upp eftirfarandi spurningalista fyrir fólk til að svara fyrir sjálft sig. Þannig væri hægt að prenta þessar spurningar út og svara síðan í næði heima. Verkefni eingöngu fyrir þann sem svarar. Þannig er engin þörf fyrir mig að fá svör til baka hér heldur fyrir notendur aðeins að hafa svörin fyrir sig. Endilega bættu við spurningum sem þér dettur sjálfum í hug.
Fyrra spurningar:
Hefur þú orðið fyrir
1. var þér sagt í banka að það væri hagstætt fyrir þig að taka lán í evrum eða annarri erlendri mynt?
2. ert þú handhafa eigandi íbúðar og hefur lent í því að borga gígantískar upphæðir af lánum? Langt fyrir ofan verðmæti og kaup íbúðarinnar? Dæmi: íbúð keypt á 25 milljónir og afborgun af lánum yfir 100 þúsund á mánuði. Þegar að þú verður búinn að borga (þar að segja ef þú býrð í sömu íbúð áfram) oriðnn 80 ára, þá ertu búinn að borga langtum meira en þrefalt verð íbúðarinnar í upphafi.
3. áttu bíl sem þú ert að borga af með lánum? Kannski yfir 30.000 krónur á mánuði?
4. keyptir þú hlutabréf eða verðbréf í íslenskum banka? b. íslensku fyrirtæki?
5. ertu að missa atvinnuna?
6. hefur þú orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna hruns bankanna á íslandi?
7. muntu eiga miklu erfiðara að láta endum ná saman eftir að vextir hækkuðu og aukna verðbólgu að undanförnu?
8. ertu auðtrúa?
9. finnst þér að Ríksstjórn Íslands hafi staðið sig mjög slælega að undanförnu og ætti að víkja?
10. finnst þér að Seðlabankastjórn hafi staðið sig illa að undanförnu og eigi að víkja?
11. finnst þér þeir sem voru ráðandi í bönkunum eigi að koma til baka og koma til aðstoðar þjóðinni?
12. á hvern hátt þá? með styrk, fjármagnsskatti, eða endurgreiðslu í sérstakan uppbygginarsjóð?
13. ef þú vilt að Ríkisstjórnin segi af sér. Viltu þá kjósa nýja stjórn á Alþingi með núverandi fyrirkomulagi stjórnmálaflokka?
14. ertu orðinn þreytt/ur af karpi stjórnmálamanna og finnst kominn tími til að gera umtalsverða breytingu á stjórnmálakerfi Íslands? Ertu því orðinn þreyttur á stjórnmálamönnum?
15. heldur þú að með því einu að mótmæla muni Ríksstjórn eða aðrir ráðamenn segi af sér?
16. finnst þér við hæfi að stjórnmálamenn geti gefið sér sjálfir hækkun á launum án þess að þurfa að ganga í gegnum það sama og aðrir launþegar þessa lands?
17. ertu sáttur við tekjur stjórnmálamanna?
18. finnst þér í lagi að stjórnendur banka og stórfyrirtækja geti samið um gíkantísk mánaðarlaun og eftirlaun? Eða ákveðið sér sín laun sjálfir? Laun sem eru langt, langt fyrir ofan öll velsæmismörk?
Hér eru aðeins nokkur dæmi um spurningar sem koma upp í hugann. Eflaust eru til spurningar fyrir fólk sem því dettur í hug sjálfu. Fullt af spurningum.
Seinni spurningalisti:
1. hefur þú áhuga á að losna við verðtrygginu úr lánakerfum á Íslandi?
2. viltu eignast íbúð án þess að þurfa að borga ofurgreiðslur af lánum?
3. hefur þú trú á að allir íslendingar ættu að koma jafnt að borði í framtíðinni?
4. ef svo heldur þú að því verði komið við með núverandi fyrirkomulagi stjórnmála?
5. finnst þér kominn tími til að gera gangskör að því að jafna tekjur á Íslandi án þess að þurfa alltaf að lenda í karpi og samningaviðræðum? Viðræðum sem oft og tíðum kemur lítið út úr.
6. hefur þá áhuga að vera með í að finna leið til að allir íslendingar geti lifað saman í sátt við tekjur og lífið almennt?
7. hefur þú áhuga á að finna leið til að mynda rétta tekjumynd þjóðfélagsþegns í þjóðfélagsstiganum sem verður að sjálkröfu til þess að við áfall (eins og tildæmis verðhækkun eða einhverra annara þátta) að tekjur hækki til jafnsvið til að rétta af? Losna þannig við tekjutap og að falla í skuldafen. Losna þannig við nýjar og nýjar samningaviðræður og tekjukarp!
8. værir þú til í að gefa sjálf/ur eftir í þínum kröfum?
Osfrv.! Framhald..............
Málið er að það er ekki nóg að núverandi stjórnmálamenn verði að víkja! Allir þegnar landsins verða að gera sér grein fyrir að við verðum sjálf að fara eftir reglum sem hafa verið settar. Þannig verðum við að taka tillit til umhverfis okkar og umgengni okkar um sameiginlegar eigur okkar allra.
Og gera sér grein fyrir hversvegna!!!!!
Aðeins hugleiðingar leikmanns og manns sem vill lifa í sátt og samlyndi í samfélagi sem býr til jafnrétti fyrir alla menn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.