Ruglaður þessi fýr eða geðveikur?

Ég er viss um að þeir fáu sem nenna að skoða Bloggið mitt skylji stundum ekki hvað ég er að fara með því sem ég skrifa.

 

Hér er upplifun mín um klukkan 03.40 síðustu nótt: (andlegt)

 Ég  hef undanfarið verið með vöðva verki aftan í hálsi, herðum og upp í haus. Oft syngur í hausnum á mér vegna of stýfra hálsvöðva.

Síðan gerist þetta síðastliðna nótt:

Ég fór frekar seint að sofa enda átti ég ekki að mæta í vinnu fyrr en kl. 14.00. Hvað með það þegar að ég var kominn upp í rúm og að fara að sofa birtist allt í einu eittkvað lítið smá hvítt ljós-frymi (ferkar bjart en lítið) við endan og fyrir ofan rúmið mitt. Þetta stóð aðeins í eina sekúndu. Síðan um 10 secúndum síðar kom aftur hvítt ljósfrymi. Nú stærra en veikari litur og stóð jafn lengi. Svo næst eftir aðrar 10 sekúndur birtist mér miklu stærra ljósbjarmi (frymi? erfitt að lýsa þessu en einhver hlutur var þetta), nú um ferkantað og eins og kannski skáphurð í laginu. Það var eins að þetta sem var þarna væri að gefa sér tíma til að stækka til að eflast í orku en deyfast í ljósi. Þetta síðasta stóð líka stutt nema nú rétt á eftir fann ég eins og mikla orku færast upp eftir likamann minn, enda í herðum og verða þar sterkast. Þessi orka virkaði eins og gæsahúð nema miklu sterkari og öflugri orka. Á eftir leið mér miklu betur og gat sofnað án þess að vera með verki eða syngl í höfðinu (ath. synglið ekki tinnitus).

Mjög merkileg upplifun.

 Einhver sem getur skýrt þetta út?

Á næstunni mun ég koma hér með mjög öfluga endurlífssögu sem kom fyrir mig fyrir nokkrum árum. Endurlífssögu svo öflug að ég held ég megi segja að enginn eða mjög fáir geti sagst hafa upplifað eitthvað svipað! 

Ég skora á þig sem kemur hér inn að segja öðrum frá þessu vegna þess að þessi saga er algjör sprengja og jafnvel dálítil sönnun líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband