Oft verður maður að aurum Api?

Sannað hefur verið að ég á að geta unnið við hvað sem er!

Svo vill til að fyrir  um ca. 10 árum tók ég mig til og lærði tæknigreiningu (candlestick) á fyrirtækjum í Hlutabréfamarkaði í USA. Tók það mig (fyrir nokkrum árum síðan) um 6 ár að vera nær fullnema og sjálflærður í þessu. Algjörlega sjálflærður enda fór ég ekki á námskeið í þessu og borgaði ekki $ fyrir þetta nema fyrir Tímaritið. Þetta var á þeim tímum þegar að ég mátti ekki vera úti á vinnumarkaði eftir síðustu aðgerð á fætinum. Um tíma var ég meira að segja áskrifandi að Tímaritinu "Stocks and Commodities magazine" og fékk það sent frá USA til Íslands. En að mestu fékkst ég við þetta á Internetinu og notaði meira að segja simulators (real time) til hjálpar. Einu sinni var ég meira að segja með reikning og kom ekki út í tapi þá (en ekki miklum gróða heldur vegna þess að ég var með svo lítinn pening í þessu). Ég tapaði þá fyrst en náði upp tapinu og kom út rétt í smá gróða. Það var fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef lært að nota svokallað Level-II sem sýnir kaup og sölu hjá Market Makers. Einnig lærði ég á svokallað day-trade eða viðskipti með hlutabréf þ.e. kaup og sölu innan dagsins. Svo lærði ég líka á Candlestick og allsskonar vísitölur. Einnig svolítið inná lestur afkomutalna í reikningum fyrirtækja.

Ég hef átt í fyrirtækjum í 3 daga (swing-trade) og einnig í yfir 2 mánuði. Eins og tildæmis keypti ég í Decode þegar að þeir voru sem lægst (ekki núna) á genginu 1.65 og seldi á 3.50 eða svo. Notaði ég swing-trade í um tvær vikur á blessað fyrirtækið, þ.e keypti og seldi aftur og aftur. Og það þegar að fullt af fólki var búið að glepjast til að kaupa á langtum LANGTUM hærra eða á yfir 65$ hlutinn.

Nú en í sumar  tókst mér að skrapa saman og henda inn 1.000 $ á genginu 79 til 81 (Ekki í Decode því þeir eru hafa verið á algjörri niðurleið að undanförnu). Í fyrstu fékk ég smá hækkun en fór svo að lækka þar sem markaðurinn í USA var á hraðri niðurleið. Þannig datt reikningurinn minn niður töluvert en er nú að rétta sig við. 

Ástæðan?! Ég fann draumafyrirtækið sem mun mjög líkega senda mig eftir svona um 2 mánuði í yfir 1.000% gróða (ath. ég keypti í þessu þegar að ég hafði lækkað töluvert á reikningi mínum). Segi og skrifa mjög líkega langt yfir 4 faldan gróða á þessum kaupum. Og það þrátt fyrir að markaðurinn í Bandaríkjunum sé á niðurleið.

Ef allt gengur eftir þá getur reikningur minn hækkað í nálægt 7.000 $ (niður í ca. 400$ á krónugengi  yfir 100 á dollar og upp aftur yfir 1.000$ í ca. lágmark 3.500$ á um 6 mánuðum). Mjög miklar líkur eru á því að ég komist alla vega í $ 3.500. Hvar væri ég staddur hefði ég átt aðeins meiri pening til að setja í þetta? Fyrirtæki sem er að hækka um milljónir dollara í revenue á milli hvert quarter.

Hvað er gengið á Dollarnum núna? í á milli 115 til 120 krónur 1 dollar.

Er ég AuraApi? Þegar allt er á niður leið heima í Íslandi?

Vitlu vita eitthvað meira? Eða viltu læra af  mér candlestick greiningu? Ég get alveg kennt þetta!  Það kostar þig..................Eða hefurðu áhuga á að fá að vita hvaða fyrirtæki þetta er?(ath. ekki fyrirtækið með kennistafina sem ég minnist á á hinu blogginu mínu!).

 Ef ég hefði átt $ 10.000 þá væri ég hreinlega orðinn ríkur og búinn að borga upp allar skuldirnar!

 Svo ef þú sem lest mín Blogg ert í einhvern vafa um mig þá ættirðu að leggja blessað höfuðið bleiti.

Ég Blogga á tveimur síðum: hér á mogga Bloggi og á wordpress.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband