Eru Íslendingar yfirhöfuð siðferðislega vanþroskaðir?

Skoðana Skjóðan mín 2

 

Ekki veit ég hvað hefur verið skrifað um þeta áður á Blogginu en mér finnst sjálfum vera í lagi að setja niður nokkur orð um það hér.

 

Ég verð nú að fara að koma orðum að þessu! Það er nóg komið. 

Í öllum þessum kappi-talí-ska [skýr1: kapp - talna - skeður] (með afturhlutann ábyggilega dregið úr dönskunni?)  [skýr2: á að vera kapitalíska] hraða í þjóðfélaginu virðumst við íslendingar gleyma umhverfinu í kringum okkur. Eða er það kannski svo að fólki er alveg nákvæmlega sama? Eða kannski er það bara svo að við Íslendingar erum bara svona siðferðislega vanþroskaðir?

Ég er einn af íbúum Reykjavíkur eins og svo margir íslendingar. Ég á oft og mörgum sinnum ferð um borgina. Á ferðum mínum um gangstéttar borgarinnar verða ótal oft og mörgum sinnum á vegi mínum Sígarettustubbar og Tyggjóslettur.  Mjög oft gengur fólk svoleiðis um að það hendir þessu beint frá sér á ferðum sínum og það án þess að hugsa. Mér er bara spurn hvort því sé alveg sama og vilji kannski ganga yfir eigin Tyggjóklessu á næstu ferð sinni?

 Eða er þetta bara blessaðir unglingarnir sem ganga svona um? Ef svo er vilja þeir ekki hafa hreint í kringum sig þegar að þeir ganga um? Getur það þá verið að blessaðir foreldrarnir hafi gleymt einhverju í uppeldinu? Vilja þeir ekki hafa umhverfi sitt hreint og fallegt þegar að þeir hafa vaxið upp og stofnað fjölskyldu?

Ég ætla nú að setja mig í spor einhvers útlendings sem kemur að heimsækja landið okkar í fyrsta sinn:

Hann hugsar ábyggilega: Guð hvað er fallegt hérna og yfirhöfuð hreint loftið(?) hérna. Fullt af fallegum Fossum og Hverum. Mikið einsleitt landslag en heildarsvipur ekkert rosalegur nema sumsstaðar. Og Reykjavík er forvitnileg, fullt af Kaffihúsum, verslunum og skemmitstöðum. En mikið eru göturnar og gangstéttir hrikalega ljótar, sóðalegr og ógeðslegar. Ég verð bóksatflega að ganga um með sykk sakki. Margir gætu haldið að ég væri drukkinn þegar að ég er það ekki.Fullt af Síkarettustubbum og Tyggjóklessum út um allt. eoh.

Er það þetta virkilega sem við viljum að útlendingar hugsi um Ísland, borgina okkar og þorpin?

 Ég hef nú sjálfur komið á nokkrar staði erlendis og ekki man ég eftir öðru eins og þessu hér.  Á langflestum stöðu eru göturnar hreinar og fallegar. Þetta hér á Íslandi virðist alveg vera sér fyrirbrigði. Íslendingar eru sóðar. Viltu þú vera einn af þeim sem eru kallaðir það?

Og orðið sóði tilheyrir flokknum siðmennt!

Hvernig má skilja það að hafa hreint í kringum okkur í samhengi við lífi því sem við viljum lifa? Sjá hugmynd-kenningu mína sem er og verður skrifuð á hreinn23.wordpress.com.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband