Ekki í framboði - eða hvað?

Reykjanesbær 17. apríl 2013

 

Kæru stjórnmálasamtök,

Ég er 58 gamall einhleypur karlmaður sem óskar eftir að komast ofarlega (ef ekki efst) á framboðslista.  Ég hef mjög mikla lífsreynslu og mjög margt hefur komið fyrir mig í lífinu. Ég er fatlaður og hef farið í 4 aðgerðir á vinstri fótinn og 41 vika samtals í gifsi. Ég hef mjög víðtæka reynslu í atvinnulífinu enda hef ég unnið í yfir 27 störf um ævina hér og þar um landið, stundum í erfiðustu störfum. Og ég hef líka skuldareynslu.

Ég elska landið mitt, hreinleika þess, náttúruna og fegurðina og nýt þess að ferðast um það í svo miklu mæli að ég kemst til þess.

Ég hef mikinn áhuga á sjálfbærni og lýðræði. Og hef skrifað um það greinar og skjöl. En lýðræði í mínum huga er sterkur vilji mannlegrar getu til að hafa áhrif á líf sitt í umhverfi fyrir það. Ég þrái persónukjör inn á BREYTT alþingi með þátttökulýðræði á svæðisþingum fyrir landshlutana og hef mikinn áhuga fyrir stóreflingu á verðmætasköpun landsbyggðarinnar. 

Ég lít svo á að vilji einstaklingskins og fjölskyldunnnar og réttlæti þar um skipti miklu meira máli en ný stjórnarskrá.

Ég hef mikinn áhuga á að beita kröftum mínum, elju og iðni í að vinna að því að skapa störf fyrir áhugasama íslendinga, þar sem unnið væri að því að efla hagsmunni einstaklingsins og fjölskyldunnar til góðra verka sem vel væri borgað fyrir á alla starfshópa.

Ég elska það að þjóðin hafi sinn eigin gjaldmiðil og trúi því staðfastlega að þjóðin geti elft krónuna og gert hana að því sem hún á að vera. Í því skyni setja upp skiptikrónur fyrir viðskipti með íslenskar afurðir og verðmætasköpun út um allt land, þar sem sá gjaldmiðill yrði notaður með greiðslu á milli.

Þess má sérstaklega geta að ég er á móti inngöngu í esb, meðal annars því að ég trúi miklu frekar á að við íslendingar getum eflt okkar tækifæri innan lands til góðra verka að eigin forsendum og án þess að aðrir ráði yfir okkur.

Þess má og geta að ég er bara nokkuð góður söngvari og ég hugsa líka að ég gæti alveg lært leiklist. En ekki ætla ég að blanda hugsanlegum vinsældum mínum í þá veru inn í pólitíkina.  Einnig er ég góður í hinum ýmsu fögum, með góða rödd, góður upplesari og ræðumaður.

Ég er mjög hreinskiptinn, heiðarlegur, einlægur og mjög jákvæður. Enda hef ég verið að vinna í þá veru að undanförnu. Meira að segja búið til skjöl um það og haldið uppi hóp á facebook um málefnið.

Endilega farið yfir þessa umsókn mína og skoðið vandlega hvort ég kemst ekki inn á lista hjá ykkur. Ég tek það fram að ég þoli ekki að vera hafnað.

Virðingarfyllst,
Guðni Karl Harðarson

P.S. Pleas, please hafið nú samúð með mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Tekið skal sérstaklega að ég hafði engan áhuga á að bjóða mig fram fyrir þessar kosningar. Og að sjálfsögðu veit ég vel að búið er að loka fyrir

Guðni Karl Harðarson, 17.4.2013 kl. 17:15

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Að sjálfögðu er þessi færsla mín tvennt í senn.
1. skoðanir mínar
2. og hæðni í leiðinni sem vísar til 1 þingmanns og annars flokks sem er með söngvara einn og leikara á framboðslista þess. 

Guðni Karl Harðarson, 17.4.2013 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband