Sunnudagur, 3. febrúar 2013
Dómur þjóðar
Gott fólk. Við sem lifum og hrærumst í því umhverfi sem okkur er boðið upp á, þekkjum best hvernig málin standa hjá okkur. Ekki stjórnmálamenn sem segja það sem þeir vilja, hver svo sem staðan er. Aðeins við sem finnum fyrir því vitum um það. Hversu slæmt við höfum það.
Þjóðin mun dæma alþingismenn fyrir Icesave málið. Upphaf þess og endir. Ekki bara ríkistjórnina fyrir samingana, heldur líka þingmenn sem samþykktu. Eðli þess er einfaldlega það að fólk tryggir ekki svindl fjárglæframanna. Eðli þess er líka það að aldrei skal þeirri hugsun koma inn hjá fólki að það eigi að ganga gegn eigin sannfæringu og gera eitthvað sem það er óréttlátt að gera. Slíkur hugsunarháttur er óheiðarlegur og á tvímælalaust að fara burt úr íslenskum stjórnmálum. Að minnsta kosti fyrir þær sakir einar eru stjórnmálamenn sem hvöttu þjóðina til fara gegn eigin réttlæti með réttu dæmanlegir. Þjóðin dæmir.
Almenningur vill ekki óheiðarlega stjórnmálamenn sem bera enga virðingu fyrir þjóðinni.
Þjóðin lætur ekki bjóða sér upp á hvað sem er!
Á sama hátt og dæmt var í Icesave málinu þjóðinni í hag mun þjóðin dæma stjórnmálamenn fyrir gjörðir sínar og aðgerðarleysi vegna hrunsins.
Þjóðin mun dæma fyrir allar þær klyfjar sem hafa verið lagðar á almenning þessa lands.
Þjóðin sjálf mun leiðrétta kjör almennings, þar á meðal aflétta verðtryggingu, ofurlánavöxtum og tryggja það að fjölskyldur sundrist ekki vegna hrunsins. Við erum búin að fá algjörlega nóg!
Réttlæti verður komið á til þess fólks sem er búið að, eða við að missa eignir sínar vegna okurlánavaxtanna.
Öryrkjum verður aflétt öryrkjadómurinn og komið verður á réttlátri tekjutryggingu til þeirra. Og kjör aldraðra leiðrétt.
Við viljum réttlæti, burt með skuldaánauð, enga fátækt, burt með deilur. Við viljum heiðarleika á alþingi, að þingmenn sýni þjóðinni virðingu sem og allir stjórnmálamenn sín á milli. Við viljum burt með ofurvald og tryggja að þeir sem ráða geti ekki gert það sem þeim sýnist gagnstætt vilja landsmanna. Við viljum að það verði tekið vel á móti fólki með skoðanir. Við viljum jákvæð viðbrögð við þeim.
Uppgjör hrunsins er því langt í frá búið á Íslandi. Það verður ekki búið fyrr en að afleiðingum þess verður aflétt af almenningi. Við ætlum ekki að bíða í fjögur ár, átta ár, eða sextán ár til þess. Í stað þess krefjumst við að allt verði leiðrétt á þessu ári.
Ég tilheyri þeim hópi fólks sem hefur engva trú á að nýir alþingismenn, gamlir og nýir flokkar geri mikið til að leiðrétta kjör almennings með neinni alvöru.
Ég tilheyri þeim sem telja engan tilgang með að kjósa inn á það alþingi sem hefur ekkert breyst til að auka traust fólks á þeim vinnustað.
Ég tilheyri þeim hóp sem hefur einlæga trú á því að nú hafi almenningur valdið til að breyta fyrir alvöru. Á þann hátt mun ég vinna hvað ég get fyrir næstu kosningar. Og ég mun hvetja fólk til þess sama.
Ég hef mikla trú á því að fullt af fólki á Íslandi sé sama sinnis.
Þjóðin hefur valdið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 03:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.