Sunnudagur, 9. september 2012
Nýtt Ísland 50 - 0
Ýmsu fólki er tíðrætt hvað Nýtt Ísland sé, en svo virðist sem það sé dálítið mismunandi í huga persóna.
Í mínum huga snýst Nýtt Ísland fyrst og fremst um réttlátt þjóðfélag þar sem allt tónar saman, heiðarleiki, traust, virðing og samheldni íbúanna. Þar sem fjölskyldan og einstaklingar geta unnið og verið saman í sanngjörnu samfélagi.
Hér er aðeins lauslega fjallað um þau atriði sem komu sterkt upp í hugann.
Hið þinglega vald
Til að Nýtt Ísland virki raunverulega er mikilvægt að dreifa valdinu niður og leifa almenningi að taka þátt í nýju Íslandi.
Þetta er eitt mikilvægasta atriði fyrir framtíðina. Því ef þinginu verði ekki breytt þá verður ekkert nýtt Ísland heldur bara áframhaldandi 4- flokkapólitík þar sem smáir flokkar eiga erfitt uppdráttar.
Til að losa um vantraustið, rifrildin og ávirðingarnar sem skapast á þinginu er mikilvægt að breyta stjórnskipaninni. Öðruvísi er tómt að tala um að eitthvað Nýtt Ísland verði til.
Með því að kjósa í nær óbreytt þingræði þá er engu breytt og gamla Ísland á sama stað.
Með því að breyta stjórnskipaninni þá stóreflir það traust sem fólk hefði á Alþingi. En besta traustið er í huga íbúans. Þessvegna þarf að búa til aðstæður þar sem hægt væri að byggja á trausti.
Ég hafna stjórnarskrá með óbreyttu þingræði!
Raunverulegt lýðræði er þátttökulýðræði
Það er miklu sanngjarnara og sterkara að búnar séu til aðstæður þar sem einstaklingar fái raunverulegt frelsi til að tjá sig. Og það tjáningarfrelsi gefi réttinn til að hafa áhrif á ákvarðanir í samfélaginu.
Þessvegna hafna ég 10% reglunni í tillögum stjórnlagaráðs!
Raunverulegt réttlæti virkar best með þátttökulýðræði inni í litlum samfélögum
Þar sem íbúum landsins er sýnd sanngirni og allir hafi jöfn réttindi í þjóðfélaginu. Það er félagslegt réttlæti hvers manns að hafa mannsæmandi líf.
Að jafnframt þó stjórnvöldum beri skilda til að fólk hafi réttlæti þá er það fólksins sjálfs sem á að geta tjáð sig ef það telur brotið á sér, með ákveðnu móti í mannlegum samskiptum eins og tildæmis með mannskiptaráði.
Frelsi
Í frjálsu þjóðfélagi, hefur hver og einn réttarstöðu og stjórn að eigin líkama og huga. Það er því mikilvægt að það frelsi sem manninum er gefið hafi hann vald á og beri sjálfur ábyrgð á.
Það er hinsvegar stjórnvalda að fylgja eftir því að þeirri ábyrgð sé farið eftir og fylgt eftir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til að “Nýtt Ísland” virki raunverulega er mikilvægt að dreifa valdinu niður og leifa almenningi að taka þátt í nýju Íslandi.
Þetta er eitt mikilvægasta atriði fyrir framtíðina. Því ef þinginu verði ekki breytt þá verður ekkert nýtt Ísland heldur bara áframhaldandi 4- flokkapólitík þar sem smáir flokkar eiga erfitt uppdráttar.
Tek undir þetta með þér Guðni og þessi tilvitnun segir í raun allt sem segja þarf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2012 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.