Afhverju ég segi NEI? - partur 1

Það eru svo ótal margar ástæður fyrir þeirri greiningu minni.

Í fyrsta lagi lesandi góður af því að mér var ekki í upphafi boðið upp á að segja já! Allt það sem ríkistjórn hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina er það sem hún sjálf ákvað en ekki þjóðin. Um mál sem ríkistjórnin er að segja þjóðinni að taka afstöðu til með sínu yfirvaldi. Þar sem þjóðin hefur þegar tekið afstöðu til með þjóðaratkvæðagreiðslu sem mistókst.

Í öðru lagi þá er ég gallharður esb andstæðingur. Alveg sama hvernig sumir myndu taka afstöðu til þeirrar skoðunar minnar, eins og að fullyrða um að það sé ekki kosið um það mál. En þeir sem fylgjast með það sem er að gerast á vefnum, eins og tildæmis á facebook þar sem þeir sem hafa hæst um stjórnarskrármálin eru einmitt esp sinnar. Hér get ég nefnt dæmi: Vilhjálmur Þorsteinsson Samfylkingarmaður sem túlkar núverandi stjórnarskrá eins og hann vill, einnig Gísli Tryggvason í Dögun sem og aðrir einstaklinga hér og þar.

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að langflestir þeir sem hafa hátt um þetta mál eru einmitt esb sinnar.

Í þriðja lagi hef ég ákveðnar skoðanir um að Ísland geti fyrir alvöru risið upp í nýja tíma og skilið það gamla og slæma eftir. Því það er alveg ljóst að þjóðin þarf að taka sig á í ýmsum málum eins og að hreinsa burt þann ósóma og spillingu sem þryfist hefur í þjóðfélaginu. Það verður ekki gert með plaggi sem segir okkur að gera það. Er einföld ástæða fyrir því, en hún er sú að maðurinn þarf sjálfur að breyta sér og því er það rétta í stöðunni að gefa honum tækifæri til að fá ábyrgðina. Í þessi stjórnarskrártillagna plaggi er ekki fólki boðið upp á það. Að minnsta kosti ekki í mikilvægustu köflunum.

Í fjórða lagi hefur okkur verið sagt að stjórnarskránni þurfi að breyta vegna þess að hún sé stórgölluð. Þá spyr ég á móti!: Ef þessi stjórnarskrá er svona gölluð! Hver er gefin ábyrgðin á núverandi stjórnarskrá að það sé farið eftir henni? Og hver á að hafa ábyrgðina í tillögunum, nýrri stjórnarskrá? Stjórnvöldum

Í mínum huga er það rökvilla að segja að eitthvað sé gallað en svo í nýjum tillögum sé ekki tekið á gallanum.

Hér er útskýring tekin úr nýja skjalinu Íslandskrá sem ég er að vinna að:

  • hér er tvö dæmi um rökvillu

Í tillögum stjórnlagaráðs 5. gr. skyldur borgarana  stendur:

Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast.

Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af
henni leiða.

Hér segir: Það er sem sagt ábyrgð stjórnvalda að tryggja að allir fái notið réttinda sem felast í stjórnarskránni,  en borgarana að fara eftir stjórnarskránni, 

Hér er einn aðal galli stjórnarskrár:

Stjórnvöld segja ýmist að nýrri stjórnarskrá þurfi að breyta vegna að núverandi sé gölluð og að það sé kominn tími á að gera nýja.

Þetta stangast á við tvö atriði í stjórnarsrkánni og þessari grein (sem og fleirum)


1) ef núverandi stjórnarskrá er gölluð og stjórnvöld báru ábyrgð á að farið sé eftir henni eins og tildæmis að hún sé ekki mistúlkuð og lög hennar og réttur sé virtur. Hversvegna var ábyrgðin ekki tekin af stjórnvöldum og búið til aðstæður þannig að borgaranir bæru ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru í henni?

2) afhverju segir í þessari grein að stjórnvöld beri ábyrgð (tryggja að) á að farið sé eftir frelsi því sem gefið er og stendur í stjórnarskrártillögum þegar að frelsið er svo tekið af fólkinu á því hver ber ábyrgðina?

Spurningin er því!
Fylgir frelsi ekki ábyrgð á því?

Væri ekki réttast að borgararnir tæku við að hafa ábyrgð á frelsi og réttindum sínum? Myndi slíkt ekki einmitt tryggja það að frelsi og réttindu séu virt?

 

Í fimmta lagi til þess að Ísland geti haft tækifæri á að hefja sig upp í nýja tíma þurfi að taka á þingræðinu og breyta því!

  • Í tillögum stjórnlagaráðs 1 og 2 grein stendur:


             " 1. gr.  Stjórnarform
                    Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. "

             "          2. gr.  Handhafar ríkisvalds.
                  Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
               Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með

              framkvæmdarvaldið.


              Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.  "

 

Hér væru kannski til ýmsar skoðanir um hvernig þingræðinu mætti breyta þannig að það virki. Í nýja skjali mínu sem er í vinnslu hef ég sett eftirfarandi kafla um fyrstu og aðra grein:

Þetta er eins og stendur bara frumskrif að tillögum

  1. gr. Stjórnarform


Ísland er lýðveldi með tvískiptu þingræði og beinu lýðræði, sem er þátttökulýðræði

 

     2. gr. Handhafar ríkisvalds


Íslandi er skipt niður í tvö stig löggjafarvalds - Svæðisþing – Alþingi

Svæðisþing eru 1 á hverju landsvæði + 1 á höfuðborgarsvæði

Svæðisþingum er gefið vald til að setja lög sem snúa sérstaklega að verkefnum til eflingar þess landssvæðis sem það er á. Farið sé eftir sérstakri jafnræðisreglu milli landsvæða. Jafnræðisregla sú meðal annars þeim fjármunum sem Svæðisþing hefur til umráða.

Alþingi er gefið vald til að setja lög að málum sem snúa að öllu landinu.

 

Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn fara með framkvæmdavaldið.

 

Sérstakur umboðsmaður framkvæmdavaldsins skal vera á hverju svæði Svæðisþinga, er tekur við efni til ríkistjórnar að framkvæma.

 

Hæstiréttur Íslands fer með dómsvaldið.

 

Íbúar Íslands fara með mannskiptaráð
Mannskiptaráð sér um að að halda utan um þátttöku fólks í lýðræði, sjá um kosningu á hugmyndum og koma útkomunni til þess Svæðisþings sem við á.

Mannskiptaráð hefur einnig afskipti af manngildum með því að taka við ábendingum frá almenningi ef verið er að brjóta reglur manngilda eins og heiðarleika, réttlætis og virðingu í stjórnmálum og í þjóðfélaginu.


Mannskiptaáð hefur rétt til að kalla til dómara.

 


Í sjötta lagi er ég því algjörlega á móti einhverjum þjóðaratkvæðagreiðslum sem passa eingöngu inn í þingræðið!

Framhald síðar þar sem er tekið er á köflum tillagna stjórnlagaráðs



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bara flottur Guðni algjörlega sammála þér.  Við sem viljum jafnræði og réttlæti og afneitun ESb þurfum að skipa okkur í sveit og láta að okkur kveða.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 21:06

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir hrósið Ásthildur

Svo sannarlega þurfum við að skipa okkur í sveit og láta svo um munar vita af okkur !

Guðni Karl Harðarson, 26.8.2012 kl. 21:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er bara spurning um aðferðarfræði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Guðni Karl Harðarson, 26.8.2012 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband