Laugardagur, 25. ágúst 2012
Hvað er Nýtt Ísland?
Kæri lesandi, áttu þér draum? Það á ég! Draum um nýtt Ísland.
1. Það byrjar með einu JÁI -- Já ég vill að Ísland breytist! ef þátttakandinn getur ekki einhverra hlutana vegna tekið meira þátt, þá er eitt JÁ nóg!
Þú sem lest átt svo eftirminnilega eftir að sjá meira um þetta atriði núna á næstunni!
2. Við tekur að fólk vill taka meira þátt, eins og að hópa sig saman þar sem allir fá að tjá sig. Algjörlega frjálst fyrir fólk að tala saman í hópum (hægt væri tildæmis að nota hringborð til þess). Hér er verið að tala um almenning!
3. Að síðustu er fólki boðið á einn Risastóran fund þar sem fólk kemur saman til að njóta samverustunda, skemmtun og leik, sem og tjá sig um hvernig "Nýtt Ísland" ætti að vera. Að sjálfögðu væri enginn bundinn við lið 2 og heldur ekki að mæta á þennan lið.
Hvernig þarf þjóðfélag að funkera þannig að fólk sé ánægt í því?
Hvernig þarf þjóðfélag að vera til að fólk njóti réttlætis? Hvernig þarf það að vera til að fólk njóti sanngirnis?
Þessar og ótal fleiri spurninga koma upp í hugann varðandi þau íslandsmál sem snúa um okkur öll sem lifum í þessu landi.
Eins og tildæmis þessar líka:
Afhverju er fólk hætt að mæta á mótmæli?
Afhverju hefur hvarnast undan nýjum framboðum til alþingis þegar að fólk vill augljóslega breytingar?
Afhverju ná þessi nýju framboð ekki til kjósenda?
Við þessum spurningum er aðeins eitt svar: Fólk er í fjötrum vonleysis um að einhverju verði breytt á Íslandi fyrir alvöru. Það er í alvöru ekki að sjá að neitt verði gert til þess.
Nú er bara dróma doði,
sem dembist yfir landið hér,
ef á fróni gott og fallegt boði,
þá festist það í huga þér.
Hvað er þá "Nýtt Ísland"?
Að sjálfsögðu er "Nýtt Ísland" um það sem býr í huga þér! Að sjálfsögðu snýst það um fjölskylduna. Að sjálfsögðu er það að allt landið tóni saman.
Að sjálfsögðu snýst "Nýtt Ísland" um mannsæmandi líf fyrir alla þegna landsins.
Að sjálsögðu er með mannsæmandi lífi byggt að grunninum fyrir framtíðina.
Að sjálfsögðu er "Nýtt Ísland" um mannleg gildi. Sem er sú sjálfsagða krafa að allt þjóðfélagið tóni saman á heiðarlegum, virðingarverðum og kærleiksríkum nótum.
Aðeins með því að vinna út frá þessum nótum er lagður grunnurinn á því að losa sig við það sem við viljum ekki hafa í þessu þjóðfélagi.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.