Vargöld eða Manngildi?

  • Hvernig framtíð viljið þið?
  • Hvernig lífi viljið þið lifa?
  • Algjört kaos eða viljið þið hafa manngildi að leiðarljósi?
  • Hvað með stjórnsýsluna, hvernig á hún að verða?

 Þorir þú að tjái þig um þín manngildi og eða manngildi annarra?

 

Eftir hrunið varð til sú sjálfsagða krafa að þjóðfélagið allt taki sig til og vinni saman að þeim atriðum sem teljast til manngilda. Á þjóðfundi 2009 kom það líka greinilega fram. 

Horfandi yfir farinn veg síðan þá er ekki að sjá að stjórnvöld hafi beint sjónum sínum sérstaklega að vinna áfram með manngildin. Að vinna áfram með það sem þjóðfundur 2009 valdi sér og þjóðin vildi. Heldur gerðu þau kröfu um að stjórnarskránni yrði breytt við þá greinilegu óreiðu sem fylgdu þeim málum og enn er ekki komið í ljós hvernig endar. 

Er viðeigandi að vinna að stjórnarskrármálum án þess að vera búinn að vinna að manngildunum? Vissulega eru í stjórnarskrá einhver atriði sem snúa að manngildum. Eins og tildæmis er tengjast mannréttindum. Hinsvegar er það svo að ný stjórnarskrá gerir menn ekki frekar heiðarlega eða þeir beri frekar virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Það eina sem stjórnarskrá í reynd breytir með endurgerð hennar er efni hennar sjálfrar eins og meðhöndlun stjórunar á stjórnsýslunni eins og alþingi tildæmis og mögulegri tengingu við hvernig lýðræðið eigi að funkera.

Í eðli sínu er því stjórnarskrá ekki hreint tjáningarform siðmenntaðs samfélags. Því besta tjáningarformið í siðmenntuðu samfélagi er að vinna að siðmennt saman, góðum gildum.

Því þyrfti að setja í gang sérstakt "Manngildaráð" sem starfar við það að að sjá og kanna þjóðfélagið og stjórnsýsluna með gagnrýnum augum. Eins og tildæmis að ná fram þeim atriðum þar sem vargöld eru að verki og leggja það til við hvernig sú vargöld mætti lagfæra með gildin að leiðarljósi.  Með þeim verkum verður þjófélagið allt miklu mannlegra og siðmenntaðra. Það mætti leggja fram tillögur um hvernig laga mætti og sýna fram á hvernig manngildin virkuðu í staðinn.

Næst: Verkefnalisti hvernig Manngildaráð starfar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðni minn þú trúir enn á að manneskjan hlusti og taki þátt,þótt ég efist ekki um að allar vilji þær gangast við þessu. Tel að tortryggni ríki í hverju hjarta,enn um sinn,Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2012 kl. 03:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg að gefast upp á þessum stjórnvöldum og á erfitt að sjá fram á betri tíma með þetta fólk í forsvari.  Ég hef nákvæmlega ekkert traust á Jóhönnu og Steingrími og mér virðist sem þjóðin sé í sífelldri baráttu við þau. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2012 kl. 20:04

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Afsakið hvað ég svar seint. Var að koma heim úr ferðalagi.

Ég sé ekki fram á að neinu verði fyrir alvöru breytt nema að það verði stórbreyting á fyrirkomulagi þingsins. 

Allt tengist þetta saman. Ég sjálfur er að fara af stað með nokkuð sérstakt sem manngildin verða með.

Svo virðist sem einhver umræða um manngildin hafi verið í þjóðfélaginu að undanförnu. Nú þarf bara að halda því áfram og koma því fyrir alvöru í gang með því að gera kröfur á þau þarna á þinginu. Skjalið mitt hafa þónokkrir sótt og lesið. Einnig fengu forsetaframbjóðendur það. Og tók ég eftir því að Herdís kom eitthvað inn á manngildin í viðtal við hana á Rúv.

Auðvitað ætti þetta lið að vera farið frá fyrir löngu. 

Guðni Karl Harðarson, 19.6.2012 kl. 01:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðni minn gott að vita af þér með verkefnin þín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband