Miðvikudagur, 14. mars 2012
Úlfúð eða Mannúð?
Eru þeir sem hafa sem hæst í þjóðfélaginu haldnir sjálfhverfu? Eða er það þeim sjálfsagt mál að vera alltaf með klærnar í einhverjum? Eða er það þeim sjálfsagt mál öll þessi kvikinska?
Vonandi að grein mín á blogginu í gær hafi orðið fólki til umhugsunar. Ástæðan fyrir henni var sú hreinlega að mér blöskrar allur atgangurinn sem hefur gengið á út í þjóðfélaginu.
Maður líttu þér í eigin barm og veltu því fyrir þér hvort þú nærð einhverjum árangri með framgengni þinni.
Ég vellti því fyrir mér óneitanlega hvenær fólk muni læra. Eins og sást í bloggrein minni í gær þá dróg ég fram þau ágætu gildi sem þjóðfundurinn 2009 valdi sér. Ástæðan er sú að í öllu því orðaflaumi og orðaskaki sem hefur gengið á, virðist dálítið að það hafi gleymst að fara eftir þessum gildum.
Hvernig er tildæmis með heiðarleika? Hafa þeir sem hafa geyst út á völlinn alltaf viðhaft heiðarleika? Eða kærleika? Þorir fólk ekki að tala um kærleika afþví að það er uppfullt af soranum? Hvað með virðingu? Hefur fólk sýnt öðrum virðingu? Eða er fólki ekki bara heiftin í blóð borin?
Er sannleikurinn heiðarlegur?
Veltið fyrir ykkur þessari spurningu.
Nú er það svo að fullt af fólki hefur úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins hefur lofað ýmsu hér og þar. Framtíðin í þeirra augum á að vera svo fögur og fyrirheitin svo mörg. En erfitt er að sjá að þau geti haldið reiður í öllu flóðinu. Satt best að segja er framtíðin mjög óljós varðandi hvað næst fram í öllu því flóði sem borið er fram. Og ég ætla bara leyfa mér hér að vera alveg heiðarlegur að segja að ég sé ekki fyrir mér að neinar miklar breytingar náist fram ef svona er haldið áfram. Ég ætla því að leyfa mér að vera þessi bölsýnismaður sem sér fyrir sér að Ísland hafi ekkert lært.
Stundum finnst mér að þeir sem eru að bjóða sig fram til stjórnunarverka séu dálítið úr takti við fólkið út í þjóðfélaginu. Það er þessi fulltrúagræðgi sem verður til þess að það slitnar frá almenningi. Jú, jú, það lofar að gera hitt og þetta og fyrirheitin eru fögur. En hvað sést svo þegar að út úr hólminum er komið og það á að fara að vinna að þeim?
Hafandi talað við fullt af fólki sem ég mæti daglega á vinnustað mínum, þá kemur fram mikið vonleysi í fólki. Og það hefur satt best að segja litla trú á að einhverjum alvöru breytingum verði. Þetta sé bara þessi sama gamla tugga.
Í tengslum við það má kannski spyrja sig hversvegna fólk mætir ekki ákveðnar að mótmæla? Sjálfsagt á það sér að hluta til þær orsakir að fólk sér ekki tilganginn.
Satt best að segja er það mannlega best til fallið að breyta einhverju. Því þaðan frá á Ísland bestu tækifærin til að efla þjóðina.
Ég sé það fyrir mér að almenningur geti gert mannúðarbyltingu og tekið sér saman að hreinsa burt allan ósómann. Nái að sameinast um gildin og vinna síðan útfrá þeim.
Hvað eru fögur fyrirheit,
ef fara á ekki eftir þeim,
fer þjóðin bara fyrir leit,
í þennan framtíðar heim.
Reiður:> 1. hafa svar á á reiðum höndum, 2. vera tilbúinn
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki orðið: fulltrúagræðgi, ný-yrði?
Guðni Karl Harðarson, 14.3.2012 kl. 11:59
Nýja síðan sem ég póstaði inn í gær hefur verið leiðrétt af stafsetningarvillum. Nema linkurinn sem er ekki hægt að breyta eða það þarf að finna leið til þess.
Nýi sáttmáli Íslands
http://nyjisattmaliislands.weebly.com
Guðni Karl Harðarson, 14.3.2012 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.